Greint var frá nöfnum þeirra í dánartilkynningum í Morgunblaðinu á miðvikudag. Einar Viggó var fæddur árið 1995 og Eva Björg árið 2001. Þau voru búsett á Akureyri.
Slysið varð skammt norðan við Laugaland á Eyjafjarðarbraut eystri þann 24. apríl síðastliðinn. Í tilkynningu lögreglunnar sagði að bíll hefði lent út af og tveir sem voru í bílnum hafi verið úrskurðaðir látnir á vettvangi.