Leiðin í vinnuna smám saman þrefaldast: „Þetta er eins og í einhverri bíómynd“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2024 19:30 Elísabet er orðin þreytt á framkvæmdum við Breiðholtsbraut, sem hafa lengt leið hennar í vinnuna svo um munar. Vísir/Einar/Sara Breiðhyltingur segir farir sínar ekki sléttar af framkvæmdum við Breiðholtsbraut. Síðustu mánuði hefur gönguleið hennar í vinnuna smám saman þrefaldast vegna framkvæmdanna. Hún segir málið hreinlega eins og í bíómynd. Vinna við breikkun Breiðholtsbrautar hefur nú staðið yfir um nokkurt skeið - og reynst Elísabetu Guðrúnar og Jónsdóttur bókstaflegur fjötur um fót. „Ég bý hérna rétt hjá og er að vinna hérna hinum megin við hæðina í Urðarhvarfi. Ég hafði gert það að vana mínum að fara fótgangandi yfir hæðina og það tók svona korter, tuttugu mínútur um það bil.“ Í fréttinni hér fyrir ofan sjáum við grafíska framsetningu á þróun leiðarinnar. Fyrst er það leiðin sem Elísabet var vön að ganga í vinnuna, rétt rúmur kílómetri frá heimili hennar í Breiðholti og á vinnustaðinn í Kópavogi. En svo var hæðinni sem hún gekk yfir lokað og hún byrjaði að hjóla, enda leiðin búin að lengjast um heilan kílómetra. Næst var stíg við Breiðholtsbraut lokað, 600 metra hjáleið bættist við og leiðin í heild þar með búin að tvöfaldast. Enn ein lykkjan bættist svo við vegna framkvæmda við undirgöng og loks var gönguljósi við Kópavogsmörkin lokað með þeim afleiðingum að leið Elísabetar í vinnuna er nú þreföld á við það sem hún var fyrst. Grátbroslegt „Ég sé ekki að það sé nauðsynlegt að loka þessu öllu samtímis. Ég held það væri hugsanlega, kannski hægt að klára eitt svæði, loka þar og síðan fara yfir í næsta,“ segir Elísabet. „Þetta er komið á það stig að ég verð ekki pirruð, heldur fer bara að hlæja.“ Við fórum á vettvang í kvödfréttum Stöðvar 2 og í fréttinni sjáum við glitta í munna undirgangnanna sem Elísabet notaði eitt sinn. Þau eru augljóslega ekki aðgengileg lengur með góðu móti. Umrædd hæð reyndist orðin afar torfær, auk þess sem girt hefur verið fyrir hana og aðgengi að henni greinilega bannað. Elísabet bindur vonir við greiðan framgang framkvæmdanna, svo hún neyðist ekki til að fara á bíl þessa hlægilega stuttu vegalengd. „Ég gæti allt eins verið að vinna niðri í Skeifu núna, en samt er þetta rétt hjá. Þetta er mjög skrýtið. Þetta er eins og í einhverri bíómynd.“ Skipulag Vegagerð Reykjavík Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Vinna við breikkun Breiðholtsbrautar hefur nú staðið yfir um nokkurt skeið - og reynst Elísabetu Guðrúnar og Jónsdóttur bókstaflegur fjötur um fót. „Ég bý hérna rétt hjá og er að vinna hérna hinum megin við hæðina í Urðarhvarfi. Ég hafði gert það að vana mínum að fara fótgangandi yfir hæðina og það tók svona korter, tuttugu mínútur um það bil.“ Í fréttinni hér fyrir ofan sjáum við grafíska framsetningu á þróun leiðarinnar. Fyrst er það leiðin sem Elísabet var vön að ganga í vinnuna, rétt rúmur kílómetri frá heimili hennar í Breiðholti og á vinnustaðinn í Kópavogi. En svo var hæðinni sem hún gekk yfir lokað og hún byrjaði að hjóla, enda leiðin búin að lengjast um heilan kílómetra. Næst var stíg við Breiðholtsbraut lokað, 600 metra hjáleið bættist við og leiðin í heild þar með búin að tvöfaldast. Enn ein lykkjan bættist svo við vegna framkvæmda við undirgöng og loks var gönguljósi við Kópavogsmörkin lokað með þeim afleiðingum að leið Elísabetar í vinnuna er nú þreföld á við það sem hún var fyrst. Grátbroslegt „Ég sé ekki að það sé nauðsynlegt að loka þessu öllu samtímis. Ég held það væri hugsanlega, kannski hægt að klára eitt svæði, loka þar og síðan fara yfir í næsta,“ segir Elísabet. „Þetta er komið á það stig að ég verð ekki pirruð, heldur fer bara að hlæja.“ Við fórum á vettvang í kvödfréttum Stöðvar 2 og í fréttinni sjáum við glitta í munna undirgangnanna sem Elísabet notaði eitt sinn. Þau eru augljóslega ekki aðgengileg lengur með góðu móti. Umrædd hæð reyndist orðin afar torfær, auk þess sem girt hefur verið fyrir hana og aðgengi að henni greinilega bannað. Elísabet bindur vonir við greiðan framgang framkvæmdanna, svo hún neyðist ekki til að fara á bíl þessa hlægilega stuttu vegalengd. „Ég gæti allt eins verið að vinna niðri í Skeifu núna, en samt er þetta rétt hjá. Þetta er mjög skrýtið. Þetta er eins og í einhverri bíómynd.“
Skipulag Vegagerð Reykjavík Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira