Innlent

Stöðvaði inn­brots­þjóf sem var hálfur inni í bílnum

Kjartan Kjartansson skrifar
Innbrotsþjófur komst ekki undan umráðamanni bíls sem hann braust inn í áður en lögreglu bar að garði. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti.
Innbrotsþjófur komst ekki undan umráðamanni bíls sem hann braust inn í áður en lögreglu bar að garði. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti. Vísir/Vilhelm

Umráðamaður bifreiðar náði að koma í veg fyrir að innbrotsþjófur kæmist burt eftir að hann greip þjófinn glóðvolgan. Þjófurinn var hálfur inni í bílnum þegar komið var að honum.

Tilkynning um innbrotið barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Umráðamaður bílsins kom að manni sem var kominn hálfur inn í bílinn en náði að sporna við því að þjófurinn yfirgæfi vettvang á meðan beðið var eftir lögreglu. Í dagbók lögreglunnar segir að rituð hafi verið skýrsla um málið.

Tveir menn voru síðar handteknir vegna gruns um vopnalagabrot og vörslu fíkniefna. Lögreglumenn fundu bæði vopn og fíkniefni í bifreið eftir að umráðamaður hennar skrifaði undir leitarheimild. Mönnunum var sleppt að loknum skýrslutökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×