Innlent

Papa's Pizza, verk­föll flug­vallar­starfs­manna og ó­væntur for­seta­fram­bjóðandi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Papa's Pizza í Grindavík opnaði dyr sínar að nýju eftir að hafa verið lokaður í meira en hálft ár. Einn eigendanna segir tíma til kominn að hægt verði að líta björtum augum til Grindavíkur. Við heimsækjum Papa's Pizza í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, kemur í settið til að ræða verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli, sem samþykktar voru af félagsmönnum FFR og Sameykis í dag. Verkfallsaðgerðir hefjast eftir viku og gætu haft víðtæk áhrif.

Viktor Traustason bætist óvænt í hóp forsetaframbjóðenda. Landskjörstjórn hafði gefið honum frest til klukkan 15 í dag til að bæta úr ágöllum á meðmælalista hans, sem tókst. Rætt verður við Viktor í beinni útsendingu.

Svo heimsækjum við systkinin Aron Má og Birtu Líf Ólafsbörn. Minnstu mátti muna að sumarbústaður sem þau eru að byggja í Munaðarnesi brynni til kaldra kola þegar gróðureldur kviknaði þar í gær.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 2. maí 2024


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×