Kólnar á öllu landinu eftir óvenjugóðan fyrsta sumardag Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. apríl 2024 13:47 Það er enn þá vor þó að haldið sé upp á sumardaginn fyrsta í dag, segir veðurfræðingur. Vísir/vilhelm Barnamenningarhátíð, skátafjör og skrúðgöngur eru á meðal þess sem landsmenn geta dundað sér við í dag, á sumardaginn fyrsta. Besta veðrið er á suðvesturhorninu, þar sem dagurinn er óvenjuveðursæll. „Eftir hæga breytilega átt síðustu daga er að snúast í norðanátt, þó fremur hæga víðast hvar á landinu. Henni fylgir að það er að þykkna upp fyrir norðan, verður skýjað þar og kólnar. En sunnan heiða verður að mestu léttskýjað og hitinn ætti að ná tveggja stafa tölu ansi víða,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur og bætir við að best sé veðurútlitið suðvestantil. „Þetta er náttúrulega ekki það besta sem hefur gerst en þetta er í betri kantinum, að fá svona sólríkt og hægan vind.“ Hæsti hiti sem mælst hefur í Reykjavík á sumardaginn fyrsta er 13,5 stig árið 1998 en á landsvísu er það 19,8 stig á Akureyri 1976. Lægsti hiti á sumardaginn fyrsta mældist á Barkarstöðum í Miðfirði 1988, 18,2 stiga frost. Og talandi um kulda - eftir veðurblíðu síðustu daga fer veður nú kólnandi. „Þessi hæð sem er búin að vera hér yfir landinu undanfarið hún er að gefa aðeins eftir. Það er heldur kólnandi á öllu landinu á næstunni en helst nú mikil til bjart sunnan jökla,“ segir Eiríkur. Þannig að eins og svo oft áður á sumardaginn fyrsta er sumarið ekki alveg komið? „Nei, það er enn þá vor í nútímaskilningi.“ Fjölbreytt dagskrá er víða um land í tilefni dagsins og hér fylgir langt í frá tæmandi listi; barnamenningarhátíð heldur áfram í Reykjavík og skátahreyfingin stendur fyrir húllumhæi í flestum landshlutum. Í Hafnarfirði er meðal annars blásið til skrúðgöngu og víðavangshlaups og skrúðganga verður sömuleiðis gengin í Garðabæ. Á Akureyri verður ýmislegt í gangi í tenglslum við Barnamenningarhátíð eins og hér í höfuðstaðnum og eyfirski safnadagurinn haldinn hátíðlegur. Veður Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Sjá meira
„Eftir hæga breytilega átt síðustu daga er að snúast í norðanátt, þó fremur hæga víðast hvar á landinu. Henni fylgir að það er að þykkna upp fyrir norðan, verður skýjað þar og kólnar. En sunnan heiða verður að mestu léttskýjað og hitinn ætti að ná tveggja stafa tölu ansi víða,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur og bætir við að best sé veðurútlitið suðvestantil. „Þetta er náttúrulega ekki það besta sem hefur gerst en þetta er í betri kantinum, að fá svona sólríkt og hægan vind.“ Hæsti hiti sem mælst hefur í Reykjavík á sumardaginn fyrsta er 13,5 stig árið 1998 en á landsvísu er það 19,8 stig á Akureyri 1976. Lægsti hiti á sumardaginn fyrsta mældist á Barkarstöðum í Miðfirði 1988, 18,2 stiga frost. Og talandi um kulda - eftir veðurblíðu síðustu daga fer veður nú kólnandi. „Þessi hæð sem er búin að vera hér yfir landinu undanfarið hún er að gefa aðeins eftir. Það er heldur kólnandi á öllu landinu á næstunni en helst nú mikil til bjart sunnan jökla,“ segir Eiríkur. Þannig að eins og svo oft áður á sumardaginn fyrsta er sumarið ekki alveg komið? „Nei, það er enn þá vor í nútímaskilningi.“ Fjölbreytt dagskrá er víða um land í tilefni dagsins og hér fylgir langt í frá tæmandi listi; barnamenningarhátíð heldur áfram í Reykjavík og skátahreyfingin stendur fyrir húllumhæi í flestum landshlutum. Í Hafnarfirði er meðal annars blásið til skrúðgöngu og víðavangshlaups og skrúðganga verður sömuleiðis gengin í Garðabæ. Á Akureyri verður ýmislegt í gangi í tenglslum við Barnamenningarhátíð eins og hér í höfuðstaðnum og eyfirski safnadagurinn haldinn hátíðlegur.
Veður Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent