23 hvolpar á heimili í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. apríl 2024 20:15 Kjartan Halldór Antonsson og Eydís Gréta Guðbrandsdóttir hundaræktendur í Þorlákshöfn hvort með sinn hvolpinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það iðar allt af lífi og fjöri á heimili í Þorlákshöfn þessa dagana því 23 hvolpar úr tveimur gotum voru að koma þar í heiminn, þrettán rakkar og tíu tíkur. Hvolparnir fæddust í tveimur gotum sitthvorn daginn fyrir sex vikum en um er að ræða veiðihunda úr Zeldu ræktun þeirra Kjartans Halldórs og Eydísar Grétu. Tíu tíkur og þrettán rakkar komu í heiminn en mæður þeirra eru þær Níta og Síba. „Við skulum orða það þannig að það myndi sennilega engin með fullri meðvitund óska sér 23 hvolpa en maður tekur bara því semkemur, stundum koma tveir,” segir Kjartan Halldór hlæjandi og bætir við. „En það er merkilegt með Helga bróðir, hann spáði þessu, hann dreymdi fyrir 23 hvolpum, 13 rökkum og 10 tíkum og hann var gjörsamlega með þetta á hreinu.” Hvolparnir sofa mikið og njóta þessa að vera í návist hvors annars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvolparnir sofa mikið og njóta þessa að vera í návist hvors annars og þá eru bræðurnir og barnabörn þeirra Kjartans og Eydísar , sem búa í Hafnarfirði duglegir að koma í heimsókn til að leika við hvolpana og fá að halda á þeim. „Þetta eru ofboðslega auðþjálfaðir hundar og skarpir hundar, klárir. Ofboðslega skemmtilegir og húsbóndahollir,” segir Eydís Gréta. Það kom í ljós fljótlega eftir gotið hjá Síbu að hún mjólkaði ekki nóg og voru hvolparnir hennar þá á pela í þrjár vikur og hvolpar Nítu fengu líka stundum auka gjafir og það merkilega er að tíkin Njála, sem er alsystir Nítu og á ekkert í hvolpunum tók upp á því að byrja að mjólka og gefur hvolpunum úr spenunum sínum alveg eins og alvöru mæður þeirra, magnað en dagsatt. Bræðurnir og barnabörn þeirra Kjartans og Eydísar þeir Natan Elí (t.v.) og Máni Hrafn Smárasynir, sem búa í Hafnarfirði koma reglulega til að kíkja á hvolpana og leika við þá.Magnús Hlynur Hreiðarsson En nú kemur aðalspurningin, hvað verður um þessa 23 hvolpa? „Heyrðu, við erum svo ofboðslega heppin, við höfum ekki oft komið með got en það hafa alltaf fengið færri en vilja en við áttuðum okkur á því með 23 að við yrðum með einhverja hunda fram eftir sumri og jafnvel eftir vetri en okkur telst til að það séu þegar farnir 14, sem er bara alveg magnað,” segir Kjartan Halldóra. Þá má geta þess að Kjartan og Eydís hafa fengið fjölmörg verðlaun í gegnum árin fyrir sína ræktun en þeirra líf snýst jú númer eitt, tvö og þrjú um hunda og aftur hunda. Ræktunarsíða Kjartans og Eydísar Ölfus Hundar Dýr Gæludýr Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
Hvolparnir fæddust í tveimur gotum sitthvorn daginn fyrir sex vikum en um er að ræða veiðihunda úr Zeldu ræktun þeirra Kjartans Halldórs og Eydísar Grétu. Tíu tíkur og þrettán rakkar komu í heiminn en mæður þeirra eru þær Níta og Síba. „Við skulum orða það þannig að það myndi sennilega engin með fullri meðvitund óska sér 23 hvolpa en maður tekur bara því semkemur, stundum koma tveir,” segir Kjartan Halldór hlæjandi og bætir við. „En það er merkilegt með Helga bróðir, hann spáði þessu, hann dreymdi fyrir 23 hvolpum, 13 rökkum og 10 tíkum og hann var gjörsamlega með þetta á hreinu.” Hvolparnir sofa mikið og njóta þessa að vera í návist hvors annars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvolparnir sofa mikið og njóta þessa að vera í návist hvors annars og þá eru bræðurnir og barnabörn þeirra Kjartans og Eydísar , sem búa í Hafnarfirði duglegir að koma í heimsókn til að leika við hvolpana og fá að halda á þeim. „Þetta eru ofboðslega auðþjálfaðir hundar og skarpir hundar, klárir. Ofboðslega skemmtilegir og húsbóndahollir,” segir Eydís Gréta. Það kom í ljós fljótlega eftir gotið hjá Síbu að hún mjólkaði ekki nóg og voru hvolparnir hennar þá á pela í þrjár vikur og hvolpar Nítu fengu líka stundum auka gjafir og það merkilega er að tíkin Njála, sem er alsystir Nítu og á ekkert í hvolpunum tók upp á því að byrja að mjólka og gefur hvolpunum úr spenunum sínum alveg eins og alvöru mæður þeirra, magnað en dagsatt. Bræðurnir og barnabörn þeirra Kjartans og Eydísar þeir Natan Elí (t.v.) og Máni Hrafn Smárasynir, sem búa í Hafnarfirði koma reglulega til að kíkja á hvolpana og leika við þá.Magnús Hlynur Hreiðarsson En nú kemur aðalspurningin, hvað verður um þessa 23 hvolpa? „Heyrðu, við erum svo ofboðslega heppin, við höfum ekki oft komið með got en það hafa alltaf fengið færri en vilja en við áttuðum okkur á því með 23 að við yrðum með einhverja hunda fram eftir sumri og jafnvel eftir vetri en okkur telst til að það séu þegar farnir 14, sem er bara alveg magnað,” segir Kjartan Halldóra. Þá má geta þess að Kjartan og Eydís hafa fengið fjölmörg verðlaun í gegnum árin fyrir sína ræktun en þeirra líf snýst jú númer eitt, tvö og þrjú um hunda og aftur hunda. Ræktunarsíða Kjartans og Eydísar
Ölfus Hundar Dýr Gæludýr Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira