Sanngirnisbótafrumvarpið sé blekking Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. maí 2024 20:30 Árni H. Kristjánsson sagnfræðingur og einn talsmanna Réttlætis segir frumvarp um sanngirnisbætur það versta sem hann hafi séð. Það þurfi að leggja því alfarið til hliðar. Vísir/Einar Talsmaður fólks sem varð fyrir illri meðferð á vistheimilum á vegum hins opinbera segir núverandi frumvarp um sanngirnisbætur byggt á blekkingum. Betra væri að styðjast við eldri lög því tími margra sem sættu illri meðferð sé að renna eða sé jafnvel runninn út. Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis hefur verið með umdeilt frumvarp Katrínar Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra um sanngirnisbætur til umsagnar síðan í nóvember í fyrra. Bryndís Haraldsdóttir formaður nefndarinnar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að málið hefði farið marga hringi þar. Færi það fyrir Alþingi yrði það gjörbreytt. Guðsvolað frumvarp Árni H. Kristjánsson sagnfræðingur og einn talsmanna Réttlætis, hóps fólks sem varð fyrir illri meðferð sem börn á opinberum vistheimilum, er meðal þeirra 42 sem gagnrýndu frumvarpið harðlega þegar það fór í Samráðsgátt stjórnvalda. „Þetta er eitt alversta frumvarp sem ég hef augum litið. Það er bókstaflega allt rangt við það því það er byggt á blekkingum. Það er látið í veðri vaka að þetta sé svona í Noregi sem er rangt. Þá er látið í veðri vaka að það hafi verið haft samráð við þolendur sem er einnig rangt. Ég tel að yfirvöld ættu að sjá sóma sinn í því að draga þetta guðsvolaða frumvarp til baka,“ segir Árni. Árni gagnrýnir einnig að hámark bótafjárhæðar sé helmingi lægri en í eldri lögum, þar með sé jafnræðis ekki gætt, bætur erfist ekki og að samkvæmt frumvarpinu þurfi ekki lengur að ráðast í rannsóknir þegar grunur um illa meðferð barna kemur upp. Hann segir hægt að horfa til eldri laga um sanngirnisbætur. „Það ætti bara að styðjast við þau áfram. Þetta frumvarp miðaði eingöngu að því að spara óverulegar upphæðir fyrir ríkissjóð,“ segir Árni. Árni er meðal fjögurra annarra karla sem fóru fram á að Vöggustofurnar í Reykjavík yrðu rannsakaðar. Niðurstaða þeirra rannsóknar var að börn þar hefðu sætt illri meðferð stóran hluta þess tíma sem þær störfuðu. Hann segir að tíminn sé runninn frá mörgum þeirra sem voru vistaðir á slíkum stofnunum. Alþingi hafi ekki endalausan tíma til bæta fólki illa vist. „Hrafn Jökulsson og Fjölnir Geir Bragason eru látnir en þeir voru meðal okkar sem hvöttu til rannsóknar á Vöggustofunum í Reykjavík. Samkvæmt þessu frumvarpi þá eiga þeir ekki rétt á bótum og ekki afkomendur þeirra sem mér finnst bara ljótt,“ segir Árni. Sanngirnisbætur, fyrst og fremst táknrænar Aðspurður um hvort einhvern tíma sé að fullu hægt að bæta fólki illa meðferð á opinberum vistheimilum svarar Árni: „Nei það er aldrei hægt. Sanngirnisbætur eru fyrst og fremst táknrænar. Þetta er lokun málsins fyrir þolendur en í sjálfu sér bæta peningar ekki þann skaða sem börnin urðu fyrir. Þá er líka táknrænt ef stjórnvöld ætla að lækka bætur verulega frá því sem áður var. Hvaða skilaboð felast í því?“ Vistheimilin Vistheimili Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Leggur til fimm milljóna hámark í frumvarpi um sanngirnisbætur Lagt er til að fimm milljóna króna þak verði á sanngirnisbótum í frumvarpi sem forsætisráðherra stefnir á að leggja fyrir þingið í næstu viku. Hún segir verulegan fjölda geta leitað til nefndarinnar. 29. október 2023 23:17 Vöggustofubörn fá tíu sálfræðiviðtöl Einstaklingar sem vistaðir voru á vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fá ókeypis sálfræðiþjónustu á kostnað borgarinnar. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar niðurstaðna skýrslu um starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árunum 1949 til 1973. 8. nóvember 2023 13:28 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Sjá meira
Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis hefur verið með umdeilt frumvarp Katrínar Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra um sanngirnisbætur til umsagnar síðan í nóvember í fyrra. Bryndís Haraldsdóttir formaður nefndarinnar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að málið hefði farið marga hringi þar. Færi það fyrir Alþingi yrði það gjörbreytt. Guðsvolað frumvarp Árni H. Kristjánsson sagnfræðingur og einn talsmanna Réttlætis, hóps fólks sem varð fyrir illri meðferð sem börn á opinberum vistheimilum, er meðal þeirra 42 sem gagnrýndu frumvarpið harðlega þegar það fór í Samráðsgátt stjórnvalda. „Þetta er eitt alversta frumvarp sem ég hef augum litið. Það er bókstaflega allt rangt við það því það er byggt á blekkingum. Það er látið í veðri vaka að þetta sé svona í Noregi sem er rangt. Þá er látið í veðri vaka að það hafi verið haft samráð við þolendur sem er einnig rangt. Ég tel að yfirvöld ættu að sjá sóma sinn í því að draga þetta guðsvolaða frumvarp til baka,“ segir Árni. Árni gagnrýnir einnig að hámark bótafjárhæðar sé helmingi lægri en í eldri lögum, þar með sé jafnræðis ekki gætt, bætur erfist ekki og að samkvæmt frumvarpinu þurfi ekki lengur að ráðast í rannsóknir þegar grunur um illa meðferð barna kemur upp. Hann segir hægt að horfa til eldri laga um sanngirnisbætur. „Það ætti bara að styðjast við þau áfram. Þetta frumvarp miðaði eingöngu að því að spara óverulegar upphæðir fyrir ríkissjóð,“ segir Árni. Árni er meðal fjögurra annarra karla sem fóru fram á að Vöggustofurnar í Reykjavík yrðu rannsakaðar. Niðurstaða þeirra rannsóknar var að börn þar hefðu sætt illri meðferð stóran hluta þess tíma sem þær störfuðu. Hann segir að tíminn sé runninn frá mörgum þeirra sem voru vistaðir á slíkum stofnunum. Alþingi hafi ekki endalausan tíma til bæta fólki illa vist. „Hrafn Jökulsson og Fjölnir Geir Bragason eru látnir en þeir voru meðal okkar sem hvöttu til rannsóknar á Vöggustofunum í Reykjavík. Samkvæmt þessu frumvarpi þá eiga þeir ekki rétt á bótum og ekki afkomendur þeirra sem mér finnst bara ljótt,“ segir Árni. Sanngirnisbætur, fyrst og fremst táknrænar Aðspurður um hvort einhvern tíma sé að fullu hægt að bæta fólki illa meðferð á opinberum vistheimilum svarar Árni: „Nei það er aldrei hægt. Sanngirnisbætur eru fyrst og fremst táknrænar. Þetta er lokun málsins fyrir þolendur en í sjálfu sér bæta peningar ekki þann skaða sem börnin urðu fyrir. Þá er líka táknrænt ef stjórnvöld ætla að lækka bætur verulega frá því sem áður var. Hvaða skilaboð felast í því?“
Vistheimilin Vistheimili Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Leggur til fimm milljóna hámark í frumvarpi um sanngirnisbætur Lagt er til að fimm milljóna króna þak verði á sanngirnisbótum í frumvarpi sem forsætisráðherra stefnir á að leggja fyrir þingið í næstu viku. Hún segir verulegan fjölda geta leitað til nefndarinnar. 29. október 2023 23:17 Vöggustofubörn fá tíu sálfræðiviðtöl Einstaklingar sem vistaðir voru á vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fá ókeypis sálfræðiþjónustu á kostnað borgarinnar. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar niðurstaðna skýrslu um starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árunum 1949 til 1973. 8. nóvember 2023 13:28 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Sjá meira
Leggur til fimm milljóna hámark í frumvarpi um sanngirnisbætur Lagt er til að fimm milljóna króna þak verði á sanngirnisbótum í frumvarpi sem forsætisráðherra stefnir á að leggja fyrir þingið í næstu viku. Hún segir verulegan fjölda geta leitað til nefndarinnar. 29. október 2023 23:17
Vöggustofubörn fá tíu sálfræðiviðtöl Einstaklingar sem vistaðir voru á vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fá ókeypis sálfræðiþjónustu á kostnað borgarinnar. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar niðurstaðna skýrslu um starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árunum 1949 til 1973. 8. nóvember 2023 13:28