Lending í Nauthólsvík lengi ferðina um korter til tuttugu mínútur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2024 14:01 Hópur lækna sem starfar meðal annars á þyrlum Landhelgisgæslunnar vill að þyrlupallur verði ofan á nýja Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Hópur lækna á þyrlum Landhelgisgæslunnar hefur áhyggjur af því að enginn þyrlupallur verði á hinu nýja Þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut. Það sé allt of langt og áhættusamt að ferðast með þá allra veikustu og mest slösuðu frá þyrlupalli í Nauthólsvík. Hver einasta mínúta skipti máli. Fyrir helgi sendi hópurinn frá sér yfirlýsingu á Vísi þar sem læknarnir sögðust ekki geta orða bundist vegna framtíðarskipulags sjúkraflutninga með þyrlu. Þeir tóku mið af samkomulagi sem gert var nýverið á milli Reykjavíkurborgar og Landspítala um byggingu þyrlupalls við Nauthólsvík vegna sjúkraflugs að nýja þjóðarsjúkrahúsinu við Hringbraut. Viðar Magnússon, einn læknanna, segir að upphaflega hafi staðið til að þyrlupallur yrði á sjúkrahúsinu sjálfu. „Síðan virðist eitthvað hafa komið upp í þessu ferli, mögulega út frá því að Landhelgisgæslan breytti um og er núna á stærri þyrlum heldur en áður. Áður voru þyrlurnar 8,6 tonn og eru núna 11 tonna þyrlur og það krefst jú stærri þyrlupalls og betri nálgunar við pallinn, hann þarf að vera stór og sterkur og þarf að þola þessar stóru þyrlur sem eru með mikið niðurstreymi og þá þarf líka að verja gesti og gangandi niðri á jörðu og svoleiðis,“ útskýrir Viðar. Viðar segist eindregið hafa hvatt framkvæmdastjóra nýs Landspítala, ráðherra og forstjóra Landspítala til að hafa þyrlupall á þjóðarsjúkrahúsinu en hann óttast að nú sé mikil óvissa um málið. Hver einasta mínúta skipti máli þegar verið sé að flytja þá alla veikustu og mest slösuðu. Hann telur að með því að lenda í Nauthólsvík muni það lengja ferðina um fimmtán til tuttugu mínútur þrátt fyrir að verkfræðingar hafi áætlað lenginguna níutíu sekúndur. „En við sem störfum við þetta, læknarnir sem starfa á þyrlunni og erum ýmist að lenda með sjúklinga beint við hliðina á bráðamóttökunni í Fossvogi eða á flugvelli og flytja þá þaðan ýmist upp á Fossvog eða upp á Landspítalann við Hringbraut, við vitum það að þegar við erum með okkar veikustu sjúklinga sem hafa sem mestan búnað hangandi við sig; öndunarvélar, stuðtæki, mónitorar og alls konar dælur, þetta eru bara svo flóknir flutningar, þeir taka lengri tíma, það tekur lengri tíma að taka þá út úr þyrlunni og færa þá yfir á sjúkrabíl og úr sjúkrabílnum yfir á spítalann,“ segir Viðar. Landhelgisgæslan Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Það þarf þyrlupall við þjóðarsjúkrahúsið Nýverið bárust af því fréttir að Reykjavíkurborg og Landspítali hafi gert með sér samkomulag um vilja til byggingar þyrlupalls við Nauthólsvík. Tilgangurinn mun vera að stytta flutningstíma þeirra sjúklinga sem þyrftu að koma með þyrlu til Landspítalans í Reykjavík þegar öll starfsemi spítalans væri sameinuð í nýjum byggingum við Hringbraut. 24. maí 2024 09:00 Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. 17. september 2021 13:12 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Fyrir helgi sendi hópurinn frá sér yfirlýsingu á Vísi þar sem læknarnir sögðust ekki geta orða bundist vegna framtíðarskipulags sjúkraflutninga með þyrlu. Þeir tóku mið af samkomulagi sem gert var nýverið á milli Reykjavíkurborgar og Landspítala um byggingu þyrlupalls við Nauthólsvík vegna sjúkraflugs að nýja þjóðarsjúkrahúsinu við Hringbraut. Viðar Magnússon, einn læknanna, segir að upphaflega hafi staðið til að þyrlupallur yrði á sjúkrahúsinu sjálfu. „Síðan virðist eitthvað hafa komið upp í þessu ferli, mögulega út frá því að Landhelgisgæslan breytti um og er núna á stærri þyrlum heldur en áður. Áður voru þyrlurnar 8,6 tonn og eru núna 11 tonna þyrlur og það krefst jú stærri þyrlupalls og betri nálgunar við pallinn, hann þarf að vera stór og sterkur og þarf að þola þessar stóru þyrlur sem eru með mikið niðurstreymi og þá þarf líka að verja gesti og gangandi niðri á jörðu og svoleiðis,“ útskýrir Viðar. Viðar segist eindregið hafa hvatt framkvæmdastjóra nýs Landspítala, ráðherra og forstjóra Landspítala til að hafa þyrlupall á þjóðarsjúkrahúsinu en hann óttast að nú sé mikil óvissa um málið. Hver einasta mínúta skipti máli þegar verið sé að flytja þá alla veikustu og mest slösuðu. Hann telur að með því að lenda í Nauthólsvík muni það lengja ferðina um fimmtán til tuttugu mínútur þrátt fyrir að verkfræðingar hafi áætlað lenginguna níutíu sekúndur. „En við sem störfum við þetta, læknarnir sem starfa á þyrlunni og erum ýmist að lenda með sjúklinga beint við hliðina á bráðamóttökunni í Fossvogi eða á flugvelli og flytja þá þaðan ýmist upp á Fossvog eða upp á Landspítalann við Hringbraut, við vitum það að þegar við erum með okkar veikustu sjúklinga sem hafa sem mestan búnað hangandi við sig; öndunarvélar, stuðtæki, mónitorar og alls konar dælur, þetta eru bara svo flóknir flutningar, þeir taka lengri tíma, það tekur lengri tíma að taka þá út úr þyrlunni og færa þá yfir á sjúkrabíl og úr sjúkrabílnum yfir á spítalann,“ segir Viðar.
Landhelgisgæslan Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Það þarf þyrlupall við þjóðarsjúkrahúsið Nýverið bárust af því fréttir að Reykjavíkurborg og Landspítali hafi gert með sér samkomulag um vilja til byggingar þyrlupalls við Nauthólsvík. Tilgangurinn mun vera að stytta flutningstíma þeirra sjúklinga sem þyrftu að koma með þyrlu til Landspítalans í Reykjavík þegar öll starfsemi spítalans væri sameinuð í nýjum byggingum við Hringbraut. 24. maí 2024 09:00 Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. 17. september 2021 13:12 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Það þarf þyrlupall við þjóðarsjúkrahúsið Nýverið bárust af því fréttir að Reykjavíkurborg og Landspítali hafi gert með sér samkomulag um vilja til byggingar þyrlupalls við Nauthólsvík. Tilgangurinn mun vera að stytta flutningstíma þeirra sjúklinga sem þyrftu að koma með þyrlu til Landspítalans í Reykjavík þegar öll starfsemi spítalans væri sameinuð í nýjum byggingum við Hringbraut. 24. maí 2024 09:00
Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. 17. september 2021 13:12