Í þessum fyrri hluta starfsviðtalsins voru umsækjendur beðnir um að svara spurningum sem iðulega eru bornar upp í atvinnuviðtali en hvert og eitt svar mátti ekki vera lengra en tuttugu sekúndur.
„Minn helsti veikleiki væri hugsanlega... ég held ég sé ekki með neinn veikleika, eða ég man ekki eftir honum. Er ekki tíminn búinn?“ sagði einn frambjóðenda.
Hver eru stærstu mistök sem umsækjendur hafa gert í starfi og hvað lærðu þeir af þeim og hvernig gekk þeim að leysa úr ágreiningi í starfi?
„Eitt erfiðasta samtal sem ég hef nokkurn tímann þurft að taka var við starfsmann sem var vond lykt af,“ sagði annar.
Innslagið sem birtist í kappræðum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan: