Bjarni ætlar að geta Katrínar í formálanum Jakob Bjarnar skrifar 16. maí 2024 15:04 Bjarni fullvissaði Ingu um að Katrínar yrði getið í formálanum. vísir/vilhelm Tekist var á um bók sem forsætisráðuneytið í samstarfi við Forlagið hyggst gefa út um fjallkonuna á þingi í dag. Inga Sæland spurði hvort til stæði að rífa formálann úr í hvert skipti sem nýr forsætisráðherra sest í stólinn? Inga Sæland formaður Flokks fólksins kvaddi sér hljóðs í óundirbúnum fyrirspurnum og beindi máli sínu að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Ingu lék forvitni á að vita meira um það sem Vísir greindi frá, er varðar förgun bókarinnar en þegar Katrín Jakobsdóttir söðlaði um og fór í forsetaframboð var hún búin að ganga frá inngangi bókargjafar til þjóðarinnar í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins. Inga sagði bókina hugarfóstur Katrínar og hún velti fyrir sér, í ljósi þeirra frétta að 30 þúsund eintökum hafi verið fleygt, vegna þess að Bjarna þætti ekki við hæfi að Katrín væri skráð fyrir inngangi bókarinnar. „Hvaða gjörningur er hér á ferðinni,“ spurði Inga. Hvaða skilaboð eru þetta út í samfélagið þegar ljóst er að hér eiga margir vart til hnífs og skeiðar. Er það svona sem mönnum finnst eðlilegt að gengið sé um eigur almennings? Og hvort það þyrfti þá ekki að rífa innganginn úr þegar nýr forsætisráðherra settist í stólinn? Það verður 17. júní um land allt Bjarni svaraði því svo til að framundan væri 80 ára afmæli lýðveldisins og tilefni til hátíðarhalda og fögnuðar um land allt. Af hálfu stjórnarinnar hafi ýmislegt verið undirbúið. Það verður 17. júní um land allt; á Þingvöllum, á Hrafnseyri, sérstök lýðveldiskaka verði snædd um land allt, kórastarf verði eflt og gengið um þjóðlendur. Bjarni vísaði til vefsins lydveldi.is til frekari upplýsingar. Og svo væri það þessi bók. Bjarni sagðist hafa verið hrifinn af hugmyndinni og vel til fundið að gefa út bók um fjallkonuna, sem við tengjum þjóðhátíðardeginum. Það rit standi til að gefa út og geti allir sem áhuga hafa á nálgast. Inga Sæland sagði Katrínu þá fjallkonu sem ætti veg og vanda að bókinni og það væri fáránleg sóun að farga upplaginu bara svo Bjarni gæti skrifað sig fyrir honum.vísir/vilhelm Bjarni sagði jafnframt að það hafi þótt rangt að á útgáfudegi bókarinnar að segja að forsætisráðherra, sem þá væri farin, væri skrifuð fyrir formálanum. „Þetta er ekki stór ákvörðun heldur þykir leiða af eðli málsins.“ Bjarni harmaði kostnaðaraukann en verkið í heild sinni væri enn innan kostnaðaráætlana. Katrín fjallkonan sem hefur veg og vanda af útgáfunni Inga var ekki tilbúin að sleppa honum svo létt og sagði þetta stórkostlegt svar hjá forsætisráðherra. „Ég fékk að heyra allt um undirbúninginn og fagnaðarlætin sem verða um land allt.“ Hún sagði Katrínu þá fjallkonu sem ætti hugmyndina að þessu riti og eðlilegt væri að hún skrifaði formálann. Hvers vegna hefði verið talin ástæða til að rífa hann úr svo sá sem nú situr geti skrifað formála? Gjöf til almennings sem almenningur borgi reyndar sjálfur fyrir. Bjarni ítrekaði að honum þætti miður ef af þessu hlytist aukinn kostnaður. En bókin verði gefin út. Hann hafi rætt málið við Katrínu og hann gæti upplýst, ef það gæti orðið til einhverrar hugarróar, að þau hafi verið sammála um að ekki væri eðlilegt að hún væri skrifuð fyrir formála löngu eftir að hún hafi lokið leik. En hann muni að sjálfsögðu geta aðkomu hennar í formálanum og þess að hún hafi haft veg og vanda af útgáfunni. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Forsetakosningar 2024 Bókaútgáfa Tengdar fréttir „Nú verður þú bara að spyrja Bjarna“ Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi sagðist í engu hafa komið nálægt þeirri ákvörðun að farga 30 þúsund eintökum bókarinnar Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær. 15. maí 2024 10:08 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Inga Sæland formaður Flokks fólksins kvaddi sér hljóðs í óundirbúnum fyrirspurnum og beindi máli sínu að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Ingu lék forvitni á að vita meira um það sem Vísir greindi frá, er varðar förgun bókarinnar en þegar Katrín Jakobsdóttir söðlaði um og fór í forsetaframboð var hún búin að ganga frá inngangi bókargjafar til þjóðarinnar í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins. Inga sagði bókina hugarfóstur Katrínar og hún velti fyrir sér, í ljósi þeirra frétta að 30 þúsund eintökum hafi verið fleygt, vegna þess að Bjarna þætti ekki við hæfi að Katrín væri skráð fyrir inngangi bókarinnar. „Hvaða gjörningur er hér á ferðinni,“ spurði Inga. Hvaða skilaboð eru þetta út í samfélagið þegar ljóst er að hér eiga margir vart til hnífs og skeiðar. Er það svona sem mönnum finnst eðlilegt að gengið sé um eigur almennings? Og hvort það þyrfti þá ekki að rífa innganginn úr þegar nýr forsætisráðherra settist í stólinn? Það verður 17. júní um land allt Bjarni svaraði því svo til að framundan væri 80 ára afmæli lýðveldisins og tilefni til hátíðarhalda og fögnuðar um land allt. Af hálfu stjórnarinnar hafi ýmislegt verið undirbúið. Það verður 17. júní um land allt; á Þingvöllum, á Hrafnseyri, sérstök lýðveldiskaka verði snædd um land allt, kórastarf verði eflt og gengið um þjóðlendur. Bjarni vísaði til vefsins lydveldi.is til frekari upplýsingar. Og svo væri það þessi bók. Bjarni sagðist hafa verið hrifinn af hugmyndinni og vel til fundið að gefa út bók um fjallkonuna, sem við tengjum þjóðhátíðardeginum. Það rit standi til að gefa út og geti allir sem áhuga hafa á nálgast. Inga Sæland sagði Katrínu þá fjallkonu sem ætti veg og vanda að bókinni og það væri fáránleg sóun að farga upplaginu bara svo Bjarni gæti skrifað sig fyrir honum.vísir/vilhelm Bjarni sagði jafnframt að það hafi þótt rangt að á útgáfudegi bókarinnar að segja að forsætisráðherra, sem þá væri farin, væri skrifuð fyrir formálanum. „Þetta er ekki stór ákvörðun heldur þykir leiða af eðli málsins.“ Bjarni harmaði kostnaðaraukann en verkið í heild sinni væri enn innan kostnaðaráætlana. Katrín fjallkonan sem hefur veg og vanda af útgáfunni Inga var ekki tilbúin að sleppa honum svo létt og sagði þetta stórkostlegt svar hjá forsætisráðherra. „Ég fékk að heyra allt um undirbúninginn og fagnaðarlætin sem verða um land allt.“ Hún sagði Katrínu þá fjallkonu sem ætti hugmyndina að þessu riti og eðlilegt væri að hún skrifaði formálann. Hvers vegna hefði verið talin ástæða til að rífa hann úr svo sá sem nú situr geti skrifað formála? Gjöf til almennings sem almenningur borgi reyndar sjálfur fyrir. Bjarni ítrekaði að honum þætti miður ef af þessu hlytist aukinn kostnaður. En bókin verði gefin út. Hann hafi rætt málið við Katrínu og hann gæti upplýst, ef það gæti orðið til einhverrar hugarróar, að þau hafi verið sammála um að ekki væri eðlilegt að hún væri skrifuð fyrir formála löngu eftir að hún hafi lokið leik. En hann muni að sjálfsögðu geta aðkomu hennar í formálanum og þess að hún hafi haft veg og vanda af útgáfunni.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Forsetakosningar 2024 Bókaútgáfa Tengdar fréttir „Nú verður þú bara að spyrja Bjarna“ Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi sagðist í engu hafa komið nálægt þeirri ákvörðun að farga 30 þúsund eintökum bókarinnar Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær. 15. maí 2024 10:08 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
„Nú verður þú bara að spyrja Bjarna“ Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi sagðist í engu hafa komið nálægt þeirri ákvörðun að farga 30 þúsund eintökum bókarinnar Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær. 15. maí 2024 10:08