Vonast til að afgreiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögulegt er Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. apríl 2024 17:53 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra tjáði sig um stöðu hvalveiðileyfa í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Vísir/Samsett Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum. Þetta sagði hún í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi fyrr í dag. Teitur Björn Einarsson þingmaður spurði Bjarkeyju hvað skýrði það að erindinu, sem hefur legið fyrir frá í janúar, hafi enn ekki verið svarað. „Það er margt í þessu sem þarf að huga að. Auk þess að taka afstöðu til þessara fyrirliggjandi umsókna þarf líka að gefa út viðauka við reglugerð um hvalveiðar um leyfilegt heildarveiðimagn ársins, af því að hv. þingmaður kom inn á það. Þessi viðauki byggir á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem rann út núna um áramótin á sama tíma og þau leyfi sem þá runnu út. Það er í rauninni margt sem verið er að draga saman,“ segir Bjarkey. Hún tekur fram að veikindi forvera hennar, Svandísar Svavarsdóttur, hafi auðvitað haft áhrif á málsmeðferðartímann og einnig að hún hafi viljað verja góðum tíma til að fara yfir málið. „Ég hef sagt að ég hyggist reyna að hraða því að fá til mín öll þau gögn sem ég tel að ég þurfi til að taka ákvörðun um þetta þannig að vel megi vera og ég vonast til þess að það gerist bara núna tiltölulega fljótlega. Þó að ég geti ekki lofað því nákvæmlega,“ segir Bjarkey en tekur fram að hún geti ekki lofað að það verði afgreitt innan neinnar ákveðinnar dagsetningar en að hún vilji temja sér þá stjórnsýslu að afgreiða mál eins hratt og mögulegt er. Lögin ekki nægjanlega skýr Teitur Björn fór þá aftur upp í ræðustól og benti á að málshraðareglan sé grundvallarregla til að tryggja réttindi borgara gagnvart stjórnvöldum og fyrirbyggja að stjórnvöld valdi tjóni með ómálefnalegum töfum. „Ég vil líka að lokum, frú forseti, spyrja hæstvirtan ráðherra hvort það sé ekki alveg ljóst að atvinna og hagsmunir fjölda fólks eru í húfi, að nærsamfélaginu, auk fyrirtækja sem þjónusta hvalveiðifyrirtækin, muni mikið um að starfsemi þessi fái að halda áfram í sumar,“ spyr Teitur. Bjarkey sagðist þá vilja árétta að það sé snúið fyrir nýjan ráðherra að setja sig inn í mál sem þessi og að búið sé að skipa starfshóp um framtíð hvalveiða. Þar verður tekið mið af áframhaldandi veiðum, takmörkun eða banni til framtíðar. „Ég held að það sé bara mikilvægt líka fyrir mig að átta mig á því, þó að það eigi ekki við um akkúrat það sem koma skal núna fyrir sumarið, að við náum betur utan um greinina en mér finnst alla vega málin standa í dag, því að það er ekkert launungarmál að lögin eru gömul og þau eru ekki að mínu mati nægjanlega skýr,“ segir Bjarkey að lokum. Hvalveiðar Hvalir Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segir útséð um hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, segir útséð um að hvalveiðar fari fram í sumar. Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar að veita fyrirtækinu starfsleyfi til eins árs í senn en Kristján segir að með því sé grunnur lagður að því að gera starfsemina óstarfshæfa. 13. apríl 2024 08:40 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta sagði hún í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi fyrr í dag. Teitur Björn Einarsson þingmaður spurði Bjarkeyju hvað skýrði það að erindinu, sem hefur legið fyrir frá í janúar, hafi enn ekki verið svarað. „Það er margt í þessu sem þarf að huga að. Auk þess að taka afstöðu til þessara fyrirliggjandi umsókna þarf líka að gefa út viðauka við reglugerð um hvalveiðar um leyfilegt heildarveiðimagn ársins, af því að hv. þingmaður kom inn á það. Þessi viðauki byggir á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem rann út núna um áramótin á sama tíma og þau leyfi sem þá runnu út. Það er í rauninni margt sem verið er að draga saman,“ segir Bjarkey. Hún tekur fram að veikindi forvera hennar, Svandísar Svavarsdóttur, hafi auðvitað haft áhrif á málsmeðferðartímann og einnig að hún hafi viljað verja góðum tíma til að fara yfir málið. „Ég hef sagt að ég hyggist reyna að hraða því að fá til mín öll þau gögn sem ég tel að ég þurfi til að taka ákvörðun um þetta þannig að vel megi vera og ég vonast til þess að það gerist bara núna tiltölulega fljótlega. Þó að ég geti ekki lofað því nákvæmlega,“ segir Bjarkey en tekur fram að hún geti ekki lofað að það verði afgreitt innan neinnar ákveðinnar dagsetningar en að hún vilji temja sér þá stjórnsýslu að afgreiða mál eins hratt og mögulegt er. Lögin ekki nægjanlega skýr Teitur Björn fór þá aftur upp í ræðustól og benti á að málshraðareglan sé grundvallarregla til að tryggja réttindi borgara gagnvart stjórnvöldum og fyrirbyggja að stjórnvöld valdi tjóni með ómálefnalegum töfum. „Ég vil líka að lokum, frú forseti, spyrja hæstvirtan ráðherra hvort það sé ekki alveg ljóst að atvinna og hagsmunir fjölda fólks eru í húfi, að nærsamfélaginu, auk fyrirtækja sem þjónusta hvalveiðifyrirtækin, muni mikið um að starfsemi þessi fái að halda áfram í sumar,“ spyr Teitur. Bjarkey sagðist þá vilja árétta að það sé snúið fyrir nýjan ráðherra að setja sig inn í mál sem þessi og að búið sé að skipa starfshóp um framtíð hvalveiða. Þar verður tekið mið af áframhaldandi veiðum, takmörkun eða banni til framtíðar. „Ég held að það sé bara mikilvægt líka fyrir mig að átta mig á því, þó að það eigi ekki við um akkúrat það sem koma skal núna fyrir sumarið, að við náum betur utan um greinina en mér finnst alla vega málin standa í dag, því að það er ekkert launungarmál að lögin eru gömul og þau eru ekki að mínu mati nægjanlega skýr,“ segir Bjarkey að lokum.
Hvalveiðar Hvalir Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segir útséð um hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, segir útséð um að hvalveiðar fari fram í sumar. Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar að veita fyrirtækinu starfsleyfi til eins árs í senn en Kristján segir að með því sé grunnur lagður að því að gera starfsemina óstarfshæfa. 13. apríl 2024 08:40 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Segir útséð um hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, segir útséð um að hvalveiðar fari fram í sumar. Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar að veita fyrirtækinu starfsleyfi til eins árs í senn en Kristján segir að með því sé grunnur lagður að því að gera starfsemina óstarfshæfa. 13. apríl 2024 08:40