Innlent

Börnin eru fundin

Árni Sæberg skrifar
Barnanna er leitað á Reyðarfirði.
Barnanna er leitað á Reyðarfirði. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir á Austurlandi voru ræstar út í leit að tveimur grunnskólabörnum á Reyðarfirði upp úr klukkan 14 í dag. Börnin fundust uppi í fjalli ofan við Reyðarfjörð um klukkan 15:30.

Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. Hann segir að allar björgunarsveitir frá Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Neskaupstað og Eskifirði hafi verið kallaðar út. 

Þórhallur Árnason, aðalvarðstjóri á Eskifirði, segir í samtali við Vísi að börnin hafi fundist laust fyrir klukkan 15:30 og séu komin í hendur foreldra sinna. Þau hafi verið á göngu ásamt fleiri börnum úr grunnskólanum á Reyðarfirði og orðið viðskila við hópinn.

Fréttin hefur verið uppfærð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×