Hundar mæta í vinnuna með eigendum sínum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. maí 2024 20:31 Helga Helgadóttir og Gunnar Jarl Jónsson eigendur skólahundsins Trausta í Fossvogsskóla, sem er að standa sig mjög vel í vinnunni með Helgu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það færist sífellt í vöxt að dýr séu notuð í meðferðum með börnum til að bæta lífsgæði þeirra, ekki síst hundar. Gott dæmi um þetta er sálfræðingur í Reykjavík, sem ætlar sér að nýta sinn hund í tímum með skjólstæðingum sínum og í Fossvogsskóla mætir hundur tvisvar í viku með eiganda sínum í vinnuna. Í íþróttasal Reykjadals í Mosfellsdal eru alltaf annars slagið haldið námskeið á vegum Æfingastöðvarinnar með dýrum í meðferðum með börnum, oftast hundar en stundum er líka boðið upp á sjúkraþjálfun á hestbaki. En nú eru það hundarnir með eigendum sínum og tveimur erlendum þjálfurum. „Við erum að æfa að setja dót í kassa, fella keilur, heilsa fólki kurteisislega, já og sækja hluti og hoppa í gegnum hringi. Hérna eru eigendurnir og eigendurnir starfa kannski innan menntunargeirans, heilbrigðisgeirans eða í félagsgeiranum. Þannig að þau eiga það sameiginlegt að starfa með fólki en langar að sjá hvernig þjálfun hunda fer fram, sem hugsanlega gæti nýst með þeim í starfi,” segir Gunnhildur Jakobsdóttir, yfiriðjuþjálfi Æfingastöðvarinnar. Gunnhildur Jakobsdóttir er yfiriðjuþjálfi Æfingastöðvarinnar en stöðin býður reglulega upp á fræðslu um íhlutun með aðstoð dýra fyrir fagfólk sem og aðra sem áhuga hafa á málefninu í formi námskeiða og ráðstefnu ásamt því að standa fyrir skapgerðarmati á hundum til að meta hentugleika í starf með fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gott dæmi um þetta er hundurinn Trausti, sem fer í vinnuna tvisvar í viku með sínum eiganda. „Verkefnið heitir “Hundur í skóla, aukinn vellíðan” en helsta markmiðið er að búa til gott andrúmsloft. Trausti kann allskonar brögð og er alltaf að læra meira og meira og það er eitthvað svona sem hægt er að vinna með börnunum og þeim fnnst gaman að hjálpa til að við þjálfa hann. Svo er hann mjög tilbúin að hlusta á lestur og vera ótrúlega næs,” segir Helga Helgadóttir, eigandi Trausta. Og svo er það tíkin Eik og Silja Björk, eigandi hennar, sem ætla að fara að vinna saman með skjólstæðinga Silju, sem eru börn. „Já, leyfa krökkum að vera rólegri og tengjast mér kannski og nýta hana til að fá smá huggun og minnka stress hjá þeim. Hún elskar börn þannig að já ég held að þetta muni virka. Eik finnst mjög gaman að heilsa upp á og vera nálægt krökkum þannig að þetta mun virka er ég nokkuð viss um og ég veit um sálfræðinga, sem nýta hunda í vinnunni sinni,” segir Silja Björk Egilsdóttir, sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna og eigandi Eikar. Æfingastöðin, heimasíða Silja Björk Egilsdóttir sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna og hundurinn Eik, sem eru duglegar að æfa sig saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Æfingastöðin er helsta endurhæfingarstofnun landsins fyrir börn og er hlutverk hennar að efla börn og ungmenni til almennrar þátttöku með það að marki að bæta lífsgæði þeirra. Á Æfingastöðinni starfar teymi sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa og hefur í tæp 18 ár verið starfrækt íhlutun þar með aðstoð dýra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mosfellsbær Hundar Vinnumarkaður Gæludýr Dýr Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Í íþróttasal Reykjadals í Mosfellsdal eru alltaf annars slagið haldið námskeið á vegum Æfingastöðvarinnar með dýrum í meðferðum með börnum, oftast hundar en stundum er líka boðið upp á sjúkraþjálfun á hestbaki. En nú eru það hundarnir með eigendum sínum og tveimur erlendum þjálfurum. „Við erum að æfa að setja dót í kassa, fella keilur, heilsa fólki kurteisislega, já og sækja hluti og hoppa í gegnum hringi. Hérna eru eigendurnir og eigendurnir starfa kannski innan menntunargeirans, heilbrigðisgeirans eða í félagsgeiranum. Þannig að þau eiga það sameiginlegt að starfa með fólki en langar að sjá hvernig þjálfun hunda fer fram, sem hugsanlega gæti nýst með þeim í starfi,” segir Gunnhildur Jakobsdóttir, yfiriðjuþjálfi Æfingastöðvarinnar. Gunnhildur Jakobsdóttir er yfiriðjuþjálfi Æfingastöðvarinnar en stöðin býður reglulega upp á fræðslu um íhlutun með aðstoð dýra fyrir fagfólk sem og aðra sem áhuga hafa á málefninu í formi námskeiða og ráðstefnu ásamt því að standa fyrir skapgerðarmati á hundum til að meta hentugleika í starf með fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gott dæmi um þetta er hundurinn Trausti, sem fer í vinnuna tvisvar í viku með sínum eiganda. „Verkefnið heitir “Hundur í skóla, aukinn vellíðan” en helsta markmiðið er að búa til gott andrúmsloft. Trausti kann allskonar brögð og er alltaf að læra meira og meira og það er eitthvað svona sem hægt er að vinna með börnunum og þeim fnnst gaman að hjálpa til að við þjálfa hann. Svo er hann mjög tilbúin að hlusta á lestur og vera ótrúlega næs,” segir Helga Helgadóttir, eigandi Trausta. Og svo er það tíkin Eik og Silja Björk, eigandi hennar, sem ætla að fara að vinna saman með skjólstæðinga Silju, sem eru börn. „Já, leyfa krökkum að vera rólegri og tengjast mér kannski og nýta hana til að fá smá huggun og minnka stress hjá þeim. Hún elskar börn þannig að já ég held að þetta muni virka. Eik finnst mjög gaman að heilsa upp á og vera nálægt krökkum þannig að þetta mun virka er ég nokkuð viss um og ég veit um sálfræðinga, sem nýta hunda í vinnunni sinni,” segir Silja Björk Egilsdóttir, sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna og eigandi Eikar. Æfingastöðin, heimasíða Silja Björk Egilsdóttir sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna og hundurinn Eik, sem eru duglegar að æfa sig saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Æfingastöðin er helsta endurhæfingarstofnun landsins fyrir börn og er hlutverk hennar að efla börn og ungmenni til almennrar þátttöku með það að marki að bæta lífsgæði þeirra. Á Æfingastöðinni starfar teymi sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa og hefur í tæp 18 ár verið starfrækt íhlutun þar með aðstoð dýra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mosfellsbær Hundar Vinnumarkaður Gæludýr Dýr Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira