Kjaftasögur koma á yfirborðið fyrir kosningar Jón Þór Stefánsson skrifar 21. apríl 2024 22:42 Sigmundur og Eva telja kjaftasögur geta verið mikilvæga breytu. Kjaftasögur – sannar eða lognar – geta haft áhrif á komandi kosningar og hafa reglulega komið á kreik í kringum forsetakosningar. Þetta var á meðal þess sem Eva H. Önnudóttir stjórnmálafræðiprófessor og Sigmundur Ernir Rúnarsson fjölmiðlamaður í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Að sögn Sigmundar hafa kjaftasögur gjarnan verið fylgifiskur endaspretts forsetakosninga. „Það að draga fram alls konar óþverra. Maður tekur eftir því að hann er þegar byrjaður að koma upp á yfirborðið,“ sagði hann. „Stærsta breytan á komandi vikum er hvort að einhver þessara sagna, illu heilli, muni hitta einhvern illa fyrir. Það getur gerst, og þá fer fylgið á hreyfingu.Því verðum að átta okkur á því að þessir fjórir fimm sem eru að ná flugi,“ sagði Sigmundur sem taldi upp Katrínu Jakobsdóttur, Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr, Höllu Hrund Logadóttur og Höllu Tómasdóttur. „Þau eru svolítið að hræra í sama potti,“ sagði Sigmundur og útskýrði að þau sem hann taldi upp séu, upp til hópa, frjálslynt og upplýst menntafólk. Eva minntist á í þessu samhengi að forsetakosningar væru miklar persónukosningar, og það hefði áhrif varðandi kjaftasögur. „Það er eitt með kjaftasögurnar. Þegar þær fara í gang í kringum forsetakosningarnar þá eru þær svo persónulegar, af því að þetta eru svo miklar persónukosningar. Þá getur verið svo erfitt að svara fyrir sig,“ Þá sagði Eva kjaftasögur geta haft áhrif á fylgið, en það í báðar áttir. Mögulega þjappi þær fólki enn meira að bak við frambjóðanda. Óvenjulegt að Jón gagnrýni Katrínu Eva og Sigmundur ræddu um fleiri atriði forsetakosninganna í Sprengisandi. Þau tóku til að mynda fyrir gagnrýni Jóns Gnarr á hendur Katrínu Jakobsdóttur. Jón hefur fullyrt að sér þyki sérstakt að forsætisráðherra tilkynni um framboð. Hún telur að slík gagnrýni verði ekki áberandi í kosningabaráttunni. „Mig grunar að frambjóðendur muni fyrst og fremst fara í að tala um hvað þeir standa fyrir, og kannski minna í að gagnrýna aðra frambjóðendur. Mér fannst þetta óvanalegt útspil hjá Jóni Gnarr að gagnrýna mótframbjóðanda í forsetaframboði.“ „Ég held að þetta hafi ekki verið klókt hjá honum,“ sagði Sigmundur. Eva bætti við að frambjóðendur virðist yfirleitt græða lítið á því að ráðast á aðra. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Sprengisandur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem Eva H. Önnudóttir stjórnmálafræðiprófessor og Sigmundur Ernir Rúnarsson fjölmiðlamaður í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Að sögn Sigmundar hafa kjaftasögur gjarnan verið fylgifiskur endaspretts forsetakosninga. „Það að draga fram alls konar óþverra. Maður tekur eftir því að hann er þegar byrjaður að koma upp á yfirborðið,“ sagði hann. „Stærsta breytan á komandi vikum er hvort að einhver þessara sagna, illu heilli, muni hitta einhvern illa fyrir. Það getur gerst, og þá fer fylgið á hreyfingu.Því verðum að átta okkur á því að þessir fjórir fimm sem eru að ná flugi,“ sagði Sigmundur sem taldi upp Katrínu Jakobsdóttur, Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr, Höllu Hrund Logadóttur og Höllu Tómasdóttur. „Þau eru svolítið að hræra í sama potti,“ sagði Sigmundur og útskýrði að þau sem hann taldi upp séu, upp til hópa, frjálslynt og upplýst menntafólk. Eva minntist á í þessu samhengi að forsetakosningar væru miklar persónukosningar, og það hefði áhrif varðandi kjaftasögur. „Það er eitt með kjaftasögurnar. Þegar þær fara í gang í kringum forsetakosningarnar þá eru þær svo persónulegar, af því að þetta eru svo miklar persónukosningar. Þá getur verið svo erfitt að svara fyrir sig,“ Þá sagði Eva kjaftasögur geta haft áhrif á fylgið, en það í báðar áttir. Mögulega þjappi þær fólki enn meira að bak við frambjóðanda. Óvenjulegt að Jón gagnrýni Katrínu Eva og Sigmundur ræddu um fleiri atriði forsetakosninganna í Sprengisandi. Þau tóku til að mynda fyrir gagnrýni Jóns Gnarr á hendur Katrínu Jakobsdóttur. Jón hefur fullyrt að sér þyki sérstakt að forsætisráðherra tilkynni um framboð. Hún telur að slík gagnrýni verði ekki áberandi í kosningabaráttunni. „Mig grunar að frambjóðendur muni fyrst og fremst fara í að tala um hvað þeir standa fyrir, og kannski minna í að gagnrýna aðra frambjóðendur. Mér fannst þetta óvanalegt útspil hjá Jóni Gnarr að gagnrýna mótframbjóðanda í forsetaframboði.“ „Ég held að þetta hafi ekki verið klókt hjá honum,“ sagði Sigmundur. Eva bætti við að frambjóðendur virðist yfirleitt græða lítið á því að ráðast á aðra.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Sprengisandur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira