„Þessi ákvörðun var ekki tekin í Valhöll“ Jakob Bjarnar skrifar 26. apríl 2024 10:31 Einn þekktasti kosningasmali landsins er genginn til liðs við Katrínu Jakobsdóttur. Friðjón er einnig borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og er það skoðun margra að þetta staðfesti illan grun um allsherjar samkrull milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. vísir/frosti/vilhelm Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, hefur gengið til liðs við kosningateymi Katrínar Jakobsdóttur í komandi forsetakosningum. Sem þykja tíðindi á ýmsum bæjum. Friðjón tilkynnti um þetta á Facebook-síðu sinni í gær og hefur þetta valdið verulegu uppnámi á sumum bæjum og er haft til marks um svik Katrínar og Vinstri grænna við málstaðinn. Og staðfesti svo ekki verður um villst tengsl Katrínar við Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðismenn sumir hverjir ekki kátir heldur Friðjón segir, í samtali við Vísi, að hann gefi ekki mikið fyrir þau sjónarmið. „Ég hef alltaf unnið fyrir hófsama vinstri menn í þessum kosningum. Ég tel Guðna ekki til hægri manna. Fullt af Sjálfstæðismönnum sem studdu hans en einkum voru þetta nú gamlir vinir úr Garðabæ og ættingjar.“ Friðjón segist hafa þekkt Katrínu lengi og treysti henni einfaldlega fyrir þessu. „Ég hef líka fengið gagnrýni úr röðum Sjálfstæðismanna fyrir að standa í þessu. Þetta er eins og það er. „Damned if you do, damned if you don't “. En þetta er ekki ákvörðun sem tekin var í Valhöll, því get ég lofað þér.“ Friðjón telst sérlega eftirsóttur í það að tilheyra kosningamaskínu, hann hefur mikla reynslu í þeim efnum og það sem meira er – brennandi áhuga á kosningum. „Ég hef átt fundi með ýmsum sem hafa viljað spyrja mig um framkvæmd forsetakosninga og ég hef átt fundi með fólki sem hefur farið og farið ekki. Fólk veit að ég hef einhverja reynslu af þessu og er bóngóður. Ég hef gaman að því að tala um kosningar þannig að þetta er engin kvöð. Að bjóða mér í kaffi að tala um það sem mér finnst skemmtilegast að tala um,“ segir Friðjón og hlær. Er sjálfboðaliði eins og flestir í teyminu Að sögn Friðjóns eru allra flokka kvikindi sem tilheyra kosningateymi Katrínar. „Ég var beðinn um að koma þarna inn og mér er það ljúft og skylt, því ég hef þekkt hana lengi.“ En af hverju styðja Sjálfstæðismenn Katrínu í þessum slag? „Þeir íhaldsmenn sem styðja hana gera það út af tvennu að ég tel; Hún talar fyrir íslenskri menningu og íslenskri tungu og þeir hafa það á tilfinningunni að hún fari ekki á taugum í erfiðum aðstæðum. Treysta henni betur en öðrum til að standa í lappirnar þegar Twitter fer af stað.“ Friðjón segist muna eftir könnun sem fór fram fyrir nokkrum árum þar sem á daginn kom að tvö prósent þjóðarinnar fóru inn á Twitter. Engu að síður voru áhrif þess sem þar var sagt veruleg. En þetta segði til um hvers konar míkrókosmos Twitter eða X er, jafnvel eftir að Elon Musk keypti þetta. Friðjón segist að endingu vera í sjálfboðavinnu fyrir Katrínu, eins og flestir sem að þessu koma. „Þetta er sjálfboðaliðastarf, mánaðarsprettur, kvöld og helgarvinna og ég hlýt að geta haldið tveimur boltum á lofti,“ segir Friðjón. Hann er mættur í slaginn. Forsetakosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Friðjón tilkynnti um þetta á Facebook-síðu sinni í gær og hefur þetta valdið verulegu uppnámi á sumum bæjum og er haft til marks um svik Katrínar og Vinstri grænna við málstaðinn. Og staðfesti svo ekki verður um villst tengsl Katrínar við Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðismenn sumir hverjir ekki kátir heldur Friðjón segir, í samtali við Vísi, að hann gefi ekki mikið fyrir þau sjónarmið. „Ég hef alltaf unnið fyrir hófsama vinstri menn í þessum kosningum. Ég tel Guðna ekki til hægri manna. Fullt af Sjálfstæðismönnum sem studdu hans en einkum voru þetta nú gamlir vinir úr Garðabæ og ættingjar.“ Friðjón segist hafa þekkt Katrínu lengi og treysti henni einfaldlega fyrir þessu. „Ég hef líka fengið gagnrýni úr röðum Sjálfstæðismanna fyrir að standa í þessu. Þetta er eins og það er. „Damned if you do, damned if you don't “. En þetta er ekki ákvörðun sem tekin var í Valhöll, því get ég lofað þér.“ Friðjón telst sérlega eftirsóttur í það að tilheyra kosningamaskínu, hann hefur mikla reynslu í þeim efnum og það sem meira er – brennandi áhuga á kosningum. „Ég hef átt fundi með ýmsum sem hafa viljað spyrja mig um framkvæmd forsetakosninga og ég hef átt fundi með fólki sem hefur farið og farið ekki. Fólk veit að ég hef einhverja reynslu af þessu og er bóngóður. Ég hef gaman að því að tala um kosningar þannig að þetta er engin kvöð. Að bjóða mér í kaffi að tala um það sem mér finnst skemmtilegast að tala um,“ segir Friðjón og hlær. Er sjálfboðaliði eins og flestir í teyminu Að sögn Friðjóns eru allra flokka kvikindi sem tilheyra kosningateymi Katrínar. „Ég var beðinn um að koma þarna inn og mér er það ljúft og skylt, því ég hef þekkt hana lengi.“ En af hverju styðja Sjálfstæðismenn Katrínu í þessum slag? „Þeir íhaldsmenn sem styðja hana gera það út af tvennu að ég tel; Hún talar fyrir íslenskri menningu og íslenskri tungu og þeir hafa það á tilfinningunni að hún fari ekki á taugum í erfiðum aðstæðum. Treysta henni betur en öðrum til að standa í lappirnar þegar Twitter fer af stað.“ Friðjón segist muna eftir könnun sem fór fram fyrir nokkrum árum þar sem á daginn kom að tvö prósent þjóðarinnar fóru inn á Twitter. Engu að síður voru áhrif þess sem þar var sagt veruleg. En þetta segði til um hvers konar míkrókosmos Twitter eða X er, jafnvel eftir að Elon Musk keypti þetta. Friðjón segist að endingu vera í sjálfboðavinnu fyrir Katrínu, eins og flestir sem að þessu koma. „Þetta er sjálfboðaliðastarf, mánaðarsprettur, kvöld og helgarvinna og ég hlýt að geta haldið tveimur boltum á lofti,“ segir Friðjón. Hann er mættur í slaginn.
Forsetakosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent