Innlent

And­lát í Bolungar­vík og for­seta­efni í slorinu

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá. vísir

Sambýlisfólk á sjötugsaldri sem fannst látið í heimahúsi í Bolungarvík hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögregla fékk ábendingu um málið. Lögreglustjórinn segir krufningu geta leitt í ljós hvort eitthvað saknæmt átti sér stað, og hvenær fólkið lést.

Fyrstu tölur frá Reykjavík eftir forsetakosningarnar á laugardag verða ekki birtar fyrr en um miðnætti. Skrifstofustjóri borgarstjórnar reiknar með að þá verði búið að telja um sextíu prósent atkvæða sem ætti að gefa nokkuð góða mynd að úrslitunum í borginni.

Ekkert lát virðist vera á árásum Ísraela á Gasa en yfir tuttugu eru sögð látin eftir árás á tjaldbúðir í Rafah í dag. Við spjöllum við lektor við lagadeild Háskóla Íslands í beinni útsendingu í myndveri.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá kappræðum svokallaðrar Meistaradeildar, sjáum ný undirgöng undir Arnarneshæðina og komumst að því hvaða forsetaframbjóðandi er bestur í að flaka fisk.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×