Innlent

Einn fluttur eftir þriggja bíla á­rekstur

Árni Sæberg skrifar
Áreksturinn varð á Ásbraut, sem sjá má glitta í efst á myndinni.
Áreksturinn varð á Ásbraut, sem sjá má glitta í efst á myndinni. Vísir/Vilhelm

Einn var fluttur á sjúkrahús með verk í baki eftir þriggja bíla árekstur á Ásbraut í Hafnarfirði um klukkan 13.

Þetta staðfestir Jónas Árnason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Vísi. Hann segir að svo virðist sem ekki hafi verið um meiri háttar árekstur að ræða. Dælubíll hafi til að mynda ekki verið kallaður til.

Vísi barst ábending um að truflanir væru á umferð um Reykjanesbraut til austurs rétt áður en komið er inn á Vellina í Hafnarfirði. Ásbraut liggur að hluta með fram Reykjanesbrautinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×