Innlent

Helga Þóris­dóttir komin með lág­marks­fjölda með­mæla

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Helga Þórisdóttir hefur náð lágmarksfjöldanum.
Helga Þórisdóttir hefur náð lágmarksfjöldanum. Helga Þórisdóttir

Helga Þórisdóttir er komin með lágmarksfjölda í meðmælasöfnun fyrir framboð sitt til forseta Íslands. Þessu greinir hún frá í tilkynningu.

Hún segist hlakka til að geta kynnt sig enn betur fyrir landanum og stefnir að fara á hina ýmsu staði á landsvísu til að kynna sig og hvaða kosti hún hefur fram að færa í forsetaembættinu.

„Með sól í hjarta tilkynni ég hér með að ég hef náð undirskriftunum í meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð. Þessu fagna ég á þessum fallega degi, sumardeginum fyrsta, og vil nota tækifærið og óska landsmönnum öllum gleðilegs sumars,“ segir hún í fréttatilkynningu.

Helga segist vilja þakka öllum þeim sem hafa lagt henni lið og skrifað undir meðmælalistann hennar.

„Þetta hefur verið mikil lífsreynsla og alveg hreint dásamlegt. Ég hef hitt fjöldann allan af yndislegu fólki um land allt sem hefur trú á því reynsla mín og þekking muni komi að góðum notum á Bessastöðum og fyrir það verð ég ævinlega þakklát,“ segir Helga.

Helga er tíundi frambjóðandinn til að ná þessu marki en skilafrestur meðmælendalistanna er á morgun.


Tengdar fréttir

Sigríði þykir ólíklegt að hún nái undirskriftum

Milli klukkan tíu og tólf á morgun mun Landskjörstjórn taka við framboðum til forseta Íslands. Eins og fram hefur komið þarf frambjóðandi að hafa 1500 undirskriftir til að komast áfram í kjörið. Tíminn er því naumur fyrir frambjóðendur sem ekki hafa náð þeim undirskriftafjölda. Helga Þórisdóttir er bjartsýn en Sigríður Hrund ekki. 

Ásdís á „innan við hundrað“ undirskriftir eftir

Undirskriftasöfnun forsetaframbjóðendanna Helgu Þórisdóttur og Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur virðist ganga vel en þær segjast báðar vera á lokametrunum í söfnuninni. Sigríður Hrund Pétursdóttir kveðst ekki ætla að kíkja á stöðu söfnunar sinnar fyrr en á morgun. 

Helga ekki til­búin að henda inn hand­klæðinu

Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×