Ósátt með skýringar á andláti: „Dæmigert kveisubarn“ voru svörin Sunna Sæmundsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 23. maí 2024 21:02 Aníta Berkeley heldur hér á hringlu dóttur sinnar Winter Ivy sem lést í haust. Hún er ósátt við skýringar heilbrigðiskerfisins á andlátinu og vill að einhver axli ábyrgð. vísir/Einar Móðir sem missti sjö vikna gamla dóttur sína er ósátt við svör heilbrigðiskerfisins um andlátið og vill að einhver axli ábyrgð. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis. Winter Ivý kom í heiminn síðasta haust. Þegar hún var tæplega sjö vikna gömul fór móðir hennar með hana á barnaspítalann og hafði miklar áhyggjur af heilsu dótturinnar þar sem hún var bæði bláleit og átti erfitt með andardrátt. Sagt var frá máli hennar á Vísi í dag og rætt við móðurina Anítu Berkeley í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég bað um að það yrði tekin blóðprufa en því var neitað. Ég bað um þvagprufu og því var í fyrstu neitað en ég náði að ítreka það og fékk í gegn,“ segir Aníta. Eftir þá prufu var móðurinni sagt að Winter væri dæmigert kveisubarn sem Anita efaðist um að væri skýringin. „Hún hafði enga orku. Barnið mitt var gjörsamlega máttlaust. Hún var orðin hás og gat ekki öskrað. Fyrir barn sem öskraði meira og minna frá fæðingu, fram að tæplega sjö vikum. Að hafa allt í einu orkuna í að gráta, maður sá að það var eitthvað. En læknarnir voru síbúnir að endurtaka að það væri ekkert að, ég væri bara móðursjúk, og ég reyndi því bara að leiða áhyggjurnar hjá mér.“ Þær fóru heim en innan við hálfum sólarhring síðar var Winter látin. „Um miðnætti sofnar Winter en vaknar aftur um fjögur. Ég er með hana og að rugga henni í svona klukkutíma áður en hún sofnar aftur. En upp úr klukkan níu vakna ég aftur og þá liggur hún meðvitundarlaus við hliðina á mér,“ segir Aníta. Winter Ivý lést tæplega sjö vikna gömul síðasta haust.vísir/Einar Aníta fékk krufningarskýrslu í hendur sem hún segir sýna heilaskemmdir sem hafi líklega komið til vegna súrefnisskorts, blett á lunga auk þess að staðfest hefði verið að veirusýking hefði fundist í lungum og blóði. Andlátinu var lýst sem vöggudauða sem Anita segist ekki geta fallist á og vill að einhver axli ábyrgð. „Það er ekki réttlátt gagnvart fjölskyldum þeirra sem eru að missa lífið vegna mistaka eða vanrækslu að enginn þurfi að sæta ábyrgðar. Það er mér mikilvægt fyrir hönd dóttur minnar, eldri dóttur minnar og annarra barna sem koma á eftir henni að einhverju sé breytt innan veggja spítalanna. Það er mjög mikilvægt að það sé tekið mark á foreldrum barna sem hafa ekki tök á því að tjá sig að fullu.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stefna íslenska ríkinu vegna andláts tveggja ára dóttur Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. 22. maí 2024 20:08 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Winter Ivý kom í heiminn síðasta haust. Þegar hún var tæplega sjö vikna gömul fór móðir hennar með hana á barnaspítalann og hafði miklar áhyggjur af heilsu dótturinnar þar sem hún var bæði bláleit og átti erfitt með andardrátt. Sagt var frá máli hennar á Vísi í dag og rætt við móðurina Anítu Berkeley í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég bað um að það yrði tekin blóðprufa en því var neitað. Ég bað um þvagprufu og því var í fyrstu neitað en ég náði að ítreka það og fékk í gegn,“ segir Aníta. Eftir þá prufu var móðurinni sagt að Winter væri dæmigert kveisubarn sem Anita efaðist um að væri skýringin. „Hún hafði enga orku. Barnið mitt var gjörsamlega máttlaust. Hún var orðin hás og gat ekki öskrað. Fyrir barn sem öskraði meira og minna frá fæðingu, fram að tæplega sjö vikum. Að hafa allt í einu orkuna í að gráta, maður sá að það var eitthvað. En læknarnir voru síbúnir að endurtaka að það væri ekkert að, ég væri bara móðursjúk, og ég reyndi því bara að leiða áhyggjurnar hjá mér.“ Þær fóru heim en innan við hálfum sólarhring síðar var Winter látin. „Um miðnætti sofnar Winter en vaknar aftur um fjögur. Ég er með hana og að rugga henni í svona klukkutíma áður en hún sofnar aftur. En upp úr klukkan níu vakna ég aftur og þá liggur hún meðvitundarlaus við hliðina á mér,“ segir Aníta. Winter Ivý lést tæplega sjö vikna gömul síðasta haust.vísir/Einar Aníta fékk krufningarskýrslu í hendur sem hún segir sýna heilaskemmdir sem hafi líklega komið til vegna súrefnisskorts, blett á lunga auk þess að staðfest hefði verið að veirusýking hefði fundist í lungum og blóði. Andlátinu var lýst sem vöggudauða sem Anita segist ekki geta fallist á og vill að einhver axli ábyrgð. „Það er ekki réttlátt gagnvart fjölskyldum þeirra sem eru að missa lífið vegna mistaka eða vanrækslu að enginn þurfi að sæta ábyrgðar. Það er mér mikilvægt fyrir hönd dóttur minnar, eldri dóttur minnar og annarra barna sem koma á eftir henni að einhverju sé breytt innan veggja spítalanna. Það er mjög mikilvægt að það sé tekið mark á foreldrum barna sem hafa ekki tök á því að tjá sig að fullu.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stefna íslenska ríkinu vegna andláts tveggja ára dóttur Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. 22. maí 2024 20:08 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Stefna íslenska ríkinu vegna andláts tveggja ára dóttur Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. 22. maí 2024 20:08