Segir klútabyltinguna vera hafna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. júní 2024 00:01 Halla smellir kossi á eiginmann sinn Björn Skúlason á ritstjórn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar áður en hún mætti í kosningasjónvarpið. Vísir/Vilhelm „Ég er ótrúlega þakklát ekki síst í ljósi þess að þetta var brekka hjá okkur,“ segir Halla Tómasdóttir og vísar þar til upphafs kosningabaráttunnar þegar fylgi hennar mæltist í lágmarki. „Nóttin er ung, það er mikið eftir,“ segir Halla sem segist þakklátust fyrir fylgið frá unga fólkinu. Hún segir klútabyltinguna vera hafna og rifjar upp að hún hafi verið hálf slöpp í fyrstu kappræðunum. „Ég var kvefuð þegar fyrstu kappræðurnar voru, var raddlaus og ekki viss um að komast, setti klút um hálsinn, áður en ég vissi af voru allir farnir að ganga um með klút, strákar. Klútabyltingin er hafin og strákar og stelpur eru að taka þátt í því.“ Tekur niðurstöðunum af æðruleysi Katrín Jakobsdóttir segir niðurstöður í fyrstu tölum ekki svo fjarri því sem bent hafi til í síðustu skoðanakönnunum, þó fylgi Höllu Tómasdóttur komi á óvart. „Sem segir manni að það hefur mikið gerst og miklar sviptingar á síðustu dögum. Fyrst og fremst er ég þakklát fyrir þann meðbyr sem ég hef fundið fyrir í baráttunni. Mér finnst þetta hafa verið einstaklega mikið ævintýri, ég er rosalega sátt við baráttuna.“ Katrín segir ekki þýða að velta því fyrir sér að lágt fylgi hennar sé mögulega vegna þess að margir hafi verið henni reiðir fyrir að yfirgefa forsætisráðuneytið með þessum hætti. „Þeir sem voru ósáttastir við að ég fór voru ósáttastir við að ég var. Þetta er bara ákvörðun sem ég tók, ég sé ekki eftir henni, ég hefði séð miklu meira efitr því að hafa ekki gert þetta, svo að ég er bara sátt.“ Halla Hrund ótrúlega þakklát Halla Hrund Logadóttir bendir á að hún hafi verið í sinni allra fyrstu kosningabaráttu. Hún segist ótrúlega þakklát. „Allt þetta fólk sem hefur komið, ég segi bara ef það er ekki gleði, þátttaka og samvinna í anda baráttunnar sem við lögðum upp með þá veit ég ekki hvað. Þannig ég er bara þakklát og spennt.“ Hún segist telja að fylgi sitt hafi farið á dreifingu vegna fjölda frambjóðenda sem hafi komið fram á sviðið. Hún bendir á að hún sé nýstirnið á sviðinu. Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira
„Nóttin er ung, það er mikið eftir,“ segir Halla sem segist þakklátust fyrir fylgið frá unga fólkinu. Hún segir klútabyltinguna vera hafna og rifjar upp að hún hafi verið hálf slöpp í fyrstu kappræðunum. „Ég var kvefuð þegar fyrstu kappræðurnar voru, var raddlaus og ekki viss um að komast, setti klút um hálsinn, áður en ég vissi af voru allir farnir að ganga um með klút, strákar. Klútabyltingin er hafin og strákar og stelpur eru að taka þátt í því.“ Tekur niðurstöðunum af æðruleysi Katrín Jakobsdóttir segir niðurstöður í fyrstu tölum ekki svo fjarri því sem bent hafi til í síðustu skoðanakönnunum, þó fylgi Höllu Tómasdóttur komi á óvart. „Sem segir manni að það hefur mikið gerst og miklar sviptingar á síðustu dögum. Fyrst og fremst er ég þakklát fyrir þann meðbyr sem ég hef fundið fyrir í baráttunni. Mér finnst þetta hafa verið einstaklega mikið ævintýri, ég er rosalega sátt við baráttuna.“ Katrín segir ekki þýða að velta því fyrir sér að lágt fylgi hennar sé mögulega vegna þess að margir hafi verið henni reiðir fyrir að yfirgefa forsætisráðuneytið með þessum hætti. „Þeir sem voru ósáttastir við að ég fór voru ósáttastir við að ég var. Þetta er bara ákvörðun sem ég tók, ég sé ekki eftir henni, ég hefði séð miklu meira efitr því að hafa ekki gert þetta, svo að ég er bara sátt.“ Halla Hrund ótrúlega þakklát Halla Hrund Logadóttir bendir á að hún hafi verið í sinni allra fyrstu kosningabaráttu. Hún segist ótrúlega þakklát. „Allt þetta fólk sem hefur komið, ég segi bara ef það er ekki gleði, þátttaka og samvinna í anda baráttunnar sem við lögðum upp með þá veit ég ekki hvað. Þannig ég er bara þakklát og spennt.“ Hún segist telja að fylgi sitt hafi farið á dreifingu vegna fjölda frambjóðenda sem hafi komið fram á sviðið. Hún bendir á að hún sé nýstirnið á sviðinu.
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira