Innlent

Maður á fer­tugs­aldri talinn hafa verið myrtur í sumar­húsi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Sumarhúsið er við bakka Hvítár.
Sumarhúsið er við bakka Hvítár. Vísir/Vilhelm

Grunur er um manndráp í sumarhúsi í Árnessýslu. Fjórir hafa verið handteknir á grundvelli rannsóknarhagsmuna að sögn lögreglunnar. Rannsókn málsins er á frumstigi og segir lögreglan að því verði ekki veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.

Lögreglan á Suðurlandi fer fyrir rannsókninni og með stuðningi tæknideildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Tilkynning barst lögreglunni á Suðurlandi um meðvitundarlausan mann í sumarhúsi í uppsveitum Árnessýslu skömmu fyrir klukkan tvö í dag. Maðurinn var úrskurðaður látinn skömmu eftir komu viðbragðsaðila á vettvang. Hinn látni er á fertugsaldri.

„Þetta er á frumstigum rannsóknin og við erum að vinna málið. Það er ekkert meira sem ég get sagt. Það eru fjórir handteknir vegna rannsóknarhagsmuna og að svo stöddu getum við ekki sagt meira um það,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu.


Veistu meira um málið? Hvar atvikið átti sér stað? Hverjir eiga í hlut? Ertu með myndir af svæðinu? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×