Spellvirkinn lætur til skarar skríða á ný Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2024 10:30 Hjónin vita ekki sitt rjúkandi ráð. Þau sæta ofsóknum, hafa lagt allt sitt í búðina og telja lögregluna draga lappirnar við rannsókn málsins. vísir/vilhelm Í nótt var maður á ferð sem lét sig ekki muna um að brjóta rúður í versluninni Korakmarket sem er við Skólavörðustíg 21. Ætla má að þarna sé sami maðurinn á ferð og fyrir fáeinum dögum en þá voru nánast allar rúður brotnar í versluninni. Þá braut hann 30 rúður en í nótt braut hann þær sem voru þó heilar auk þess sem hann gerði harða atlögu að hurð búðarinnar. Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta. Hann segir að lögregla viti ekki hver þetta sé, hún hafi ekkert í höndunum. „Við náum ekki að sýna fram á það. Ekki ennþá. Ekkert myndefni er til sem sýnir mann brjóta rúðu eða gera eitthvað við eignina. Það eru engar myndavélar akkúrat þar. Við verðum að geta sannað þetta.“ Nú virðist sem þetta sé einhver einstaklingur sem ofsækir þessa tilteknu búð? „Við getum ekki staðfest það. Erfitt að vera með einhverjar ályktanir. Við erum að skoða málið, þetta er splunkunýtt ennþá en það vantar sönnunargögn.“ Sonurinn skelfingu lostinn Í frétt af því þegar einstaklingurinn lét fyrst til skarar skríða höfðu eigendur búðarinnar sjálfir upp á þessu myndbandi sem þau segja sýna gerandann; grímuklæddur maður í snjakahvítum nýlegum buxum, greinilega ungur að árum, gengur inn Njálsgötu og upp Skólavörðustíginn. Vísir ræddi einnig við Munu Sardar-Mohammad sem ásamt manni sínum Hiwa S. Mohammed á búðina. Hann er ættaður frá Írak og er kúrdi. Hún er ungversk en faðir hennar er frá Sýrlandi. Þau eiga lítinn sex ára son sem er á leikskóla. Muna var afar skekin þegar blaðamaður ræddi við hana. Hún segir að sonur þeirra hjóna, sex ára gamall, sé mjög hræddur og hann sofi illa vegna þessa. Finnst vanta uppá að lögregla gangi í málið „Nú er engin rúða óbrotin í búðinni. Þetta voru sjö rúður sem hann braut í nótt. Við eigum von á manni frá tryggingarfélaginu í dag til að laga rúðurnar en ég veit ekki hvernig það fer.“ Spellvirkinn mætti í nótt og kláraði þær rúður sem óbrotnar voru. Ekki er vitað hvað hann mun taka til bragðs næst en lögreglan segist engin gögn hafa til að vinna út frá.vísir/vilhelm Muna segist ekki eiga neinn að og þetta sé afar bagalegt. Hver eigi að gæta sonar hennar meðan hún stendur í þessu? Þá kvartar hún undan því að lögreglan gangi ekki vasklega fram í að skoða þær öryggismyndavélar sem eru í hverfinu. „Ég veit ekki hver þetta er. Kannski er þetta einhver sem kom í búðina, sá að hann átti eftir að brjóta nokkrar rúður og ákvað að koma aftur? Ef hann kemst inn og brýtur hér allt og bramlar, þá eigum við ekki neitt,“ segir Muna. Hún segir þau hjón hafa lagt allt sitt í búðina og hún viti eiginlega ekki sitt rjúkandi ráð. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Þá braut hann 30 rúður en í nótt braut hann þær sem voru þó heilar auk þess sem hann gerði harða atlögu að hurð búðarinnar. Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta. Hann segir að lögregla viti ekki hver þetta sé, hún hafi ekkert í höndunum. „Við náum ekki að sýna fram á það. Ekki ennþá. Ekkert myndefni er til sem sýnir mann brjóta rúðu eða gera eitthvað við eignina. Það eru engar myndavélar akkúrat þar. Við verðum að geta sannað þetta.“ Nú virðist sem þetta sé einhver einstaklingur sem ofsækir þessa tilteknu búð? „Við getum ekki staðfest það. Erfitt að vera með einhverjar ályktanir. Við erum að skoða málið, þetta er splunkunýtt ennþá en það vantar sönnunargögn.“ Sonurinn skelfingu lostinn Í frétt af því þegar einstaklingurinn lét fyrst til skarar skríða höfðu eigendur búðarinnar sjálfir upp á þessu myndbandi sem þau segja sýna gerandann; grímuklæddur maður í snjakahvítum nýlegum buxum, greinilega ungur að árum, gengur inn Njálsgötu og upp Skólavörðustíginn. Vísir ræddi einnig við Munu Sardar-Mohammad sem ásamt manni sínum Hiwa S. Mohammed á búðina. Hann er ættaður frá Írak og er kúrdi. Hún er ungversk en faðir hennar er frá Sýrlandi. Þau eiga lítinn sex ára son sem er á leikskóla. Muna var afar skekin þegar blaðamaður ræddi við hana. Hún segir að sonur þeirra hjóna, sex ára gamall, sé mjög hræddur og hann sofi illa vegna þessa. Finnst vanta uppá að lögregla gangi í málið „Nú er engin rúða óbrotin í búðinni. Þetta voru sjö rúður sem hann braut í nótt. Við eigum von á manni frá tryggingarfélaginu í dag til að laga rúðurnar en ég veit ekki hvernig það fer.“ Spellvirkinn mætti í nótt og kláraði þær rúður sem óbrotnar voru. Ekki er vitað hvað hann mun taka til bragðs næst en lögreglan segist engin gögn hafa til að vinna út frá.vísir/vilhelm Muna segist ekki eiga neinn að og þetta sé afar bagalegt. Hver eigi að gæta sonar hennar meðan hún stendur í þessu? Þá kvartar hún undan því að lögreglan gangi ekki vasklega fram í að skoða þær öryggismyndavélar sem eru í hverfinu. „Ég veit ekki hver þetta er. Kannski er þetta einhver sem kom í búðina, sá að hann átti eftir að brjóta nokkrar rúður og ákvað að koma aftur? Ef hann kemst inn og brýtur hér allt og bramlar, þá eigum við ekki neitt,“ segir Muna. Hún segir þau hjón hafa lagt allt sitt í búðina og hún viti eiginlega ekki sitt rjúkandi ráð.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira