Innlent

Sex hand­teknir í á­taki gegn ó­lög­legri at­vinnu­starf­semi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Átta gistu í fangaklefa í nótt. Tveir fyrir ofbeldi í heimahúsi.
Átta gistu í fangaklefa í nótt. Tveir fyrir ofbeldi í heimahúsi. Vísir/Vilhelm

Sex aðilar voru handteknir í átaki lögreglunnar gegn ólöglegri atvinnustarfsemi í gær. Allir voru þau lausir að lokinni skýrslutöku. Einn var handtekinn eftir að hafa brotist inn á veitingastað og tveir fyrir ofbeldi í heimahúsi.

Alls voru átta vistaður í fangaklefum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Fram kemur í dagbók lögreglu að nóttin hafi þrátt fyrir það verið nokkuð róleg og lítið af fólki í bænum. Gul veðurviðvörun hafi líklega haft áhrif á það.

Nokkur útköll bárust til lögreglu sem tengdust veðrinu þar sem þakplötur voru að losna og trampólín komin á flakk.

Þá var tilkynnt um þjófnað í verslunum en málin voru afgreidd á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×