Landskjörsstjórn tilkynnir á morgun hvaða listar eru gildir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. apríl 2024 13:00 Kristín Edwald formaður Landskjörsstjórnar og forsetaframbjóðendurnir Arnar Þór jónsson, Ástþór Magnússon og Helga Þórisdóttir. Vísir Þau fjögur sem skorti meðmælendur á undirskriftalista til forseta Íslands segjast vera komin með viðunandi fjölda memælenda. Þrjú af fjórum vantaði undirskriftir í sunnlendingafjórðungi. Landskjörsstjórn gefur frest til fimm í dag að skila inn viðunandi fjölda. Þrettán forsetaframbjóðendur skiluðu inn meðmælendalistum sínum til Landskjörsstjórnar á föstudag en til að þeir teljist fullgildir þurfa 1.500 manns að hafa skrifað undir. Í gær fengu svo fjórir frambjóðendur símhringingar þaðan um að það vantaði upp á fjölda meðmælanda. Ástæðurnar geta til dæmis verið að einstaklingur hefur mælt með tveimur frambjóðendum sem er óheimilt eða er undir lögaldri. Kristín Edwald formaður Landskjörsstjórnar segir að í öllum tilvikum hafi vantað lítillega upp á að listarnir væru í lagi. „Til að frambjóðanda sé gefinn kostur á að bæta úr eru það alltaf einhverjir minni háttar ágallar og grunnlínan er alltaf sú að frambjóðandinn hafi mátt ætla að hann hafi verið búinn að ná tilskyldum fjölda,“ segir Kristín. Landskjörsstjórn tilkynnir svo endanlega um hvaða listar eru gildir klukkan ellefu á morgun í Þjóðminjasafninu. Arnar Þór Jónsson er einn þeirra sem Landskjörsstjórn hafði samband við í gær vegna ófullnægjandi lista. „Eina sem vantaði voru sex meðmæli í Vestfirðingafjórðungi og við leystum það strax í gær og þessu verður skilað inn í dag,“ segir Arnar. Helga Þórisdóttir segir að komið hafi í ljós að nokkur atkvæði vantaði uppá í Sunnlendinga- og Vestfirðingafjórðungi. „Ég var á fyrsta heimaleik Víkings kvennaliðs í 40 ár þegar ég fékk símhringingu frá Landskjörsstjórn sem snarlega dró mig niður á jörðina. Ég snaraðist út af vellinum og heyrði í mínu fólki og á núll einni var þetta afgreitt,“ segir Helga. „Vorum eins og blindir kettlingar“ Ástþór Magnússon segir að vantað hafi upp á í sunnlendingafjórðungi. „Það voru fáeinar undirskriftir. Það tók bara fáeinar mínútur að ná í þær, þetta er komið margfalt núna. Við vorum með mikið af handskrifuðum listum og við fyrri kosningu 2016 vorum við með aðgang að þjóðskrá en við fengum engin slík tæki í dag þannig við vorum eins og blindir kettlingar að vinna með þessa lista. Eiríkur Ingi Jóhannsson sem er meðal þeirra sem Landskjörsstjórn gaf frest til að skila inn nægum fjölda meðmælenda svaraði ekki fréttastofu í morgun en á samfélagsmiðlum kveðst hann hafa safnað nægum fjölda meðmælenda. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Þrettán forsetaframbjóðendur skiluðu inn meðmælendalistum sínum til Landskjörsstjórnar á föstudag en til að þeir teljist fullgildir þurfa 1.500 manns að hafa skrifað undir. Í gær fengu svo fjórir frambjóðendur símhringingar þaðan um að það vantaði upp á fjölda meðmælanda. Ástæðurnar geta til dæmis verið að einstaklingur hefur mælt með tveimur frambjóðendum sem er óheimilt eða er undir lögaldri. Kristín Edwald formaður Landskjörsstjórnar segir að í öllum tilvikum hafi vantað lítillega upp á að listarnir væru í lagi. „Til að frambjóðanda sé gefinn kostur á að bæta úr eru það alltaf einhverjir minni háttar ágallar og grunnlínan er alltaf sú að frambjóðandinn hafi mátt ætla að hann hafi verið búinn að ná tilskyldum fjölda,“ segir Kristín. Landskjörsstjórn tilkynnir svo endanlega um hvaða listar eru gildir klukkan ellefu á morgun í Þjóðminjasafninu. Arnar Þór Jónsson er einn þeirra sem Landskjörsstjórn hafði samband við í gær vegna ófullnægjandi lista. „Eina sem vantaði voru sex meðmæli í Vestfirðingafjórðungi og við leystum það strax í gær og þessu verður skilað inn í dag,“ segir Arnar. Helga Þórisdóttir segir að komið hafi í ljós að nokkur atkvæði vantaði uppá í Sunnlendinga- og Vestfirðingafjórðungi. „Ég var á fyrsta heimaleik Víkings kvennaliðs í 40 ár þegar ég fékk símhringingu frá Landskjörsstjórn sem snarlega dró mig niður á jörðina. Ég snaraðist út af vellinum og heyrði í mínu fólki og á núll einni var þetta afgreitt,“ segir Helga. „Vorum eins og blindir kettlingar“ Ástþór Magnússon segir að vantað hafi upp á í sunnlendingafjórðungi. „Það voru fáeinar undirskriftir. Það tók bara fáeinar mínútur að ná í þær, þetta er komið margfalt núna. Við vorum með mikið af handskrifuðum listum og við fyrri kosningu 2016 vorum við með aðgang að þjóðskrá en við fengum engin slík tæki í dag þannig við vorum eins og blindir kettlingar að vinna með þessa lista. Eiríkur Ingi Jóhannsson sem er meðal þeirra sem Landskjörsstjórn gaf frest til að skila inn nægum fjölda meðmælenda svaraði ekki fréttastofu í morgun en á samfélagsmiðlum kveðst hann hafa safnað nægum fjölda meðmælenda.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira