Innlent

Katrín leiðir í nýrri könnun Prósents

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Fylgi Höllu Hrundar í vikulegum könnunum Prósents hefur dvínað ansi hratt síðustu vikur.
Fylgi Höllu Hrundar í vikulegum könnunum Prósents hefur dvínað ansi hratt síðustu vikur. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, leiðir í nýjustu könnun Prósent með 22,1 prósenta fylgi. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mælist með tæp tuttugu prósent sem er talsvert tap frá síðustu könnun Prósents. Baldur Þórhallsson mælist með 18,2 prósenta fylgi.

Frá þessu greinir Morgunblaðið.

Halla Tómasdóttir er með 16,2 prósent. Hún hefur verulega bætt við sig í könnunum síðustu vikna og fer nú fram úr Jóni Gnarr sem mælist með 13,4 prósent. Á eftir þeim fylgir Arnar Þór Jónsson lögmaður með sex prósent en aðrir frambjóðendur mælast með um eða undir einu prósenti. 

Er þetta í fyrsta sinn sem Katrín Jakobsdóttir er efst í vikulegum fylgismælingum Prósents fyrir Morgunblaðið. Bilið milli fjögurra efstu frambjóðendanna er aðeins um sex prósentustig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×