Innlent

Háspennubilun í Breið­holti

Jón Þór Stefánsson skrifar
Loftmynd af Breiðholti. Myndin er úr safni.
Loftmynd af Breiðholti. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Háspennubilun er í Breiholti í Reykjavík þessa stundina. Hún veldur rafmagnsleysi og þá er heitavatnslaust í hverfinu.

„Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Húseigendum er bent á að huga að innanhússkerfum,“ segir í tilkynningu á vef Veitna.

Þar er jafnframt beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin kunni að valda.

Fram kemur að nánari upplýsingar verði gefnar upp þegar þær upplýsingar berast.

Inni á Facebook-hópi Breiðholtsbúa er mikið fjallað um bilunina, en íbúar þessa stærsta hverfis Reykjavíkur virðast finna mikið fyrir henni.

Uppfært.

Á vef Veitna má sjá kort sem sýnir svæðið þar sem heitavatnsleysið er.

Veitur


Fleiri fréttir

Sjá meira


×