Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2024 19:29 Frá Vallaskóla á Selfossi þar sem Þorgerður ætlaði að kjósa. Árborg Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. Þorgerður er búsett á Selfossi og segist hafa í yfir fjörutíu ár lagt leið sína á kjördag í öllum mögulegum kosningum í Vallaskóla við Sólvelli á Selfossi. Engin breyting varð á því í dag en í fyrsta skipti fékk hún ekki að kjósa. Þorgerði rekur ekki minni til þess að hafa í fyrri kosningum þurft að sýna persónuskilríki. Starfsfólk kjördeilda hafi alltaf þekkt hana. Ekki í dag en þegar hún sýndi skilríkin voru svörin ansi hreint óvænt. „Það var búið að kjósa fyrir mig,“ segir Þorgerður Björnsdóttir. Greyin reynt hvað sem þau gátu Innt eftir því hvernig hún brást við segist Þorgerður hafa verið lasin og ekki haft orku í átök. Auk þess hafi fólkið verið miður sín. „Ég held að greyin hafi reynt að gera það sem þau gátu,“ segir Þorgerður. Það liggi í augum uppi að einhver hafi mætt á kjörstað á undan Þorgerði í dag, sýnt skilríki og hakað hafi verið í box til staðfestingar að viðkomandi hafi mætt. En líklega hafi verið farið línuvillt og merkt við boxið merkt Þorgerði. Pottur brotinn Hún vakti athygli á mistökunum í Facebook-hópi Árborgar þar sem fólk er undrandi. Skilur ekki hvernig þetta hafi gerst. Sjálf segir Þorgerður að sonur hennar og tengdadóttir hafi kosið fyrr í dag og ekki verið beðin um skilríki. Pottur sé brotinn á kjörstað. Sjálf segist hún ekki hafa verið búin að ákveða hvern hún myndi kjósa. Hún hafi í það minnsta ekki ætlað að kjósa Katrínu Jakobsdóttur. Ástæðan sé sú að Katrín hafi ekki orðið við óskum Útvarps Sögu og Samstöðvarinnar um viðtöl, þar sem Katrín yrði spurð krefjandi spurninga. „Ég vona að sá sem kaus fyrir mig hafi kosið eitthvað sem ég verð sátt við.“ Ekki náðist í Þóri Haraldsson, formann yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, við vinnslu fréttarinnar. Þorgerður segist hafa haft samband við hann vegna uppákomunnar í dag og greint honum frá uppákomunni. Forsetakosningar 2024 Árborg Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Þorgerður er búsett á Selfossi og segist hafa í yfir fjörutíu ár lagt leið sína á kjördag í öllum mögulegum kosningum í Vallaskóla við Sólvelli á Selfossi. Engin breyting varð á því í dag en í fyrsta skipti fékk hún ekki að kjósa. Þorgerði rekur ekki minni til þess að hafa í fyrri kosningum þurft að sýna persónuskilríki. Starfsfólk kjördeilda hafi alltaf þekkt hana. Ekki í dag en þegar hún sýndi skilríkin voru svörin ansi hreint óvænt. „Það var búið að kjósa fyrir mig,“ segir Þorgerður Björnsdóttir. Greyin reynt hvað sem þau gátu Innt eftir því hvernig hún brást við segist Þorgerður hafa verið lasin og ekki haft orku í átök. Auk þess hafi fólkið verið miður sín. „Ég held að greyin hafi reynt að gera það sem þau gátu,“ segir Þorgerður. Það liggi í augum uppi að einhver hafi mætt á kjörstað á undan Þorgerði í dag, sýnt skilríki og hakað hafi verið í box til staðfestingar að viðkomandi hafi mætt. En líklega hafi verið farið línuvillt og merkt við boxið merkt Þorgerði. Pottur brotinn Hún vakti athygli á mistökunum í Facebook-hópi Árborgar þar sem fólk er undrandi. Skilur ekki hvernig þetta hafi gerst. Sjálf segir Þorgerður að sonur hennar og tengdadóttir hafi kosið fyrr í dag og ekki verið beðin um skilríki. Pottur sé brotinn á kjörstað. Sjálf segist hún ekki hafa verið búin að ákveða hvern hún myndi kjósa. Hún hafi í það minnsta ekki ætlað að kjósa Katrínu Jakobsdóttur. Ástæðan sé sú að Katrín hafi ekki orðið við óskum Útvarps Sögu og Samstöðvarinnar um viðtöl, þar sem Katrín yrði spurð krefjandi spurninga. „Ég vona að sá sem kaus fyrir mig hafi kosið eitthvað sem ég verð sátt við.“ Ekki náðist í Þóri Haraldsson, formann yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, við vinnslu fréttarinnar. Þorgerður segist hafa haft samband við hann vegna uppákomunnar í dag og greint honum frá uppákomunni.
Forsetakosningar 2024 Árborg Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira