Innlent

Björguðu ör­magna göngu­mönnum við gos­stöðvarnar

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Eins og sést voru aðstæður ekki sérlega vænlegar til gönguferða. Það var blautt, kalt og mikið rok
Eins og sést voru aðstæður ekki sérlega vænlegar til gönguferða. Það var blautt, kalt og mikið rok Björgunarsveitin Þorbjörn

Björgunarsveitirnar Þorbjörn og Skyggnir í Vogum voru ræstar út til að finna hóp þriggja göngumanna sem ætluðu sér að ganga upp að gosstöðvunum. Þau höfðu verið nokkuð lengi að ganga en hringdu eftir hjálp um hálf sex í dag og voru þá orðin verulega blaut og köld.

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Eftir um klukkutíma leit nokkurra hópa björgunarsveitarmanna á svæðinu fannst hópurinn austan við gosstöðvarnar. Göngumennirnir eru nú í bíl á vegum björgunarsveitarinnar á leið til byggða.

„Snemma í kvöld bjargaði Björgunarsveitin Þorbjörn, ásamt bjsv. Skyggni, þremur örmagna göngumönnum rétt vestan við Kistufell, á gönguleiðinni að Litla Hrút. Voru mennirnir, sem voru á leiðinni að gosstöðvum síðasta sumars orðnir mjög kaldir og illa haldnir enda snarvitlaust veður á svæðinu, mikil úrkoma og mikil þoka,“ skrifar björgunarsveitin Þorbjörn í færslu sem hún birti á Facebook í dag. 

„Vegna veðurs og leysinga á svæðinu var ákveðið að sækja á leitarsvæðið úr nokkrum áttum, bæði á jeppum og buggy bílum.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×