Fjóla felldi hreinan meirihluta Jón Þór Stefánsson skrifar 23. maí 2024 11:55 Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokks og Álfheiður Eymarsdóttir oddviti Áfram Árborg Árborg Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg mun taka við embætti bæjarstjóra í sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarfulltrúum Árborgar. Sjálfstæðisflokkurinn var með hreinan meirihluta í Árborg, en Fjóla Kristinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri felldi meirihlutann. Áfram Árborg hefur nú gengið til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og mynda þessi tveir flokkar nýjan meirihluta í sveitarfélaginu. Í upphafi kjörtímabils var gengið frá samkomulagi um að Fjóla, sem var önnur á lista Sjálfstæðisflokksins, myndi gegna embætti bæjarstjóra fyrstu tvö ár kjörtímabilsins og Bragi seinni tvö árin. Fjóla hefur nú tilkynnt þá ákvörðun sína að falla frá þessu samkomulagi og yfirgefa meirihlutann. Áfram Árborg hafi ákveðið að stíga inn og breytist því eins flokks meirihluti í tveggja flokka meirihluta. Fjóla Kristinsdóttir fráfarandi bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tilkynningin er eftirfarandi: Bæjarstjóraskipti í Árborg og nýtt meirihlutasamstarf Á síðustu tveimur árum hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks í góðri samvinnu við starfsfólk Árborgar náð eftirtektarverðum árangri í að bæta rekstur sveitarfélagsins. Tekist hefur verið á við krefjandi skuldastöðu sveitarfélagsins af ábyrgð og festu. Mikil eining hefur ríkt meðal meirihlutans í þeirri vinnu allri og hefur verið gott samstarf við minnihlutann og þá sérstaklega bæjarmálafélagið Áfram Árborg. Meirihluti Sjálfstæðismanna hefur lagt áherslu á að styrkja innviði til að tryggja blómlega byggð í vaxandi sveitarfélagi. Í upphafi kjörtímabils var gengið frá samkomulagi þar sem kveðið var á um að annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins Fjóla Kristinsdóttir myndi gegna embætti bæjarstjóra í Árborg fyrri tvö ár kjörtímabilsins og Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokksins myndi taka við hinn 1. júní 2024 og gegna embættinu út kjörtímabilið. Samkomulagið var kynnt er meirihlutinn tók við árið 2022. Fjóla Kristinsdóttir hefur tilkynnt bæjarfulltrúum og forystumönnum Sjálfstæðisflokksins í Árborg þá ákvörðun sína að falla frá því samkomulagi sem gert var í upphafi kjörtímabilsins og að hún muni yfirgefa meirihlutann. Einhugur er meðal annarra bæjarfulltrúa auk forystumanna Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu að hvika ekki frá því sem samkomulagi sem gert var í upphafi kjörtímabilsins og mun Bragi Bjarnason oddviti taka við embætti bæjarstjóra eins og gert hefur verið ráð fyrir. Til að bregðast við breyttum aðstæðum og til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu í Árborg og velferð íbúa hefur Áfram Árborg gengið til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og mynda þessi tveir flokkar nú traustan meirihluta í sveitarfélaginu. Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokks og Áfram Árborgar horfa sameiginlega af ábyrgð og bjartsýni á þau krefjandi verkefni sem framundan eru og tryggja munu að Árborg eflist enn frekar sem öflugt og einstakt sveitarfélag fyrir bæði fyrirtæki og íbúa. Nýr meirihluti í Árborg.Árborg. Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn var með hreinan meirihluta í Árborg, en Fjóla Kristinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri felldi meirihlutann. Áfram Árborg hefur nú gengið til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og mynda þessi tveir flokkar nýjan meirihluta í sveitarfélaginu. Í upphafi kjörtímabils var gengið frá samkomulagi um að Fjóla, sem var önnur á lista Sjálfstæðisflokksins, myndi gegna embætti bæjarstjóra fyrstu tvö ár kjörtímabilsins og Bragi seinni tvö árin. Fjóla hefur nú tilkynnt þá ákvörðun sína að falla frá þessu samkomulagi og yfirgefa meirihlutann. Áfram Árborg hafi ákveðið að stíga inn og breytist því eins flokks meirihluti í tveggja flokka meirihluta. Fjóla Kristinsdóttir fráfarandi bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tilkynningin er eftirfarandi: Bæjarstjóraskipti í Árborg og nýtt meirihlutasamstarf Á síðustu tveimur árum hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks í góðri samvinnu við starfsfólk Árborgar náð eftirtektarverðum árangri í að bæta rekstur sveitarfélagsins. Tekist hefur verið á við krefjandi skuldastöðu sveitarfélagsins af ábyrgð og festu. Mikil eining hefur ríkt meðal meirihlutans í þeirri vinnu allri og hefur verið gott samstarf við minnihlutann og þá sérstaklega bæjarmálafélagið Áfram Árborg. Meirihluti Sjálfstæðismanna hefur lagt áherslu á að styrkja innviði til að tryggja blómlega byggð í vaxandi sveitarfélagi. Í upphafi kjörtímabils var gengið frá samkomulagi þar sem kveðið var á um að annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins Fjóla Kristinsdóttir myndi gegna embætti bæjarstjóra í Árborg fyrri tvö ár kjörtímabilsins og Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokksins myndi taka við hinn 1. júní 2024 og gegna embættinu út kjörtímabilið. Samkomulagið var kynnt er meirihlutinn tók við árið 2022. Fjóla Kristinsdóttir hefur tilkynnt bæjarfulltrúum og forystumönnum Sjálfstæðisflokksins í Árborg þá ákvörðun sína að falla frá því samkomulagi sem gert var í upphafi kjörtímabilsins og að hún muni yfirgefa meirihlutann. Einhugur er meðal annarra bæjarfulltrúa auk forystumanna Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu að hvika ekki frá því sem samkomulagi sem gert var í upphafi kjörtímabilsins og mun Bragi Bjarnason oddviti taka við embætti bæjarstjóra eins og gert hefur verið ráð fyrir. Til að bregðast við breyttum aðstæðum og til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu í Árborg og velferð íbúa hefur Áfram Árborg gengið til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og mynda þessi tveir flokkar nú traustan meirihluta í sveitarfélaginu. Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokks og Áfram Árborgar horfa sameiginlega af ábyrgð og bjartsýni á þau krefjandi verkefni sem framundan eru og tryggja munu að Árborg eflist enn frekar sem öflugt og einstakt sveitarfélag fyrir bæði fyrirtæki og íbúa. Nýr meirihluti í Árborg.Árborg.
Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Sjá meira