Ástþór eyðir langmestu Árni Sæberg skrifar 27. maí 2024 12:14 Ástþór sýnir Ásdísi Rán bókina góðu. Vísir/Vilhelm Ástþór Magnússon hefur eytt langmestu allra forsetaframbjóðenda í auglýsingar á samfélagsmiðlum síðustur níutíu daga, 7,8 milljónum króna. Næst á eftir honum er Halla Hrund Logadóttir með aðeins 520 þúsund krónur. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, er með flesta fylgjendur á Instagram, ríflega 36 þúsund, en Katrín Jakobsdóttir fylgir henni fast á hæla með ríflega 34 þúsund. Jón Gnarr er með flesta fylgjendur á Facebook. Þetta kemur fram í sérstöku kosningamælaborði auglýsingastofunnar Sahara, þar sem sjá má upplýsingar um veru frambjóðenda á samfélagsmiðlum. Meðal þess sem sjá má á síðunni er fylgjendafjöldi á samfélagsmiðlum og hversu miklu frambjóðendur hafa varið í auglýsingar á Meta, móðurfélags Facebook og Instagram, og Google. Ástþór heldur áfram að eyða Líkt og áður trónir Ástþór Magnússon á toppnum hvað útgjöld á miðlunum varðar. Hann hefur eytt margfalt meira en aðrir frambjóðendur. Ásdís Rán hefur eytt svo gott sem engu á samfélagsmiðlunum, aðeins 130 krónum. Ásdís með flesta á Instagram, Jón á Facebook og Baldur á TikTok Sem áður segir er Ásdís Rán með flesta fylgjendur á Instagram, sem ætti ekki að koma á óvart þar sem hún hefur lengi verið vinsæl á miðlinum. Á Facebook er það Jón Gnarr sem er með flesta fylgjendur, samanlagt 111 þúsund fylgjendur. Í samantekt Sahara eru aðeins fylgjendur síðunnar Jón forseti 2024, 18 þúsund talsins, taldir. Hann er þó með aðra opinbera síðu, sem kennd er við Jón Gnarr listamann, sem er með 93 þúsund fylgjendur. Svipað eru uppi á teningnum hjá Ásdísi Rán, sem er með næstflesta fylgjendur á Facebook. Sahara telur hana í öðru sæti á eftir Katrínu Jakobsdóttur, sem er með 31 þúsund fylgjendur, með 24 þúsund fylgjendur. Hún er einnig með síðu kennda við IceQueen, sem er með 51 þúsund fylgjendur. Baldur Þórhallsson er svo með langflesta fylgjendur á TikTok en þó aðeins 1.102. Aftur er það Ásdís Rán sem næstflestir fylgja, 759 manns. Fréttin hefur verið leiðrétt eftir ábendingar úr herbúðum þeirra Jóns og Ásdísar Ránar. Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Sjá meira
Þetta kemur fram í sérstöku kosningamælaborði auglýsingastofunnar Sahara, þar sem sjá má upplýsingar um veru frambjóðenda á samfélagsmiðlum. Meðal þess sem sjá má á síðunni er fylgjendafjöldi á samfélagsmiðlum og hversu miklu frambjóðendur hafa varið í auglýsingar á Meta, móðurfélags Facebook og Instagram, og Google. Ástþór heldur áfram að eyða Líkt og áður trónir Ástþór Magnússon á toppnum hvað útgjöld á miðlunum varðar. Hann hefur eytt margfalt meira en aðrir frambjóðendur. Ásdís Rán hefur eytt svo gott sem engu á samfélagsmiðlunum, aðeins 130 krónum. Ásdís með flesta á Instagram, Jón á Facebook og Baldur á TikTok Sem áður segir er Ásdís Rán með flesta fylgjendur á Instagram, sem ætti ekki að koma á óvart þar sem hún hefur lengi verið vinsæl á miðlinum. Á Facebook er það Jón Gnarr sem er með flesta fylgjendur, samanlagt 111 þúsund fylgjendur. Í samantekt Sahara eru aðeins fylgjendur síðunnar Jón forseti 2024, 18 þúsund talsins, taldir. Hann er þó með aðra opinbera síðu, sem kennd er við Jón Gnarr listamann, sem er með 93 þúsund fylgjendur. Svipað eru uppi á teningnum hjá Ásdísi Rán, sem er með næstflesta fylgjendur á Facebook. Sahara telur hana í öðru sæti á eftir Katrínu Jakobsdóttur, sem er með 31 þúsund fylgjendur, með 24 þúsund fylgjendur. Hún er einnig með síðu kennda við IceQueen, sem er með 51 þúsund fylgjendur. Baldur Þórhallsson er svo með langflesta fylgjendur á TikTok en þó aðeins 1.102. Aftur er það Ásdís Rán sem næstflestir fylgja, 759 manns. Fréttin hefur verið leiðrétt eftir ábendingar úr herbúðum þeirra Jóns og Ásdísar Ránar.
Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Sjá meira