Innlent

Sóttu mann sem slasaðist í mótorhjólaslysi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Dylhólavegi til að sækja þann slasaða.
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Dylhólavegi til að sækja þann slasaða. Landhelgisgæslan

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan einstakling sem lenti í mótorhjólaslysi rétt hjá Kirkjubæjarklaustri og flutti til Reykjavíkur.

Þetta staðfestir Ásgeri Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu. Hann veit ekki um ástand þess slasaða.

Hann segir að lögreglan hafi óskað eftir því að þyrlan yrði kölluð út. Hún flaug til móts við sjúkrabíl og mætti honum á Dyrhólavegi við Þjóðvegi eitt.

Þyrlan lenti síðan á Reykjavíkurflugvelli og hinn slasaði var fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×