Innlent

Nýjustu skoðana­kannanir, verk­falls­að­gerðir á flug­vellinum og týndur gaffall

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Í kvöldfréttunum förum við yfir Pallborð dagsins, þar sem Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir mættust og ræddu meðal annars málskotsréttinn, móðurmálið og niðurstöður nýjustu skoðanakannana. Heimir Már Pétursson fréttamaður rýnir svo í fylgiskannanir og greinir stöðuna.

Þá verður rætt við forstöðumann hjá Samtökum atvinnulífsins, sem segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni krefjast frestun aðgerða áður en sest verður aftur við samningaborðið.

Farsímar, giftingarhringar og hjálpartæki ástarlífsins eru á meðal þess sem ratað hefur í dósatalningarvélar Endurvinnslunnar - og getur valdið stórskemmdum á tækjabúnaðinum. Fagnaðarfundir urðu í dag þegar Kristín Ólafsdóttir skilaði gaffli, merktum Alþingi sem lent hafði í vélinni, heim í matsal þingsins.

Í fréttatímanum verðum við svo í beinni útsendingu frá opnun nýrrar aðstöðu Brettafélags Hafnarfjarðar og frá Jazzhátíð í Garðabæ.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Klippa: Kvöldfréttir 3. maí 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×