Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. apríl 2024 22:36 Hún segir að rústa sé verið íslenskri náttúru fyrir vellystingar í Noregi. Vísir/Samsett Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. Katrín Oddsdóttir, lögmaður landeigandans, segir kvíar sem Arctic Sea Farm hafa þegar komið fyrir í Djúpinu vera í bullandi ólögmæti og að lögbannsbeiðnin sé lokaúrræði til að „hrista þessa íslensku stjórnsýslu til lífs“ svo hægt sé að koma náttúrunni til bjargar. Stærð landareignarinnar vanmetin Samkvæmt umfjöllum BB stefnir Arctic Sea Farm að því að setja út 1 ti 1,5 milljón seiða af frjóum eldislaxi í maí næstkomandi í kvíastæði við Sandeyri en fyrirtækið fékk rekstrarleyfi frá Matvælastofnun í síðasta mánuði. Á sama tíma fékk fyrirtækið leyfi fyrir kvíastæðum við Arnarnes og Kirkjusund. Áætluð eldissvæði Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi.MAST Katrín segir stjórnsýsluna ekki hafa tekið mið af netlögunum við veitingu leyfanna. „Það er búið að vanmeta algjörlega hversu langt landið hans nær út í sjó og fyrir vikið búið að heimila sjókvíaeldi inni á hans eignarjörð sem er galið því hann er alfarið á móti þessu,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Katrín segir landeigandann hafa keypt landið til að verja tíma í friði og ró en enginn hafi hlustað á mótbárur hans við framkvæmdunum. Landeigendur á svæðinu í kring hafi einnig mótmælt fyrirhuguðum sjókvíum. „Gígantísk frekja“ Í lögbannsbeiðninni koma fram helstu ástæður þess að Katrín og skjólstæðingur hennar telja aðgerðir Arctic Sea Farm ólögmætar. Ásamt því að sjókvíarnar liggi að þeirra mati inni á jarðeign landeigandans telja þau að verði af áformum um sjókvíar á svæðinu komi það til með að ógna siglingaöryggi. Sandeyrarsvæðið sé í ljósgeisla frá Óshólavita og því sé um að ræða aðgerð sem brýtur í bága við lög um vitamál. Einnig fara þau fram á að nýtt umhverfismat þurfi að liggja fyrir og nýtt álit Skipulagsstofnunar um það mat áður en leyfisveiting verður möguleg. Er það vegna rannsóknar lögreglu á slysasleppingum í öðrum kvíum Arctic Sea Farm. „Lögbannskrafan er um það að þetta verði stoppað þangað til að við getum að minnsta kosti fengið úr um það skorið fyrir þessari blessuðu úrskurðarnefnd hvort það hafi verið lögmætt eða ekki að veita öll þessi leyfi. Það er svo mikill asi á þessu. Leyfin eru veitt í lok febrúar og svo eru bara komnar kvíar og allt fyrir einhverjum viku, tíu dögum. Þetta er svo gígantísk frekja hjá þessum stórfyrirtækjum,“ segir Katrín. Rústa íslenskri náttúru fyrir norskar vellystingar Hún segir ríkisstjórnina verða að grípa inn í og gera eitthvað í málunum áður en verður um seinan. „Vegna þess að það er verið að rústa íslenskri náttúru til þess að einhverjir norskir Exit-gaurar geti haft það aðeins betur í einhverjum vellystingum,“ segir Katrín. „Þarna er ekki brothætt byggð í kring, það er ekkert þorp þarna í kring þar sem hægt er að rökstyðja að sé verið að bjarga einhverjum störfum. Þetta er eyðileggingarafl gegn íslenskri náttúru sem okkur þykir öllum alveg ótrúlega vænt um.“ Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Fiskeldi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Katrín Oddsdóttir, lögmaður landeigandans, segir kvíar sem Arctic Sea Farm hafa þegar komið fyrir í Djúpinu vera í bullandi ólögmæti og að lögbannsbeiðnin sé lokaúrræði til að „hrista þessa íslensku stjórnsýslu til lífs“ svo hægt sé að koma náttúrunni til bjargar. Stærð landareignarinnar vanmetin Samkvæmt umfjöllum BB stefnir Arctic Sea Farm að því að setja út 1 ti 1,5 milljón seiða af frjóum eldislaxi í maí næstkomandi í kvíastæði við Sandeyri en fyrirtækið fékk rekstrarleyfi frá Matvælastofnun í síðasta mánuði. Á sama tíma fékk fyrirtækið leyfi fyrir kvíastæðum við Arnarnes og Kirkjusund. Áætluð eldissvæði Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi.MAST Katrín segir stjórnsýsluna ekki hafa tekið mið af netlögunum við veitingu leyfanna. „Það er búið að vanmeta algjörlega hversu langt landið hans nær út í sjó og fyrir vikið búið að heimila sjókvíaeldi inni á hans eignarjörð sem er galið því hann er alfarið á móti þessu,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Katrín segir landeigandann hafa keypt landið til að verja tíma í friði og ró en enginn hafi hlustað á mótbárur hans við framkvæmdunum. Landeigendur á svæðinu í kring hafi einnig mótmælt fyrirhuguðum sjókvíum. „Gígantísk frekja“ Í lögbannsbeiðninni koma fram helstu ástæður þess að Katrín og skjólstæðingur hennar telja aðgerðir Arctic Sea Farm ólögmætar. Ásamt því að sjókvíarnar liggi að þeirra mati inni á jarðeign landeigandans telja þau að verði af áformum um sjókvíar á svæðinu komi það til með að ógna siglingaöryggi. Sandeyrarsvæðið sé í ljósgeisla frá Óshólavita og því sé um að ræða aðgerð sem brýtur í bága við lög um vitamál. Einnig fara þau fram á að nýtt umhverfismat þurfi að liggja fyrir og nýtt álit Skipulagsstofnunar um það mat áður en leyfisveiting verður möguleg. Er það vegna rannsóknar lögreglu á slysasleppingum í öðrum kvíum Arctic Sea Farm. „Lögbannskrafan er um það að þetta verði stoppað þangað til að við getum að minnsta kosti fengið úr um það skorið fyrir þessari blessuðu úrskurðarnefnd hvort það hafi verið lögmætt eða ekki að veita öll þessi leyfi. Það er svo mikill asi á þessu. Leyfin eru veitt í lok febrúar og svo eru bara komnar kvíar og allt fyrir einhverjum viku, tíu dögum. Þetta er svo gígantísk frekja hjá þessum stórfyrirtækjum,“ segir Katrín. Rústa íslenskri náttúru fyrir norskar vellystingar Hún segir ríkisstjórnina verða að grípa inn í og gera eitthvað í málunum áður en verður um seinan. „Vegna þess að það er verið að rústa íslenskri náttúru til þess að einhverjir norskir Exit-gaurar geti haft það aðeins betur í einhverjum vellystingum,“ segir Katrín. „Þarna er ekki brothætt byggð í kring, það er ekkert þorp þarna í kring þar sem hægt er að rökstyðja að sé verið að bjarga einhverjum störfum. Þetta er eyðileggingarafl gegn íslenskri náttúru sem okkur þykir öllum alveg ótrúlega vænt um.“
Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Fiskeldi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira