Innlent

Þakka að ekki fór verr í rútuslysi og hafnfirsk börn þora varla út

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Hjón sem lentu í rútuslysi, ásamt 25 öðrum í gær segja ótrúlegt að ekki hafi farið verr. Þrír úr hópnum köstuðust út úr rútunni þegar hún valt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Þá verður rætt við formann foreldrafélags Víðistaðaskóla í Hafnarfirði, þar sem maður hefur veist að börnum í bænum. Foreldrarölt hefur verið stóreflt vegna málsins. Formaðurinn segir dæmi um að börn þori ekki að fara út í frímínútur.

Herráð Ísraels hefur verið kallað saman til að ræða mögulegar vopnahlésviðræður við Hamas og lausn ísraelskra gísla. Hamas-samtökin skutu eldflaugum á Tel Aviv í dag, í fyrsta sinn síðan í janúar.

Fjármálaráðherra fagnar því að sala á íslensku neftóbaki hafi dregist saman. Skoða þurfi hvort leggja eigi gjöld á nikótínpúða, sem eru orðnir gríðarvinsælir.

Í kvöldfréttunum fáum við að skoða tvo plötuspilara, sem rafeindavirki gerði nýlega upp og gaf Byggðasafninu í Skógum. Annar er níræður og hinn rúmlega hundrað.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×