Fann fíkniefnin strax Boði Logason skrifar 14. maí 2024 07:00 Fíkniefnahundurinn fann fíkniefnin strax. Hundarnir okkar koma út á Vísi alla þriðjudaga. Hundarnir okkar Í fimmta þætti af þáttunum Hundarnir okkar, sem sýndir eru á Vísi alla þriðjudaga, er skyggnst inn í starf lögreglunnar þar sem fíkiniefnaleitarhundar eru notaðir, þjálfun þeirra og hæfniskröfur ræddar og sýnt hvernig þeir vinna. Steinar Gunnarsson er yfirhundaþjálfari lögreglunnar og hefur þjálfað hunda í yfir 20 ár. Í þættinum segir Steinar að það séu of fáir fíkniefnaleitahundar á Íslandi og þeim hafi fækkað gríðarlega síðustu ár. Steinar og kollegar hans þjálfa alla hunda sem vinna fyrir lögregluna, tollgæsluna og fangelsin. Klippa: Hundarnir okkar - Fíkniefnaleit og fallegur göngutúr Miklar kröfur eru gerðar til hundanna og tekur það að lágmarki sex mánuði að þjálfa hund og mann. „Valið er gríðarlega erfitt og flestir þessir hundar sem við erum með í dag koma erlendis frá og koma hingað sem hvolpar. Þá tekur við mikil og ströng þjálfun eða þar til þeir eru búnir að læra á öll fíkniefni og kunna að merkja. Það eru miklar kröfur gerðar, þetta nám er erfitt,“ segir hann. Þefuðu uppi Covid-19 Hundarnir þurfi að hafa marga kosti og fáa galla. Það eru aðallega tegundirnar labrador og springer spaniel sem vinna hjá lögreglunni, ef svo má að orði komast, en einnig þýskir fjárhundar, blendingjar og veiðihundar í herbúðum lögreglunnar. Í heimsfaraldrinum árið 2020 þá tók Steinar þátt í þjálfun hunda við að greina Covid-19 í einstaklingum og segir hann að það hafi tekið hund tvær sekúndur að greina covid í sýnum og áreiðanleikinn hafi verið 98 til 100 prósent. Verkefnið var blásið af hér á landi. Í þættinum setti lögreglukona fíkniefni inn á sokk Heiðrúnar Villu Ingudóttur, þáttastjórnanda, og svo var hann látinn þefa af fjórum einstaklingum. Það tók hundinn örfáar sekúndur að finna fíkniefnin. Í þættinum er einnig farið yfir eina leið hælgönguþjálfunar og rædd tæki og tól til að fá hvutta til að ganga fallega. Þá útskýrir dýralæknir hvenær sé best að kveðja veikan eða gamlan hund. Alla þætti af Hundunum okkar má sjá á sjónvarpsvef Vísis. Hundarnir okkar Gæludýr Lögreglan Fíkniefnabrot Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
Steinar Gunnarsson er yfirhundaþjálfari lögreglunnar og hefur þjálfað hunda í yfir 20 ár. Í þættinum segir Steinar að það séu of fáir fíkniefnaleitahundar á Íslandi og þeim hafi fækkað gríðarlega síðustu ár. Steinar og kollegar hans þjálfa alla hunda sem vinna fyrir lögregluna, tollgæsluna og fangelsin. Klippa: Hundarnir okkar - Fíkniefnaleit og fallegur göngutúr Miklar kröfur eru gerðar til hundanna og tekur það að lágmarki sex mánuði að þjálfa hund og mann. „Valið er gríðarlega erfitt og flestir þessir hundar sem við erum með í dag koma erlendis frá og koma hingað sem hvolpar. Þá tekur við mikil og ströng þjálfun eða þar til þeir eru búnir að læra á öll fíkniefni og kunna að merkja. Það eru miklar kröfur gerðar, þetta nám er erfitt,“ segir hann. Þefuðu uppi Covid-19 Hundarnir þurfi að hafa marga kosti og fáa galla. Það eru aðallega tegundirnar labrador og springer spaniel sem vinna hjá lögreglunni, ef svo má að orði komast, en einnig þýskir fjárhundar, blendingjar og veiðihundar í herbúðum lögreglunnar. Í heimsfaraldrinum árið 2020 þá tók Steinar þátt í þjálfun hunda við að greina Covid-19 í einstaklingum og segir hann að það hafi tekið hund tvær sekúndur að greina covid í sýnum og áreiðanleikinn hafi verið 98 til 100 prósent. Verkefnið var blásið af hér á landi. Í þættinum setti lögreglukona fíkniefni inn á sokk Heiðrúnar Villu Ingudóttur, þáttastjórnanda, og svo var hann látinn þefa af fjórum einstaklingum. Það tók hundinn örfáar sekúndur að finna fíkniefnin. Í þættinum er einnig farið yfir eina leið hælgönguþjálfunar og rædd tæki og tól til að fá hvutta til að ganga fallega. Þá útskýrir dýralæknir hvenær sé best að kveðja veikan eða gamlan hund. Alla þætti af Hundunum okkar má sjá á sjónvarpsvef Vísis.
Hundarnir okkar Gæludýr Lögreglan Fíkniefnabrot Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira