Stefnir í spennandi forsetakosningar Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2024 12:25 Halla Hrund Logadóttir bætir við sig sex prósentustigum milli kannana Prósents á einni viku. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir bætir við sig miklu fylgi samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Morgunblaðið þar sem Baldur Þórhallsson nýtur mest fylgis. Stjórnmálafræðingur segir hægt að lesa það eitt út úr könnunum undanfarnar vikur að forsetakosningarnar verði mjög spennandi. Morgunblaðið birti í morgun aðra könnun Prósents fyrir miðilinn á einni viku um fylgi forsetaframbjóðenda. Samkvæmt könnuninni í morgun er Halla Hrund Logadóttir á mikilli siglingu og bætir við sig rétt tæplega sex prósentustigum frá síðustu könnun Prósents fyrir viku. Þessi fylgisaukning er í samræmi við kannanir Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Halla Hrund tæplega tvöfaldaði fylgi sitt úr 5,7 prósentum frá könnunum Maskínu hinn 8. apríl í 10,5 prósent hinn 18. apríl. Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir Höllu Hrund greinilega á mikilli siglingu. Hins vegar væri erfiðara að greina af hvaða frambjóðendum hún sæki aukið fylgi. Öll könnunarfyrirtækin styðjist við netpanela. Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við HÍ segir setefna í spennandi forsetakosningar.Vísir „Það gæti skipt máli hérna hvernig unnið er með gögnin. Af því við vitum að til dæmis aldurssamsetning og samsetning þeirra sem eru með meiri eða minni menntun endurspeglar ekki alveg rétt hlutfall eins og það er meðal kjósenda,“ segir Eva Heiða. Samkvæmt hennar upplýsingum taki kannanir Prósents ekki tillit til menntunar. Í könnun Prósents sem birt er í dag mælist Halla Hrund með 18 prósenta fylgi. Ekki er marktækur munur á henni og Jóni Gnarr með 17,2 prósent. Hann hefur hingað til vermt þriðja sætið með á bilinu 18 til rúmlega 19 prósenta fylgi. En það er annað sem sker sig úr könnunum Prósents annars vegar og Gallups og Maskínu hins vegar. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mesta fylgið í tveimur könnunum Maskínu og einni könnun Gallups sem gerðar hafa verið undanfarnar vikur og Baldur Þórhallsson hefur komið á hæla hennar. Í báðum könnunum Prósents hefur Baldur hins vegar mælst með meira fylgi en Katrín, þótt ekki hafi verið marktækur munur á fylgi þeirra í þessum könnunum eins og í könnun Gallups. Hins vegar var Katrín með marktækt forskot á Baldur í báðum könnunum Maskínu. Halla Hrund virðist kroppa eitthvað fylgi af öllum frambjóðendum bæði fyrir ofan hana og neðan á milli kannanna Prósents. Eva Heiða segir greinilegt að fylgið væri allt á hreyfingu og erfitt að spá fyrir um úrslit miðað við kannanir. Þó sýndu þær að litlu muni á tveimur efstu frambjóðendunum og Halla Hrund og Jón Gnarr fylgi fast á eftir. „Það þarf ekki nema einhverja nokkura prósentustiga sveiflu fram og til baka til að segja til um úrslitin. Það er það sem ég myndi segja; það stefnir í spennandi kosningar,“ segir Eva Heiða Önnudóttir. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Baldur segir lygasögur ekki hafa nein áhrif á þá Felix Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi telur að allir sem sækist eftir embættinu megi búast við því að skrökvað verði um sig. Facebook-síðan Bessastaðabaráttan, sem nú hefur verið tekin niður, hélt úti rætinni herferð gegn Baldri. 19. apríl 2024 14:18 Katrín leiðir og hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 31,4 prósent stuðning í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands. Hún hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor sem nú mælist með 24 prósent fylgi. 18. apríl 2024 09:31 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Morgunblaðið birti í morgun aðra könnun Prósents fyrir miðilinn á einni viku um fylgi forsetaframbjóðenda. Samkvæmt könnuninni í morgun er Halla Hrund Logadóttir á mikilli siglingu og bætir við sig rétt tæplega sex prósentustigum frá síðustu könnun Prósents fyrir viku. Þessi fylgisaukning er í samræmi við kannanir Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Halla Hrund tæplega tvöfaldaði fylgi sitt úr 5,7 prósentum frá könnunum Maskínu hinn 8. apríl í 10,5 prósent hinn 18. apríl. Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir Höllu Hrund greinilega á mikilli siglingu. Hins vegar væri erfiðara að greina af hvaða frambjóðendum hún sæki aukið fylgi. Öll könnunarfyrirtækin styðjist við netpanela. Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við HÍ segir setefna í spennandi forsetakosningar.Vísir „Það gæti skipt máli hérna hvernig unnið er með gögnin. Af því við vitum að til dæmis aldurssamsetning og samsetning þeirra sem eru með meiri eða minni menntun endurspeglar ekki alveg rétt hlutfall eins og það er meðal kjósenda,“ segir Eva Heiða. Samkvæmt hennar upplýsingum taki kannanir Prósents ekki tillit til menntunar. Í könnun Prósents sem birt er í dag mælist Halla Hrund með 18 prósenta fylgi. Ekki er marktækur munur á henni og Jóni Gnarr með 17,2 prósent. Hann hefur hingað til vermt þriðja sætið með á bilinu 18 til rúmlega 19 prósenta fylgi. En það er annað sem sker sig úr könnunum Prósents annars vegar og Gallups og Maskínu hins vegar. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mesta fylgið í tveimur könnunum Maskínu og einni könnun Gallups sem gerðar hafa verið undanfarnar vikur og Baldur Þórhallsson hefur komið á hæla hennar. Í báðum könnunum Prósents hefur Baldur hins vegar mælst með meira fylgi en Katrín, þótt ekki hafi verið marktækur munur á fylgi þeirra í þessum könnunum eins og í könnun Gallups. Hins vegar var Katrín með marktækt forskot á Baldur í báðum könnunum Maskínu. Halla Hrund virðist kroppa eitthvað fylgi af öllum frambjóðendum bæði fyrir ofan hana og neðan á milli kannanna Prósents. Eva Heiða segir greinilegt að fylgið væri allt á hreyfingu og erfitt að spá fyrir um úrslit miðað við kannanir. Þó sýndu þær að litlu muni á tveimur efstu frambjóðendunum og Halla Hrund og Jón Gnarr fylgi fast á eftir. „Það þarf ekki nema einhverja nokkura prósentustiga sveiflu fram og til baka til að segja til um úrslitin. Það er það sem ég myndi segja; það stefnir í spennandi kosningar,“ segir Eva Heiða Önnudóttir.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Baldur segir lygasögur ekki hafa nein áhrif á þá Felix Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi telur að allir sem sækist eftir embættinu megi búast við því að skrökvað verði um sig. Facebook-síðan Bessastaðabaráttan, sem nú hefur verið tekin niður, hélt úti rætinni herferð gegn Baldri. 19. apríl 2024 14:18 Katrín leiðir og hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 31,4 prósent stuðning í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands. Hún hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor sem nú mælist með 24 prósent fylgi. 18. apríl 2024 09:31 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Baldur segir lygasögur ekki hafa nein áhrif á þá Felix Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi telur að allir sem sækist eftir embættinu megi búast við því að skrökvað verði um sig. Facebook-síðan Bessastaðabaráttan, sem nú hefur verið tekin niður, hélt úti rætinni herferð gegn Baldri. 19. apríl 2024 14:18
Katrín leiðir og hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 31,4 prósent stuðning í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands. Hún hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor sem nú mælist með 24 prósent fylgi. 18. apríl 2024 09:31