Lífið

Endur­tekið hvött til að hvíla bláa litinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Halla Hrund Logadóttir hefur verið á mikilli siglingu í skoðanakönnunum síðustu vikurnar.
Halla Hrund Logadóttir hefur verið á mikilli siglingu í skoðanakönnunum síðustu vikurnar. Vísir/Vilhelm

Sindri Sindrason kíkti í morgunkaffi til Höllu Hrundar Logadóttur sem býður sig fram til forseta og fékk að kynnast henni betur.

Halla mælist hæst í skoðanakönnunum sem stendur en litlu munar á henni og næstu frambjóðendum. Hún er í dag orkumálastjóri en býr á heimili sínu í Reykjavík ásamt eiginmanni og tveimur dætrum.

Halla lærði í Bandaríkjunum í bæði Tufts og Harvard í Boston. Höllu hefur stundum verið líkt við Vigdísi Finnbogadóttur sem var áður forseti Íslands.

„Auðvitað er Vigdís mikil fyrirmynd fyrir allar konur á Íslandi. Þegar ég tilkynnti um framboð og maður var mikið í framboði þá fékk ég að heyra, Halla mín þú verður aðeins að hvíla þennan bláa lit,“ segir Halla en blái liturinn minnir óneitanlega á Vigdísi og hefur Halla verið myndið mikið í bláum klæðnaði í aðdraganda kosninga.

Halla Hrund fer yfir málið í þættinum og útskýrir að í fataskápnum hennar sé að finna lopapeysur og dragtir. Fátt þar á milli. Fötin sem hún hefur klæðst í kosningabaráttunni séu mörg hver úr fataskápnum en ekki hluti af einhverri taktík.

Uppáhaldsmaturinn hennar er lambahryggur og uppáhalds drykkur er einfaldlega íslenska vatnið. Uppáhalds bækur eru Salka Valka og Ungfrú Íslands og þegar kemur að kvikmyndum, þá stendur Love Actually fremst.

En af hverju vill hún verða forseti?

„Fyrst og fremst vill ég magna tækifærin. Ég vil lyfta upp öllu því góða sem er að eiga sér stað á Íslandi og fyrir mér er lykilhlutverk forsetans að vera liðsmaður og lyfta upp góðum hlutum,“ segir Halla en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×