Stefnir í spennandi forsetakosningar Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2024 12:25 Halla Hrund Logadóttir bætir við sig sex prósentustigum milli kannana Prósents á einni viku. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir bætir við sig miklu fylgi samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Morgunblaðið þar sem Baldur Þórhallsson nýtur mest fylgis. Stjórnmálafræðingur segir hægt að lesa það eitt út úr könnunum undanfarnar vikur að forsetakosningarnar verði mjög spennandi. Morgunblaðið birti í morgun aðra könnun Prósents fyrir miðilinn á einni viku um fylgi forsetaframbjóðenda. Samkvæmt könnuninni í morgun er Halla Hrund Logadóttir á mikilli siglingu og bætir við sig rétt tæplega sex prósentustigum frá síðustu könnun Prósents fyrir viku. Þessi fylgisaukning er í samræmi við kannanir Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Halla Hrund tæplega tvöfaldaði fylgi sitt úr 5,7 prósentum frá könnunum Maskínu hinn 8. apríl í 10,5 prósent hinn 18. apríl. Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir Höllu Hrund greinilega á mikilli siglingu. Hins vegar væri erfiðara að greina af hvaða frambjóðendum hún sæki aukið fylgi. Öll könnunarfyrirtækin styðjist við netpanela. Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við HÍ segir setefna í spennandi forsetakosningar.Vísir „Það gæti skipt máli hérna hvernig unnið er með gögnin. Af því við vitum að til dæmis aldurssamsetning og samsetning þeirra sem eru með meiri eða minni menntun endurspeglar ekki alveg rétt hlutfall eins og það er meðal kjósenda,“ segir Eva Heiða. Samkvæmt hennar upplýsingum taki kannanir Prósents ekki tillit til menntunar. Í könnun Prósents sem birt er í dag mælist Halla Hrund með 18 prósenta fylgi. Ekki er marktækur munur á henni og Jóni Gnarr með 17,2 prósent. Hann hefur hingað til vermt þriðja sætið með á bilinu 18 til rúmlega 19 prósenta fylgi. En það er annað sem sker sig úr könnunum Prósents annars vegar og Gallups og Maskínu hins vegar. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mesta fylgið í tveimur könnunum Maskínu og einni könnun Gallups sem gerðar hafa verið undanfarnar vikur og Baldur Þórhallsson hefur komið á hæla hennar. Í báðum könnunum Prósents hefur Baldur hins vegar mælst með meira fylgi en Katrín, þótt ekki hafi verið marktækur munur á fylgi þeirra í þessum könnunum eins og í könnun Gallups. Hins vegar var Katrín með marktækt forskot á Baldur í báðum könnunum Maskínu. Halla Hrund virðist kroppa eitthvað fylgi af öllum frambjóðendum bæði fyrir ofan hana og neðan á milli kannanna Prósents. Eva Heiða segir greinilegt að fylgið væri allt á hreyfingu og erfitt að spá fyrir um úrslit miðað við kannanir. Þó sýndu þær að litlu muni á tveimur efstu frambjóðendunum og Halla Hrund og Jón Gnarr fylgi fast á eftir. „Það þarf ekki nema einhverja nokkura prósentustiga sveiflu fram og til baka til að segja til um úrslitin. Það er það sem ég myndi segja; það stefnir í spennandi kosningar,“ segir Eva Heiða Önnudóttir. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Baldur segir lygasögur ekki hafa nein áhrif á þá Felix Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi telur að allir sem sækist eftir embættinu megi búast við því að skrökvað verði um sig. Facebook-síðan Bessastaðabaráttan, sem nú hefur verið tekin niður, hélt úti rætinni herferð gegn Baldri. 19. apríl 2024 14:18 Katrín leiðir og hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 31,4 prósent stuðning í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands. Hún hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor sem nú mælist með 24 prósent fylgi. 18. apríl 2024 09:31 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Morgunblaðið birti í morgun aðra könnun Prósents fyrir miðilinn á einni viku um fylgi forsetaframbjóðenda. Samkvæmt könnuninni í morgun er Halla Hrund Logadóttir á mikilli siglingu og bætir við sig rétt tæplega sex prósentustigum frá síðustu könnun Prósents fyrir viku. Þessi fylgisaukning er í samræmi við kannanir Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Halla Hrund tæplega tvöfaldaði fylgi sitt úr 5,7 prósentum frá könnunum Maskínu hinn 8. apríl í 10,5 prósent hinn 18. apríl. Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir Höllu Hrund greinilega á mikilli siglingu. Hins vegar væri erfiðara að greina af hvaða frambjóðendum hún sæki aukið fylgi. Öll könnunarfyrirtækin styðjist við netpanela. Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við HÍ segir setefna í spennandi forsetakosningar.Vísir „Það gæti skipt máli hérna hvernig unnið er með gögnin. Af því við vitum að til dæmis aldurssamsetning og samsetning þeirra sem eru með meiri eða minni menntun endurspeglar ekki alveg rétt hlutfall eins og það er meðal kjósenda,“ segir Eva Heiða. Samkvæmt hennar upplýsingum taki kannanir Prósents ekki tillit til menntunar. Í könnun Prósents sem birt er í dag mælist Halla Hrund með 18 prósenta fylgi. Ekki er marktækur munur á henni og Jóni Gnarr með 17,2 prósent. Hann hefur hingað til vermt þriðja sætið með á bilinu 18 til rúmlega 19 prósenta fylgi. En það er annað sem sker sig úr könnunum Prósents annars vegar og Gallups og Maskínu hins vegar. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mesta fylgið í tveimur könnunum Maskínu og einni könnun Gallups sem gerðar hafa verið undanfarnar vikur og Baldur Þórhallsson hefur komið á hæla hennar. Í báðum könnunum Prósents hefur Baldur hins vegar mælst með meira fylgi en Katrín, þótt ekki hafi verið marktækur munur á fylgi þeirra í þessum könnunum eins og í könnun Gallups. Hins vegar var Katrín með marktækt forskot á Baldur í báðum könnunum Maskínu. Halla Hrund virðist kroppa eitthvað fylgi af öllum frambjóðendum bæði fyrir ofan hana og neðan á milli kannanna Prósents. Eva Heiða segir greinilegt að fylgið væri allt á hreyfingu og erfitt að spá fyrir um úrslit miðað við kannanir. Þó sýndu þær að litlu muni á tveimur efstu frambjóðendunum og Halla Hrund og Jón Gnarr fylgi fast á eftir. „Það þarf ekki nema einhverja nokkura prósentustiga sveiflu fram og til baka til að segja til um úrslitin. Það er það sem ég myndi segja; það stefnir í spennandi kosningar,“ segir Eva Heiða Önnudóttir.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Baldur segir lygasögur ekki hafa nein áhrif á þá Felix Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi telur að allir sem sækist eftir embættinu megi búast við því að skrökvað verði um sig. Facebook-síðan Bessastaðabaráttan, sem nú hefur verið tekin niður, hélt úti rætinni herferð gegn Baldri. 19. apríl 2024 14:18 Katrín leiðir og hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 31,4 prósent stuðning í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands. Hún hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor sem nú mælist með 24 prósent fylgi. 18. apríl 2024 09:31 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Baldur segir lygasögur ekki hafa nein áhrif á þá Felix Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi telur að allir sem sækist eftir embættinu megi búast við því að skrökvað verði um sig. Facebook-síðan Bessastaðabaráttan, sem nú hefur verið tekin niður, hélt úti rætinni herferð gegn Baldri. 19. apríl 2024 14:18
Katrín leiðir og hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 31,4 prósent stuðning í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands. Hún hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor sem nú mælist með 24 prósent fylgi. 18. apríl 2024 09:31
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent