Beinagrindur og ástarsorg á Bessastöðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. maí 2024 23:14 Hermann Jakob Hjartarson, fornleifafræðingur, stendur hér við leifar grafhýsisins. Þar liggja tvær beinagrindur sem líklega eru af mæðgum; stiftamtsmannsfrú og dóttur hennar. vísir/Einar Tvær beinagrindur og byssukúlur eru á meðal þess sem hefur fundist við framkvæmdir við Bessastaði. Fornleifafræðingur segir aðra beinagrindina mögulega tilheyra konu sem dó úr ástarsorg. Framkvæmdir standa nú yfir við Bessastaðakirkju þar sem meðal annars stendur til að bæta úr aðgengismálum. Ýmislegt hefur komið þar í ljós enda um sögulegt svæði að ræða. Merkasti fundurinn telst líklega tvær beinagrindur sem hvíla á botni grafhýsis sem fannst við kirkjugaflinn. Beinagrindurnar verða rannsakaðar til að skera úr um aldur og kyn en fornleifafræðingar telja líklegt að mæðgurnar Anna Vilhelmína og Anna Helena hvlíli þar hlið við hlið. „Sú eldri var gift stiftamtmanninum á staðnum á átjándu öld, Lauritz Thodal. Hann lét gera þetta grafhýsi fyrir sinn eigin pening en það er hvergi skrifað hverjir voru grafnir í þessu,“ segir Hermann Jakob Hjartarson, fornleifafræðingur, sem sér um uppgröftin. Talið er að heillegri beinagrindin til vinstri sé af dótturinni en sú til hægri af móðurinni. Líklegt þykir að kistulokið hafi gefið sig á líkamsleifar móðurinnar.vísir/Einar Ráðgátan ætti nú loks að leysast þar sem beinagrindurnar verða rannsakaðar á næstu dögum. Lauritz Thodal var skipaður stiftamtmaður á Íslandi árið 1770 og bjó með fjölskyldu sinni á Bessastöðum þar sem mæðgurnar létust og var dóttirin þá einunigs átján ára að aldri. „Samkvæmt heimildum dó hún úr ástarsorg, hvað sem það nú þýðir,“ segir Hermann. „Hún kynntist kaupmanni úr Hafnarfirði og stjúp pabba hennar leist ekki vel á þennan ráðhag og eiginlega bannaði henni að vera með honum. Sagan segir að hún hafi veslast upp og dáið skömmu eftir það.“ Dóttirin létst árið 1778 og móðir hennar árið 1770 og hafa því líklega hvílt í reitnum í um 250 ár.vísir/Einar Talið er grafhýsið hafi verið um tveggja metra hátt og einstakt á sínum tíma. Ef vel er að gáð má sjá ummerki á hlið kirkjunnar um að þar hafi verið dyr sem leiddu út í grafhýsið. Eftir rannsókn verða líkamsleifarnar lagðar aftur í reitinn. Fleira hefur þó komið í ljós í framkvæmdunum, meðal annars kirkjustétt sem er líklega frá sextándu öld og leiðir að gömlu kirkjunni sem situr undir þeirri nýju, og fjórar byssukúlur úr framhlaðningi sem reynt verður að aldursgreina. „Hvað það segir okkur er góð spurning en eitthvað hefur að minnsta kosti verið skotið hérna á einhverjum tímapunkti,“ segir Hermann. Byggja á skrúðhús við Bessastaðakirkju og bæta aðgengismál meðal annars.vísir/Einar Erfitt er að segja til um framkvæmdalok þar sem fleiri minjar blasa við í nær hverju skrefi. „Við erum mögulega meira að segja komin niður á einhverja hleðslu hérna undir þessu,“ segir Hermann og bendir í átt að gömlu kirkjustéttinni. „Það á eftir að koma í ljós en það eru vísbendingar um að það sé eitthvað aðeins eldra undir þessari hleðslu,“ segir Hermann og ljóst er að áhugavert verður því að fylgjast með framhaldinu. Fornminjar Garðabær Þjóðkirkjan Kirkjugarðar Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Framkvæmdir standa nú yfir við Bessastaðakirkju þar sem meðal annars stendur til að bæta úr aðgengismálum. Ýmislegt hefur komið þar í ljós enda um sögulegt svæði að ræða. Merkasti fundurinn telst líklega tvær beinagrindur sem hvíla á botni grafhýsis sem fannst við kirkjugaflinn. Beinagrindurnar verða rannsakaðar til að skera úr um aldur og kyn en fornleifafræðingar telja líklegt að mæðgurnar Anna Vilhelmína og Anna Helena hvlíli þar hlið við hlið. „Sú eldri var gift stiftamtmanninum á staðnum á átjándu öld, Lauritz Thodal. Hann lét gera þetta grafhýsi fyrir sinn eigin pening en það er hvergi skrifað hverjir voru grafnir í þessu,“ segir Hermann Jakob Hjartarson, fornleifafræðingur, sem sér um uppgröftin. Talið er að heillegri beinagrindin til vinstri sé af dótturinni en sú til hægri af móðurinni. Líklegt þykir að kistulokið hafi gefið sig á líkamsleifar móðurinnar.vísir/Einar Ráðgátan ætti nú loks að leysast þar sem beinagrindurnar verða rannsakaðar á næstu dögum. Lauritz Thodal var skipaður stiftamtmaður á Íslandi árið 1770 og bjó með fjölskyldu sinni á Bessastöðum þar sem mæðgurnar létust og var dóttirin þá einunigs átján ára að aldri. „Samkvæmt heimildum dó hún úr ástarsorg, hvað sem það nú þýðir,“ segir Hermann. „Hún kynntist kaupmanni úr Hafnarfirði og stjúp pabba hennar leist ekki vel á þennan ráðhag og eiginlega bannaði henni að vera með honum. Sagan segir að hún hafi veslast upp og dáið skömmu eftir það.“ Dóttirin létst árið 1778 og móðir hennar árið 1770 og hafa því líklega hvílt í reitnum í um 250 ár.vísir/Einar Talið er grafhýsið hafi verið um tveggja metra hátt og einstakt á sínum tíma. Ef vel er að gáð má sjá ummerki á hlið kirkjunnar um að þar hafi verið dyr sem leiddu út í grafhýsið. Eftir rannsókn verða líkamsleifarnar lagðar aftur í reitinn. Fleira hefur þó komið í ljós í framkvæmdunum, meðal annars kirkjustétt sem er líklega frá sextándu öld og leiðir að gömlu kirkjunni sem situr undir þeirri nýju, og fjórar byssukúlur úr framhlaðningi sem reynt verður að aldursgreina. „Hvað það segir okkur er góð spurning en eitthvað hefur að minnsta kosti verið skotið hérna á einhverjum tímapunkti,“ segir Hermann. Byggja á skrúðhús við Bessastaðakirkju og bæta aðgengismál meðal annars.vísir/Einar Erfitt er að segja til um framkvæmdalok þar sem fleiri minjar blasa við í nær hverju skrefi. „Við erum mögulega meira að segja komin niður á einhverja hleðslu hérna undir þessu,“ segir Hermann og bendir í átt að gömlu kirkjustéttinni. „Það á eftir að koma í ljós en það eru vísbendingar um að það sé eitthvað aðeins eldra undir þessari hleðslu,“ segir Hermann og ljóst er að áhugavert verður því að fylgjast með framhaldinu.
Fornminjar Garðabær Þjóðkirkjan Kirkjugarðar Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira