Sendiherra, sveitarstjóri og bæjarstjóri skipuð í nefnd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2024 16:19 Árni Þór Sigurðsson sendiherra fyrir utan sendiráð Íslands í Moskvu. Árni Þór Sigurðsson fyrrverandi sendiherra, Guðný Sverrisdóttir fyrrverandi sveitarstjóri og Gunnar Einarsson fyrrverandi bæjarstjóri munu taka sæti í sérstakri framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ. Árni Þór verður formaður nefndarinnar. Lög um framkvæmdanefndina voru samþykkt á Alþingi fyrr í vikunni en hún tekur formlega til starfa 1. júní nk. Undirbúningur er þó hafinn og mun nefndin m.a. hitta bæjarstjórn Grindavíkurbæjar í næstu viku. Nefndin mun einnig eiga undirbúningsfundi með stofnunum á vegum ríkisins sem hafa unnið að viðbragði vegna jarðhræringa við Grindavík. „Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ er mikilvægt skref til þess að skerpa á ábyrgð og hlutverki stjórnvalda um málefni Grindavíkur. Þetta skref er til góðs fyrir Grindvíkinga. En ekki síður fyrir samfélagið allt, sem stendur með Grindvíkingum á þessum erfiðu tímum,“ segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. Reynsluboltar á ferð Árni Þór Sigurðsson sat á Alþingi um árabil en var áður borgarfulltrúi í Reykjavík um þrettán ára skeið og sat um tíma í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Árni Þór hefur starfað í utanríkisþjónustunni frá árinu 2015 og verið sendiherra Íslands í Finnlandi, Rússlandi og nú síðast í Danmörku. Guðný Sverrisdóttir var sveitarstjóri Grýtubakkahrepps í tæp 27 ár, allt til ársins 2014. Guðný hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstöfum. Hún var lengi formaður ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og gegndi þeim störfum fram til ársins 2023. Gunnar Einarsson var bæjarstjóri í Garðabæ um 17 ára skeið og þar áður forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs bæjarins. Gunnar hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og var m.a. í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga um tólf ára skeið. Hlutverk nefndarinnar Framkvæmdanefndin mun fara með stjórn, skipulag og framkvæmd tiltekinna verkefna sem henni er falin með lögum, samhæfingu aðgerða, tryggja skilvirka samvinnu við Grindavíkurbæ, önnur stjórnvöld og aðra hlutaðeigandi aðila og hafa heildaryfirsýn yfir málefni Grindavíkurbæjar. Framkvæmdanefndin er fjölskipað og sjálfstætt stjórnvald sem hefur með höndum verkefni sem snúa að úrlausnarefnum sem tengjast jarðhræringunum við Grindavík. Helstu verkefni nefndarinnar munu snúa að samfélagsþjónustu með því að starfrækja þjónustuteymi á sviði velferðar- og skólaþjónustu og þá mun nefndin hafa yfirumsjón með framkvæmdum og viðgerðum á mikilvægum innviðum í Grindavík. Verkefnið hefur verið undirbúið í góðu samstarfi við bæjarstjórn Grindavíkur sem óskaði eftir samstarfi um tilhögun og stjórnarfyrirkomulag verkefna við óvenjulegar aðstæður vegna jarðhræringa í Grindavík. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Stuðningslán með ríkisábyrgð fyrir grindvísk fyrirtæki Ríkisstjórnin leggur til stuðningslán til grindvískra heimila og fyrirækja í Grindavík að viðbættum viðspyrnustyrkjum, framhaldi launastuðnings og hráefnis- og afurðatryggingum. Þá verður sérstakur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga framlengdur til áramóta. 17. maí 2024 15:29 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira
Lög um framkvæmdanefndina voru samþykkt á Alþingi fyrr í vikunni en hún tekur formlega til starfa 1. júní nk. Undirbúningur er þó hafinn og mun nefndin m.a. hitta bæjarstjórn Grindavíkurbæjar í næstu viku. Nefndin mun einnig eiga undirbúningsfundi með stofnunum á vegum ríkisins sem hafa unnið að viðbragði vegna jarðhræringa við Grindavík. „Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ er mikilvægt skref til þess að skerpa á ábyrgð og hlutverki stjórnvalda um málefni Grindavíkur. Þetta skref er til góðs fyrir Grindvíkinga. En ekki síður fyrir samfélagið allt, sem stendur með Grindvíkingum á þessum erfiðu tímum,“ segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. Reynsluboltar á ferð Árni Þór Sigurðsson sat á Alþingi um árabil en var áður borgarfulltrúi í Reykjavík um þrettán ára skeið og sat um tíma í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Árni Þór hefur starfað í utanríkisþjónustunni frá árinu 2015 og verið sendiherra Íslands í Finnlandi, Rússlandi og nú síðast í Danmörku. Guðný Sverrisdóttir var sveitarstjóri Grýtubakkahrepps í tæp 27 ár, allt til ársins 2014. Guðný hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstöfum. Hún var lengi formaður ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og gegndi þeim störfum fram til ársins 2023. Gunnar Einarsson var bæjarstjóri í Garðabæ um 17 ára skeið og þar áður forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs bæjarins. Gunnar hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og var m.a. í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga um tólf ára skeið. Hlutverk nefndarinnar Framkvæmdanefndin mun fara með stjórn, skipulag og framkvæmd tiltekinna verkefna sem henni er falin með lögum, samhæfingu aðgerða, tryggja skilvirka samvinnu við Grindavíkurbæ, önnur stjórnvöld og aðra hlutaðeigandi aðila og hafa heildaryfirsýn yfir málefni Grindavíkurbæjar. Framkvæmdanefndin er fjölskipað og sjálfstætt stjórnvald sem hefur með höndum verkefni sem snúa að úrlausnarefnum sem tengjast jarðhræringunum við Grindavík. Helstu verkefni nefndarinnar munu snúa að samfélagsþjónustu með því að starfrækja þjónustuteymi á sviði velferðar- og skólaþjónustu og þá mun nefndin hafa yfirumsjón með framkvæmdum og viðgerðum á mikilvægum innviðum í Grindavík. Verkefnið hefur verið undirbúið í góðu samstarfi við bæjarstjórn Grindavíkur sem óskaði eftir samstarfi um tilhögun og stjórnarfyrirkomulag verkefna við óvenjulegar aðstæður vegna jarðhræringa í Grindavík.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Stuðningslán með ríkisábyrgð fyrir grindvísk fyrirtæki Ríkisstjórnin leggur til stuðningslán til grindvískra heimila og fyrirækja í Grindavík að viðbættum viðspyrnustyrkjum, framhaldi launastuðnings og hráefnis- og afurðatryggingum. Þá verður sérstakur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga framlengdur til áramóta. 17. maí 2024 15:29 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira
Stuðningslán með ríkisábyrgð fyrir grindvísk fyrirtæki Ríkisstjórnin leggur til stuðningslán til grindvískra heimila og fyrirækja í Grindavík að viðbættum viðspyrnustyrkjum, framhaldi launastuðnings og hráefnis- og afurðatryggingum. Þá verður sérstakur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga framlengdur til áramóta. 17. maí 2024 15:29