Samfélagið í áfalli vegna málsins Vésteinn Örn Pétursson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 12. maí 2024 19:09 Frá Reykholti. Vísir/Vilhelm Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir samfélagið í áfalli vegna meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í heimahúsi í Reykholti. Gerendur eru sagðir tengjast fjölskylduböndum. Þrír karlmenn og ein kona hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni þar sem segir að málið hafi komið upp í lok apríl. Lögreglan heldur spilunum þétt að sér í málinu en greinir frá því að sá sem varð fyrir árásinni sé af erlendum uppruna, hafi verið hér á landi í langan tíma en allir grunaðir í málinu eru Íslendingar. Samkvæmt heimildum fréttastofu komst lögregla á snoðir um málið eftir að brotaþoli hafði ekki mætt til vinnu í tvo daga og vinnuveitandi hans hafði í kjölfarið samband við lögreglu. Lögreglan á Suðurlandi hefur notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgasvæðinu, embættis Ríkislögreglustjóra og embættis Héraðssaksóknara við rannsókn málsins sem er í fullum gangi. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sagðist ekki geta veitt neinar frekari upplýsingar um málið þegar fréttastofa leitaði svara í dag. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógarbyggðar, að samfélagið sé í áfalli. Hún vonist til að rannsókn lögreglu gangi hratt og vel fyrir sig. Tengist fjölskylduböndum Ríkisútvarpið greinir sömuleiðis frá því að að hin grunuðu tengist fjölskylduböndum. Tvö þeirra séu á þrítugsaldri, sá elsti á sjötugsaldri en sá yngsti ekki orðinn tvítugur. Brotaþoli hafi leigt bílskúrsíbúð af einum gerandanum sem átti húsið þar sem brotið var á honum. Gerendur hafi haldið honum í kjallara hússins, haft af honum pening og gengið ítrekað í skrokk á honum. Eftir nokkurra daga frelsissviptingu hafi þau keyrt með manninn upp á Keflavíkurflugvöll og sent hann úr landi, mjög illa farinn, eins og það er orðað í frétt RÚV. Ekki liggi fyrir hvert hann hafi verið sendur. Lögreglumál Bláskógabyggð Fjárkúgun í Reykholti Tengdar fréttir Rannsaka alvarlegt ofbeldisbrot í Árnessýslu Lögreglan á Suðurlandi er með til rannsóknar meinta frelsissviptingu, líkamsárás, og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins. 12. maí 2024 10:02 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Þrír karlmenn og ein kona hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni þar sem segir að málið hafi komið upp í lok apríl. Lögreglan heldur spilunum þétt að sér í málinu en greinir frá því að sá sem varð fyrir árásinni sé af erlendum uppruna, hafi verið hér á landi í langan tíma en allir grunaðir í málinu eru Íslendingar. Samkvæmt heimildum fréttastofu komst lögregla á snoðir um málið eftir að brotaþoli hafði ekki mætt til vinnu í tvo daga og vinnuveitandi hans hafði í kjölfarið samband við lögreglu. Lögreglan á Suðurlandi hefur notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgasvæðinu, embættis Ríkislögreglustjóra og embættis Héraðssaksóknara við rannsókn málsins sem er í fullum gangi. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sagðist ekki geta veitt neinar frekari upplýsingar um málið þegar fréttastofa leitaði svara í dag. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógarbyggðar, að samfélagið sé í áfalli. Hún vonist til að rannsókn lögreglu gangi hratt og vel fyrir sig. Tengist fjölskylduböndum Ríkisútvarpið greinir sömuleiðis frá því að að hin grunuðu tengist fjölskylduböndum. Tvö þeirra séu á þrítugsaldri, sá elsti á sjötugsaldri en sá yngsti ekki orðinn tvítugur. Brotaþoli hafi leigt bílskúrsíbúð af einum gerandanum sem átti húsið þar sem brotið var á honum. Gerendur hafi haldið honum í kjallara hússins, haft af honum pening og gengið ítrekað í skrokk á honum. Eftir nokkurra daga frelsissviptingu hafi þau keyrt með manninn upp á Keflavíkurflugvöll og sent hann úr landi, mjög illa farinn, eins og það er orðað í frétt RÚV. Ekki liggi fyrir hvert hann hafi verið sendur.
Lögreglumál Bláskógabyggð Fjárkúgun í Reykholti Tengdar fréttir Rannsaka alvarlegt ofbeldisbrot í Árnessýslu Lögreglan á Suðurlandi er með til rannsóknar meinta frelsissviptingu, líkamsárás, og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins. 12. maí 2024 10:02 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Rannsaka alvarlegt ofbeldisbrot í Árnessýslu Lögreglan á Suðurlandi er með til rannsóknar meinta frelsissviptingu, líkamsárás, og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins. 12. maí 2024 10:02
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent