„Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. maí 2024 09:46 Daníel E. Arnarsson er framkvæmdastjóri samtakanna '78, sem sendu frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Baldur Þórhallsson. vísir Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallssonar. Fjallað var um gagnrýni vegna þess konar umfjöllunar á Vísi í vikunni. Sólborg Guðbrandsdóttir hélt því fram að Baldur, sem er samkynhneigður, hafi þurft að svara spurningum sem aðrir frambjóðendur hafi ekki þurft að skrifa, og vísar þar til spurninga og umfjöllunar um ferð Baldurs á skemmtistaðar fyrir samkynhneigða í París. „Með sakleysislegri myndum sem hafa verið teknar af mér,“ sagði Baldur spurður út í mynd sem birst hafði á síðu skemmtistaðarins í umræðuþætti mbl.is. „Í vor steig í fyrsta sinn fram opinberlega hinsegin frambjóðandi til forseta Íslands. Þetta eru söguleg tíðindi enda hefði það verið óhugsandi fyrir aðeins fáum árum og væri enn, ef ekki væri fyrir þrotlausa baráttu síðustu áratuga fyrir réttlátara samfélagi,“ segir í yfirlýsingu Samtakanna '78. Það sé stórt skref og til marks um það hversu langt réttindabaráttan hafi náð, en meginmarkmið Samtakanna ‘78 sé að hinsegin fólk sé sýnilegt og viðurkennt og njóti fyllstu réttinda á öllum sviðum samfélagsins. „Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt og að það sé gert að aðalatriði í samtölum sem ættu að snúast um allt annað. Slík framkoma ber vott um fordómafull viðhorf, hvort sem fólk áttar sig á því eða ekki. Það eru því mikil vonbrigði að sjá bæði almenna kjósendur og jafnvel fjölmiðlafólk gera lítið úr hæfni Baldurs Þórhallssonar til þess að gegna embætti forseta Íslands á grundvelli þess að hann er hommi. Stjórn Samtakanna ‘78 hvetur íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig við málefnalega umfjöllun í aðdraganda forsetakosninga og falla ekki í þá gryfju að gera einkalíf frambjóðenda að aðalatriði.“ Hinsegin Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Fjallað var um gagnrýni vegna þess konar umfjöllunar á Vísi í vikunni. Sólborg Guðbrandsdóttir hélt því fram að Baldur, sem er samkynhneigður, hafi þurft að svara spurningum sem aðrir frambjóðendur hafi ekki þurft að skrifa, og vísar þar til spurninga og umfjöllunar um ferð Baldurs á skemmtistaðar fyrir samkynhneigða í París. „Með sakleysislegri myndum sem hafa verið teknar af mér,“ sagði Baldur spurður út í mynd sem birst hafði á síðu skemmtistaðarins í umræðuþætti mbl.is. „Í vor steig í fyrsta sinn fram opinberlega hinsegin frambjóðandi til forseta Íslands. Þetta eru söguleg tíðindi enda hefði það verið óhugsandi fyrir aðeins fáum árum og væri enn, ef ekki væri fyrir þrotlausa baráttu síðustu áratuga fyrir réttlátara samfélagi,“ segir í yfirlýsingu Samtakanna '78. Það sé stórt skref og til marks um það hversu langt réttindabaráttan hafi náð, en meginmarkmið Samtakanna ‘78 sé að hinsegin fólk sé sýnilegt og viðurkennt og njóti fyllstu réttinda á öllum sviðum samfélagsins. „Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt og að það sé gert að aðalatriði í samtölum sem ættu að snúast um allt annað. Slík framkoma ber vott um fordómafull viðhorf, hvort sem fólk áttar sig á því eða ekki. Það eru því mikil vonbrigði að sjá bæði almenna kjósendur og jafnvel fjölmiðlafólk gera lítið úr hæfni Baldurs Þórhallssonar til þess að gegna embætti forseta Íslands á grundvelli þess að hann er hommi. Stjórn Samtakanna ‘78 hvetur íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig við málefnalega umfjöllun í aðdraganda forsetakosninga og falla ekki í þá gryfju að gera einkalíf frambjóðenda að aðalatriði.“
Hinsegin Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira