Innlent

Ók á vegg eftir stutta eftir­för

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Lögregla og slökkvilið höfðu í nógu að snúast í dag.
Lögregla og slökkvilið höfðu í nógu að snúast í dag. Vísir/Vilhelm

Ökumaður klessti á vegg eftir stutta eftirför lögreglu. Hann er óslasaður en grunur er á um að hann hafi verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann var tekinn höndum og færður á lögreglustöð þar sem tekin verður skýrsla af honum þegar runnið hefur af honum.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var einnig um mann sem gekk berserksgang við Öskju í Krókhálsi. Allavega tvær bifreiðar urðu fyrir miklum skemmdum en þær voru mögulega fleiri sem urðu fyrir tjóni. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangaklefa.

Lögreglan fann nokkuð magn fíkniefna í heimahúsi og fram kemur að málið hafi verið afgreitt með vettvangsformi á staðnum. Einnig var tilkynnt um umferðarslys á Reykjanesbraut þar sem bilun í bíl olli því að hann fór utan vegar. Engin slys urðu á fólki.

Alls voru 53 mál á skrá hjá lögreglu frá því í morgun og tekur lögreglan fram að nokkuð hafi verið um aðstoðarbeiðnir vegna veikinda og svo vegna fólks í annarlegu ástandi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×