Innlent

Hræðsla við brott­vísun, fylgi á fleygi­ferð og veðjað á leiki barna

Ritstjórn skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Duchenne-samtökin mótmæla harðlega fyrirhugaðri brottvísun tólf ára gamals palestínsks drengs með hrörnunarsjúkdóm. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en rætt verður við drenginn og fjölskyldu hans í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Duchenne-samtökin mótmæla harðlega fyrirhugaðri brottvísun tólf ára gamals palestínsks drengs með hrörnunarsjúkdóm. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en rætt verður við drenginn og fjölskyldu hans í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Miklar sviptingar eru á fylgi forsetaframbjóðenda í nýrri könnun. Við förum yfir hana og ræðum einnig við Kristínu Jónsdóttur á Veðurstofunni í beinni um stöðuna á Reykjanesskaga. Þá heyrum við í þjálfara sem furðar sig á veðmálastarfsemi í kringum íþróttaleiki barna og ungmenna.

Við heyrum einnig í Júróvisíon-spekingi um siglingu Ísraela í veðbönkum, kíkjum á svokallaðan bangsalækni og verðum í beinni frá Gufunesi þar sem verið er að opna nýja sjósundsaðstöðu.

Í Sportpakkanum verður meðal annars rætt við framkvæmdastjóra HSÍ sem harmar grafalvarlega stöðu í afrekssjóði.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Vísis og Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 10. maí 2024


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×