Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2024 19:29 Frá Vallaskóla á Selfossi þar sem Þorgerður ætlaði að kjósa. Árborg Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. Þorgerður er búsett á Selfossi og segist hafa í yfir fjörutíu ár lagt leið sína á kjördag í öllum mögulegum kosningum í Vallaskóla við Sólvelli á Selfossi. Engin breyting varð á því í dag en í fyrsta skipti fékk hún ekki að kjósa. Þorgerði rekur ekki minni til þess að hafa í fyrri kosningum þurft að sýna persónuskilríki. Starfsfólk kjördeilda hafi alltaf þekkt hana. Ekki í dag en þegar hún sýndi skilríkin voru svörin ansi hreint óvænt. „Það var búið að kjósa fyrir mig,“ segir Þorgerður Björnsdóttir. Greyin reynt hvað sem þau gátu Innt eftir því hvernig hún brást við segist Þorgerður hafa verið lasin og ekki haft orku í átök. Auk þess hafi fólkið verið miður sín. „Ég held að greyin hafi reynt að gera það sem þau gátu,“ segir Þorgerður. Það liggi í augum uppi að einhver hafi mætt á kjörstað á undan Þorgerði í dag, sýnt skilríki og hakað hafi verið í box til staðfestingar að viðkomandi hafi mætt. En líklega hafi verið farið línuvillt og merkt við boxið merkt Þorgerði. Pottur brotinn Hún vakti athygli á mistökunum í Facebook-hópi Árborgar þar sem fólk er undrandi. Skilur ekki hvernig þetta hafi gerst. Sjálf segir Þorgerður að sonur hennar og tengdadóttir hafi kosið fyrr í dag og ekki verið beðin um skilríki. Pottur sé brotinn á kjörstað. Sjálf segist hún ekki hafa verið búin að ákveða hvern hún myndi kjósa. Hún hafi í það minnsta ekki ætlað að kjósa Katrínu Jakobsdóttur. Ástæðan sé sú að Katrín hafi ekki orðið við óskum Útvarps Sögu og Samstöðvarinnar um viðtöl, þar sem Katrín yrði spurð krefjandi spurninga. „Ég vona að sá sem kaus fyrir mig hafi kosið eitthvað sem ég verð sátt við.“ Ekki náðist í Þóri Haraldsson, formann yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, við vinnslu fréttarinnar. Þorgerður segist hafa haft samband við hann vegna uppákomunnar í dag og greint honum frá uppákomunni. Forsetakosningar 2024 Árborg Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Þorgerður er búsett á Selfossi og segist hafa í yfir fjörutíu ár lagt leið sína á kjördag í öllum mögulegum kosningum í Vallaskóla við Sólvelli á Selfossi. Engin breyting varð á því í dag en í fyrsta skipti fékk hún ekki að kjósa. Þorgerði rekur ekki minni til þess að hafa í fyrri kosningum þurft að sýna persónuskilríki. Starfsfólk kjördeilda hafi alltaf þekkt hana. Ekki í dag en þegar hún sýndi skilríkin voru svörin ansi hreint óvænt. „Það var búið að kjósa fyrir mig,“ segir Þorgerður Björnsdóttir. Greyin reynt hvað sem þau gátu Innt eftir því hvernig hún brást við segist Þorgerður hafa verið lasin og ekki haft orku í átök. Auk þess hafi fólkið verið miður sín. „Ég held að greyin hafi reynt að gera það sem þau gátu,“ segir Þorgerður. Það liggi í augum uppi að einhver hafi mætt á kjörstað á undan Þorgerði í dag, sýnt skilríki og hakað hafi verið í box til staðfestingar að viðkomandi hafi mætt. En líklega hafi verið farið línuvillt og merkt við boxið merkt Þorgerði. Pottur brotinn Hún vakti athygli á mistökunum í Facebook-hópi Árborgar þar sem fólk er undrandi. Skilur ekki hvernig þetta hafi gerst. Sjálf segir Þorgerður að sonur hennar og tengdadóttir hafi kosið fyrr í dag og ekki verið beðin um skilríki. Pottur sé brotinn á kjörstað. Sjálf segist hún ekki hafa verið búin að ákveða hvern hún myndi kjósa. Hún hafi í það minnsta ekki ætlað að kjósa Katrínu Jakobsdóttur. Ástæðan sé sú að Katrín hafi ekki orðið við óskum Útvarps Sögu og Samstöðvarinnar um viðtöl, þar sem Katrín yrði spurð krefjandi spurninga. „Ég vona að sá sem kaus fyrir mig hafi kosið eitthvað sem ég verð sátt við.“ Ekki náðist í Þóri Haraldsson, formann yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, við vinnslu fréttarinnar. Þorgerður segist hafa haft samband við hann vegna uppákomunnar í dag og greint honum frá uppákomunni.
Forsetakosningar 2024 Árborg Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira