Innlent

Úr­skurðurinn felldur úr gildi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Viktor Traustason verður mögulega á kjörseðlinum í sumar.
Viktor Traustason verður mögulega á kjörseðlinum í sumar. Vísir

Landskjörstjórn braut á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar þeir úrskurðuðu að meðmælalisti forsetaframbjóðandans Viktors Traustasonar væri ógildur. Úrskurðarnefnd kosningamála hefur því fellt úrskurðinn úr gildi.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá framboði Viktors Traustasonar. Undirskriftalisti hans var gerður ógildur á þeim grundvelli að heimilisföng meðmælenda fylgdu ekki listanum.

Opnað hefur verið fyrir undirskriftasöfnun til klukkan 15 á morgun á vef Island.is þar sem Viktor getur safnað meðmælum á ný. 

„Mitt helsta stefnumál og slagorð er: Enga þingmenn sem ráðherra!“ segir í tilkynningunni frá Viktori. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×