Tívolíbomba hefði getað skapað stórhættu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2024 07:01 Þessi bíll fór illa í sprengingunni. Vísir/Vilhelm Lögregla hefur til rannsóknar íkveikju í iðnaðarbili við Dofrahellu í Hafnarfirði aðfaranótt þriðjudags. Tívolíbombu var kastað inn um glugga á iðnaðarbilinu þar sem gin er bruggað í miklu magni. Mildi þykir að ekki fór verr. Það var á þriðja tímanum aðfaranótt þriðjudags sem maður, sem var að störfum í Helluhverfinu í Hafnarfirði, hringdi í Neyðarlínuna eftir að gríðarlega sprenging heyrðist í hverfinu. Sprengingin barst frá iðnaðarhúsnæði við Dofrahellu þar sem töluverður eldur kviknaði við innkeysluhurðina. Frá vettvangi í Dofrahellu. Búið er að setja spónaplötur fyrir gluggana á iðnaðarbilinu.Vísir/vilhelm Slökkviliðið var boðað á vettvang og var það til happs að menn sem voru staddir í húsnæðinu náðu að hemja eldinn með handslökkvitækjum. Því var eldur orðinn lítill þegar fyrsti slökkviliðsbíllinn mætti á vettvang. Grímur Thor Bollason, rannsóknarlögreglumaður í Hafnarfirði, segir ljóst að um íkveikju sé að ræða. Það sýni upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Á öryggismyndavél sést einn einstaklingur kasta tívolíbombu í gegnum rúðu á iðnaðarbilinu.Vísir/vilhelm „Það er einhver sem sprengir líklegast tívolíbombu,“ segir Grímur. Skemmdir hafi þannig séð ekki orðið miklar en þær sjást ágætlega af myndunum sem fylgja fréttinni. Grímur segir að af öryggismyndavélum megi sjá einstakling reyna að kasta tívolíbombunni inn um glugga á iðnaðarbilinu. Hún hafi farið í gegn um gluggann en mætt fyrirstöðu þar fyrir innan og skotist aftur út. Spónaplötur komnar fyrir gluggana þar sem rúður sprungu.Vísir/Vilhelm Gin er framleitt í iðnaðarbilinu en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða svokallað Freyju gin sem er til sölu í Nýju Vínbúðinni. Grímur segir að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef eldurinn hefði orðið meiri og náð inn í rýmið. Þar hafi verið mikið magn af etanóli. Ljóst er að eldurinn hefði því magnast upp og orðið illviðráðanlegur. Nokkrar skemmdir eru á iðnaðarbilinu.Vísir/vilhelm Grímur segir engan liggja undir grun. Upptökur úr öryggismyndavélum sýni holningu einstaklings en ekki sé hægt að bera kennsl á hann. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom viðkomandi hlaupandi nokkuð langa leið með sprengjuna áður en hann kastaði henni. Þá herma heimildir fréttastofu að viðkomandi hafi sjálfur verið í nokkurri hættu enda endurkastaðist tívolíbomban út úr rýminu. Grímur beinir til fólks sem hefur upplýsingar um hver hafi verið þarna á ferð eða hafi orðið vitni að atburðinum að gefa sig fram við lögreglu. Fréttastofa hefur ekki náð tali af forsvarsfólki Freyju gins. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Slökkvilið kallað út vegna sprenginga í Hafnarfirði Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á þriðja tímanum í nótt eftir að einhverskonar sprenging eða sprengingar urðu í iðnaðarhúsnæði í Helluhverfi í Hafnarfirði. 28. maí 2024 07:58 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Það var á þriðja tímanum aðfaranótt þriðjudags sem maður, sem var að störfum í Helluhverfinu í Hafnarfirði, hringdi í Neyðarlínuna eftir að gríðarlega sprenging heyrðist í hverfinu. Sprengingin barst frá iðnaðarhúsnæði við Dofrahellu þar sem töluverður eldur kviknaði við innkeysluhurðina. Frá vettvangi í Dofrahellu. Búið er að setja spónaplötur fyrir gluggana á iðnaðarbilinu.Vísir/vilhelm Slökkviliðið var boðað á vettvang og var það til happs að menn sem voru staddir í húsnæðinu náðu að hemja eldinn með handslökkvitækjum. Því var eldur orðinn lítill þegar fyrsti slökkviliðsbíllinn mætti á vettvang. Grímur Thor Bollason, rannsóknarlögreglumaður í Hafnarfirði, segir ljóst að um íkveikju sé að ræða. Það sýni upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Á öryggismyndavél sést einn einstaklingur kasta tívolíbombu í gegnum rúðu á iðnaðarbilinu.Vísir/vilhelm „Það er einhver sem sprengir líklegast tívolíbombu,“ segir Grímur. Skemmdir hafi þannig séð ekki orðið miklar en þær sjást ágætlega af myndunum sem fylgja fréttinni. Grímur segir að af öryggismyndavélum megi sjá einstakling reyna að kasta tívolíbombunni inn um glugga á iðnaðarbilinu. Hún hafi farið í gegn um gluggann en mætt fyrirstöðu þar fyrir innan og skotist aftur út. Spónaplötur komnar fyrir gluggana þar sem rúður sprungu.Vísir/Vilhelm Gin er framleitt í iðnaðarbilinu en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða svokallað Freyju gin sem er til sölu í Nýju Vínbúðinni. Grímur segir að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef eldurinn hefði orðið meiri og náð inn í rýmið. Þar hafi verið mikið magn af etanóli. Ljóst er að eldurinn hefði því magnast upp og orðið illviðráðanlegur. Nokkrar skemmdir eru á iðnaðarbilinu.Vísir/vilhelm Grímur segir engan liggja undir grun. Upptökur úr öryggismyndavélum sýni holningu einstaklings en ekki sé hægt að bera kennsl á hann. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom viðkomandi hlaupandi nokkuð langa leið með sprengjuna áður en hann kastaði henni. Þá herma heimildir fréttastofu að viðkomandi hafi sjálfur verið í nokkurri hættu enda endurkastaðist tívolíbomban út úr rýminu. Grímur beinir til fólks sem hefur upplýsingar um hver hafi verið þarna á ferð eða hafi orðið vitni að atburðinum að gefa sig fram við lögreglu. Fréttastofa hefur ekki náð tali af forsvarsfólki Freyju gins. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Slökkvilið kallað út vegna sprenginga í Hafnarfirði Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á þriðja tímanum í nótt eftir að einhverskonar sprenging eða sprengingar urðu í iðnaðarhúsnæði í Helluhverfi í Hafnarfirði. 28. maí 2024 07:58 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Slökkvilið kallað út vegna sprenginga í Hafnarfirði Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á þriðja tímanum í nótt eftir að einhverskonar sprenging eða sprengingar urðu í iðnaðarhúsnæði í Helluhverfi í Hafnarfirði. 28. maí 2024 07:58