Allir frá Litháen en tengsl liggja ekki fyrir Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 21. apríl 2024 16:05 Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Vísir Lögreglan á Suðurlandi fer fram á gæsluvarðhald fram í næstu viku yfir mönnunum fjórum sem handteknir voru í gær í tengslum við andlát í sumarbústaðahverfinu Kiðjabergi. Yfirlögregluþjónn segir tengsl milli mannanna fjögurra og hins látna ekki liggja fyrir að svo stöddu. Lögreglan á Suðurlandi óskaði í dag eftir því að fjórir karlmenn yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti manns á fertugsaldri í sumarbústaðabyggð í Árnessýslu. Enn er beðið eftir úrskurði. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umrædd sumarbústaðabyggð í Kiðjabergi. Heimildir herma einnig að allir mennirnir, bæði hinir handteknu og hinn látni, eru frá Litháen. „Fyrsta tilkynning berst þarna á öðrum tímanum til okkar um meðvitundarleysi. Og þá er náttúrlega hefðbundið útkall. Viðbragðsaðilar hérna á svæðinu sem fara á staðinn,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Þegar það er komið á vettvang vaknar strax þessi grunur um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti, alla vegana ekki eðlilegum hætti,“ segir Jón Gunnar. Í kjölfarið hafi fjórir aðilar verið handteknir. Síðan hafi rannsókn verið í fullum gangi og aðilar fluttir á lögreglustöðina á Selfoss. Atvikið á að hafa átt sér stað í Kiðjabergi. vísir „Við erum að fara fram á gæsluvarðhald fram í næstu viku,“ segir Jón Gunnar og að vænta megi úrskurðar í dag. Aðspurður segir hann að farið sé fram á gæsluvarðhald yfir öllum fjórum mönnunum. Hann segist ekki geta sagt til um hvernig áverkar voru á hinum látna, en aðstæður hafi verið þannig að það grunur vaknaði um að ekki væri allt með felldu. Þá getur hann ekki tjáð sig um hvort fleiri hafi verið á svæðinu en mennirnir fimm. Er eitthvað vitað um hvort atvikið hafi átt sér stað þarna um tvöleytið eða hvort það hafi átt sér stað fyrr um nóttina? „Það er bara hluti af því sem við erum að rannsaka núna.“ Jón Gunnar segir það ekki komið á hreint hver tengsl mannanna fimm séu. Að sama skapi sé til rannsóknar hvort fíkniefni hafi verið í spilinu, en ekki hafi fengist svör við því. Hann ítrekar að málið sé á algjöru frumstigi. Hver eru ykkar næstu skref? „Það eru frekari skýrslutökur, og að sjálfsögðu bíða úrskurðar. Verði þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald þá verða þeir vistaðir á Hólmsheiði. Rannsóknin heldur áfram, vettvangsrannsóknir og yfirheyrslur.“ Loks segist hann hvorki geta svarað um hvort mennirnir fjórir hafi verið samvinnuþýðir eða hvort þeir hafi sjálfir haft einhverja áverka. Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Manndráp í Kiðjabergi Tengdar fréttir Rannsókn á andlátinu enn á frumstigi Rannsókn á andláti manns á fertugsaldri í sumarhúsi í Árnessýslu er enn á algjöru frumstigi. Greint var frá því síðdegis í fær að fjórir hefði verið handteknir vegna andlátsins sem er rannsakað sem manndráp. 21. apríl 2024 09:38 Maður á fertugsaldri talinn hafa verið myrtur í sumarhúsi Grunur er um manndráp í sumarhúsi í Árnessýslu. Fjórir hafa verið handteknir á grundvelli rannsóknarhagsmuna að sögn lögreglunnar. Rannsókn málsins er á frumstigi og segir lögreglan að því verði ekki veittar frekari upplýsingar að svo stöddu. 20. apríl 2024 18:01 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi óskaði í dag eftir því að fjórir karlmenn yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti manns á fertugsaldri í sumarbústaðabyggð í Árnessýslu. Enn er beðið eftir úrskurði. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umrædd sumarbústaðabyggð í Kiðjabergi. Heimildir herma einnig að allir mennirnir, bæði hinir handteknu og hinn látni, eru frá Litháen. „Fyrsta tilkynning berst þarna á öðrum tímanum til okkar um meðvitundarleysi. Og þá er náttúrlega hefðbundið útkall. Viðbragðsaðilar hérna á svæðinu sem fara á staðinn,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Þegar það er komið á vettvang vaknar strax þessi grunur um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti, alla vegana ekki eðlilegum hætti,“ segir Jón Gunnar. Í kjölfarið hafi fjórir aðilar verið handteknir. Síðan hafi rannsókn verið í fullum gangi og aðilar fluttir á lögreglustöðina á Selfoss. Atvikið á að hafa átt sér stað í Kiðjabergi. vísir „Við erum að fara fram á gæsluvarðhald fram í næstu viku,“ segir Jón Gunnar og að vænta megi úrskurðar í dag. Aðspurður segir hann að farið sé fram á gæsluvarðhald yfir öllum fjórum mönnunum. Hann segist ekki geta sagt til um hvernig áverkar voru á hinum látna, en aðstæður hafi verið þannig að það grunur vaknaði um að ekki væri allt með felldu. Þá getur hann ekki tjáð sig um hvort fleiri hafi verið á svæðinu en mennirnir fimm. Er eitthvað vitað um hvort atvikið hafi átt sér stað þarna um tvöleytið eða hvort það hafi átt sér stað fyrr um nóttina? „Það er bara hluti af því sem við erum að rannsaka núna.“ Jón Gunnar segir það ekki komið á hreint hver tengsl mannanna fimm séu. Að sama skapi sé til rannsóknar hvort fíkniefni hafi verið í spilinu, en ekki hafi fengist svör við því. Hann ítrekar að málið sé á algjöru frumstigi. Hver eru ykkar næstu skref? „Það eru frekari skýrslutökur, og að sjálfsögðu bíða úrskurðar. Verði þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald þá verða þeir vistaðir á Hólmsheiði. Rannsóknin heldur áfram, vettvangsrannsóknir og yfirheyrslur.“ Loks segist hann hvorki geta svarað um hvort mennirnir fjórir hafi verið samvinnuþýðir eða hvort þeir hafi sjálfir haft einhverja áverka.
Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Manndráp í Kiðjabergi Tengdar fréttir Rannsókn á andlátinu enn á frumstigi Rannsókn á andláti manns á fertugsaldri í sumarhúsi í Árnessýslu er enn á algjöru frumstigi. Greint var frá því síðdegis í fær að fjórir hefði verið handteknir vegna andlátsins sem er rannsakað sem manndráp. 21. apríl 2024 09:38 Maður á fertugsaldri talinn hafa verið myrtur í sumarhúsi Grunur er um manndráp í sumarhúsi í Árnessýslu. Fjórir hafa verið handteknir á grundvelli rannsóknarhagsmuna að sögn lögreglunnar. Rannsókn málsins er á frumstigi og segir lögreglan að því verði ekki veittar frekari upplýsingar að svo stöddu. 20. apríl 2024 18:01 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
Rannsókn á andlátinu enn á frumstigi Rannsókn á andláti manns á fertugsaldri í sumarhúsi í Árnessýslu er enn á algjöru frumstigi. Greint var frá því síðdegis í fær að fjórir hefði verið handteknir vegna andlátsins sem er rannsakað sem manndráp. 21. apríl 2024 09:38
Maður á fertugsaldri talinn hafa verið myrtur í sumarhúsi Grunur er um manndráp í sumarhúsi í Árnessýslu. Fjórir hafa verið handteknir á grundvelli rannsóknarhagsmuna að sögn lögreglunnar. Rannsókn málsins er á frumstigi og segir lögreglan að því verði ekki veittar frekari upplýsingar að svo stöddu. 20. apríl 2024 18:01