Enok ákærður fyrir að fleygja manni niður tröppur og berja annan Árni Sæberg skrifar 7. maí 2024 17:03 Aðalmeðferð í máli Enoks fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Enok hefur verið í sviðsljósinu undanfarið vegna þess að hann er kærasti og barnsfaðir Birgittu Lífar Björnsdóttur áhrifavalds. Vísir Enok Vatnar Jónsson, sjó- og athafnamaður, hefur verið ákærður fyrir tvær grófar líkamsárásir. Við framkvæmd annarrar þeirra henti hann brotaþola niður tröppur. Aðalmeðferð fór fram í máli Enoks Vatnars og annars manns í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar voru tekin fyrir tvö mál, annað á hendur þeim báðum og hitt á hendur Enoki einum. Tröðkuðu á höfði manns í félagi við óþekktan þriðja mann Í ákæru, sem Vísir hefur undir höndum, segir að mennirnir sæti ákæru fyrir að hafa í júlí árið 2022, fyrir utan veitingastað við Laugaveg, veist með ofbeldi að ónafngreindum manni. Þeir hafi veitt honum ítrekuð hnefahögg í andlit, höfuð og líkama, sparkað ítrekað í líkama brotaþola, Enok síðan fleygt honum niður tröppur og mennirnir báðir, auk óþekkta mannsins, í kjölfarið sparkað ítrekað í brotaþola og traðkað á höfði hans þar sem hann lá. Af þessu hafi brotaþoli hlotið viðbeinsbrot, skurð á eyrnasnepli sem náði í gegnum snepilinn, opið sár á höfði, yfirborðsáverka á höfði, roða og bólgu á víð og dreif um handleggi og mar og skrámur á hægra hné. Braut augntóttargólf með ítrekuðum höggum Hin ákæran er gegn Enoki fyrir líkamsárás í byrjun júlí árið 2021 á skemmtistað við Austurstræti í Reykjavík, með því að veitast með ofbeldi að ónafngreindum manni og slá hann fjórum höggum í andlit. Afleiðingar þess hafi verið að brotaþoli hlaut augntóttargólfsbrot, auk verulegrar bólgu yfir hægra auga og höfuðverk. Bæði brot eru talin varða við ákvæði almennra hegningarlaga um líkamsárás, sem varðar allt að þriggja ára fangelsi. Ákæruvaldið krefst því að báðir sakborningar verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá eru gerðar einkaréttarkröfur á hendur báðum mönnum fyrir hönd brotaþola í fyrra málinu. Þess er krafist að þeir greiði hvor um sig 1,5 milljón í miskabætur og að Enok greiði 28 þúsund krónur í skaðabætur. Brotaþoli í seinna málinu gerir kröfu um hálfa milljón króna í miskabætur úr hendi Enoks. Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Enok opnar sig um hnífaárás: „Ég mæli ekki með að vera stunginn“ Enok Vatnar Jónsson, sjómaður og kærasti athafnakonunnar og áhrifavaldsins Birgittu Lífar Björnsdóttur, ber ör víða um líkamann eftir stunguárás í áramótapartýi. Hann segir frá árásinni í hlaðvarpsþættinum Götustrákar. 27. september 2023 12:01 Lögreglan rannsakar átökin við Vínbúðina Lögregla rannsakar nú slagsmál sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í gærkvöld og hyggst taka skýrslur af tveimur einstaklingum sem voru handteknir í tengslum við málið. 19. ágúst 2023 15:52 „Sit inni í bíl og horfi á þessa gaura labba aftan að honum“ Birgitta Líf Björnsdóttir og kærasti hennar Enok Vatnar Jónsson ræða árásina sem hann varð fyrir við Vínbúð ÁTVR á Dalvegi í Kópavogi í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Birgittu grunar að árásarmennirnir tveir hafi elt þau að búðinni en kveðst ekki vita hvaðan árásin sé sprottin. 31. ágúst 2023 14:45 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Sjá meira
Aðalmeðferð fór fram í máli Enoks Vatnars og annars manns í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar voru tekin fyrir tvö mál, annað á hendur þeim báðum og hitt á hendur Enoki einum. Tröðkuðu á höfði manns í félagi við óþekktan þriðja mann Í ákæru, sem Vísir hefur undir höndum, segir að mennirnir sæti ákæru fyrir að hafa í júlí árið 2022, fyrir utan veitingastað við Laugaveg, veist með ofbeldi að ónafngreindum manni. Þeir hafi veitt honum ítrekuð hnefahögg í andlit, höfuð og líkama, sparkað ítrekað í líkama brotaþola, Enok síðan fleygt honum niður tröppur og mennirnir báðir, auk óþekkta mannsins, í kjölfarið sparkað ítrekað í brotaþola og traðkað á höfði hans þar sem hann lá. Af þessu hafi brotaþoli hlotið viðbeinsbrot, skurð á eyrnasnepli sem náði í gegnum snepilinn, opið sár á höfði, yfirborðsáverka á höfði, roða og bólgu á víð og dreif um handleggi og mar og skrámur á hægra hné. Braut augntóttargólf með ítrekuðum höggum Hin ákæran er gegn Enoki fyrir líkamsárás í byrjun júlí árið 2021 á skemmtistað við Austurstræti í Reykjavík, með því að veitast með ofbeldi að ónafngreindum manni og slá hann fjórum höggum í andlit. Afleiðingar þess hafi verið að brotaþoli hlaut augntóttargólfsbrot, auk verulegrar bólgu yfir hægra auga og höfuðverk. Bæði brot eru talin varða við ákvæði almennra hegningarlaga um líkamsárás, sem varðar allt að þriggja ára fangelsi. Ákæruvaldið krefst því að báðir sakborningar verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá eru gerðar einkaréttarkröfur á hendur báðum mönnum fyrir hönd brotaþola í fyrra málinu. Þess er krafist að þeir greiði hvor um sig 1,5 milljón í miskabætur og að Enok greiði 28 þúsund krónur í skaðabætur. Brotaþoli í seinna málinu gerir kröfu um hálfa milljón króna í miskabætur úr hendi Enoks.
Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Enok opnar sig um hnífaárás: „Ég mæli ekki með að vera stunginn“ Enok Vatnar Jónsson, sjómaður og kærasti athafnakonunnar og áhrifavaldsins Birgittu Lífar Björnsdóttur, ber ör víða um líkamann eftir stunguárás í áramótapartýi. Hann segir frá árásinni í hlaðvarpsþættinum Götustrákar. 27. september 2023 12:01 Lögreglan rannsakar átökin við Vínbúðina Lögregla rannsakar nú slagsmál sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í gærkvöld og hyggst taka skýrslur af tveimur einstaklingum sem voru handteknir í tengslum við málið. 19. ágúst 2023 15:52 „Sit inni í bíl og horfi á þessa gaura labba aftan að honum“ Birgitta Líf Björnsdóttir og kærasti hennar Enok Vatnar Jónsson ræða árásina sem hann varð fyrir við Vínbúð ÁTVR á Dalvegi í Kópavogi í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Birgittu grunar að árásarmennirnir tveir hafi elt þau að búðinni en kveðst ekki vita hvaðan árásin sé sprottin. 31. ágúst 2023 14:45 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Sjá meira
Enok opnar sig um hnífaárás: „Ég mæli ekki með að vera stunginn“ Enok Vatnar Jónsson, sjómaður og kærasti athafnakonunnar og áhrifavaldsins Birgittu Lífar Björnsdóttur, ber ör víða um líkamann eftir stunguárás í áramótapartýi. Hann segir frá árásinni í hlaðvarpsþættinum Götustrákar. 27. september 2023 12:01
Lögreglan rannsakar átökin við Vínbúðina Lögregla rannsakar nú slagsmál sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í gærkvöld og hyggst taka skýrslur af tveimur einstaklingum sem voru handteknir í tengslum við málið. 19. ágúst 2023 15:52
„Sit inni í bíl og horfi á þessa gaura labba aftan að honum“ Birgitta Líf Björnsdóttir og kærasti hennar Enok Vatnar Jónsson ræða árásina sem hann varð fyrir við Vínbúð ÁTVR á Dalvegi í Kópavogi í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Birgittu grunar að árásarmennirnir tveir hafi elt þau að búðinni en kveðst ekki vita hvaðan árásin sé sprottin. 31. ágúst 2023 14:45