Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Rafn Ágúst Ragnarsson og Heimir Már Pétursson skrifa 23. apríl 2024 21:13 Jóhann Páll segist ekki skilja hvað ríkisstjórninni gengur til. Vísir/Samsett Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. „Það sem er stórhættulegt í þessu frumvarpi er ákvæðið um ótímabundin rekstrarleyfi og bráðabirgðaákvæði um að öll leyfi sem gefin hafa verið út með tímabundnum hætti verði ótímabundin. Hér er verið að fara í þveröfuga átt við það sem er að gerast í Noregi til dæmis. Þar sem var skrifað sérstaklega í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar jafnaðarmanna og fleiri flokka að héðan í frá yrðu einvörðungu gefin út tímabundin leyfi til sjókvíaeldis,“ segir Jóhann. Klippa: Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar er sama sinnis og Jóhann og sakar ríkisstjórnina um sérhagsmunagæslu sem fer þvert á vilja þjóðarinnar. Frumvarp um lagareldi sé tímabært og nauðsynlegt en tryggja þurfi réttlátan arð þjóðarinnar af þessari auðlind. „Hér er verið að bregðast við áfellisdómi frá ríkisendurskoðanda yfir stjórnsýslunni í þessari mikilvægu atvinnugrein. Það á að laga stjórnsýsluna, það á að tryggja umhverfisþáttinn og það á að tryggja hag þessara byggðalaga sem eiga allt undir þessari atvinnugrein,“ segir hún. „Það verður enginn friður“ Jóhann Páll segir mikilvægt að gerður sé sterkur lagarammi um fiskeldi til að atvinnugreinin geti vaxið í lágmarkssátt við þjóðina. Þýðir þetta að ríkið myndi aldrei ná þessu til sín aftur? „Já, stutta svarið er ef marka má reynsluna, að minnsta kosti nota þau þetta sem afsökun fyrir því að það verði gert vegna þess að það hafa þau gert í sjávarútveginum í áratugi,“ segir Hanna Katrín. „Ég bara skil ekki hvernig ríkisstjórninni dettur í hug að hún komist upp með þetta. Það verður enginn friður um þetta. Ég get alveg lofað því,“ segir Jóhann Páll. Jóhann segir að sé hægt að ná sátt um að breyta ákvæðinu um ótímabundnar leyfisveitingar og fleirum geti náðst samstaða um heildarlöggjöf um fiskeldi. „Það er ýmislegt sem þarf að skoða mjög vandlega í þessu frumvarpi,“ segir hann. Sjókvíaeldi Fiskeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Óbreytt frumvarp þýði útrýmingu villta laxins Aðalfundur Landsambands veiðifélaga lýsir yfir miklum áhyggjum af efni frumvarps um lagareldi, sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra, mælir nú fyrir á þingi. En þar er tekist á af hörku um málið. 23. apríl 2024 16:47 Velkomin í Verbúðina II Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um lagareldi nú rétt í þessu. Það nær til sjókvíaeldis, landeldis, hafeldis og þörungaræktar. Fyrir liggur að málið er gríðarlega eldfimt. 23. apríl 2024 15:11 Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. 22. apríl 2024 22:36 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Það sem er stórhættulegt í þessu frumvarpi er ákvæðið um ótímabundin rekstrarleyfi og bráðabirgðaákvæði um að öll leyfi sem gefin hafa verið út með tímabundnum hætti verði ótímabundin. Hér er verið að fara í þveröfuga átt við það sem er að gerast í Noregi til dæmis. Þar sem var skrifað sérstaklega í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar jafnaðarmanna og fleiri flokka að héðan í frá yrðu einvörðungu gefin út tímabundin leyfi til sjókvíaeldis,“ segir Jóhann. Klippa: Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar er sama sinnis og Jóhann og sakar ríkisstjórnina um sérhagsmunagæslu sem fer þvert á vilja þjóðarinnar. Frumvarp um lagareldi sé tímabært og nauðsynlegt en tryggja þurfi réttlátan arð þjóðarinnar af þessari auðlind. „Hér er verið að bregðast við áfellisdómi frá ríkisendurskoðanda yfir stjórnsýslunni í þessari mikilvægu atvinnugrein. Það á að laga stjórnsýsluna, það á að tryggja umhverfisþáttinn og það á að tryggja hag þessara byggðalaga sem eiga allt undir þessari atvinnugrein,“ segir hún. „Það verður enginn friður“ Jóhann Páll segir mikilvægt að gerður sé sterkur lagarammi um fiskeldi til að atvinnugreinin geti vaxið í lágmarkssátt við þjóðina. Þýðir þetta að ríkið myndi aldrei ná þessu til sín aftur? „Já, stutta svarið er ef marka má reynsluna, að minnsta kosti nota þau þetta sem afsökun fyrir því að það verði gert vegna þess að það hafa þau gert í sjávarútveginum í áratugi,“ segir Hanna Katrín. „Ég bara skil ekki hvernig ríkisstjórninni dettur í hug að hún komist upp með þetta. Það verður enginn friður um þetta. Ég get alveg lofað því,“ segir Jóhann Páll. Jóhann segir að sé hægt að ná sátt um að breyta ákvæðinu um ótímabundnar leyfisveitingar og fleirum geti náðst samstaða um heildarlöggjöf um fiskeldi. „Það er ýmislegt sem þarf að skoða mjög vandlega í þessu frumvarpi,“ segir hann.
Sjókvíaeldi Fiskeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Óbreytt frumvarp þýði útrýmingu villta laxins Aðalfundur Landsambands veiðifélaga lýsir yfir miklum áhyggjum af efni frumvarps um lagareldi, sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra, mælir nú fyrir á þingi. En þar er tekist á af hörku um málið. 23. apríl 2024 16:47 Velkomin í Verbúðina II Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um lagareldi nú rétt í þessu. Það nær til sjókvíaeldis, landeldis, hafeldis og þörungaræktar. Fyrir liggur að málið er gríðarlega eldfimt. 23. apríl 2024 15:11 Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. 22. apríl 2024 22:36 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Óbreytt frumvarp þýði útrýmingu villta laxins Aðalfundur Landsambands veiðifélaga lýsir yfir miklum áhyggjum af efni frumvarps um lagareldi, sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra, mælir nú fyrir á þingi. En þar er tekist á af hörku um málið. 23. apríl 2024 16:47
Velkomin í Verbúðina II Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um lagareldi nú rétt í þessu. Það nær til sjókvíaeldis, landeldis, hafeldis og þörungaræktar. Fyrir liggur að málið er gríðarlega eldfimt. 23. apríl 2024 15:11
Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. 22. apríl 2024 22:36