Lífið

Gult og glæsi­legt ein­býlis­hús Sölva til sölu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Sölvi Björn. Hann fagnar verðlaunum, vitaskuld, og vonar að þau verði gæfuspor á rithöfundaferlinum.
Sölvi Björn. Hann fagnar verðlaunum, vitaskuld, og vonar að þau verði gæfuspor á rithöfundaferlinum. visir/vilhelm

Við Óðinsgötu í miðbæ Reykjavíkur má finna fagurgult einbýlishús á tveimur hæðum sem var byggt árið 1927. Eigandi hússins er rithöfundurinn Sölvi Björn Sigurðsson sem festi kaup á eigninni árið 2018.

„Það hefur verið afar indælt að búa við Óðinstorg síðustu ár. Nú eru flutningar í vændum og húsið komið á sölum,“ skrifar Sölvi um eignina á samfélagsmiðlum. 

Húsið er fagur gult staðsett á vinsælum stað í miðborginni.Fasteignaljósmyndun

Um er að ræða mikið endurnýjað 115 fermetra hús með þremur svefnherbergi og tveimur baðherbergjum. Stofa, borðstofa og eldhús er samliggjandi í opnu og rými með aukinni lofthæð. Í loftum eru fallegir viðarbitar sem setja sjarmerandi svip á heildarmyndina. 

Nánari upplýsingar um eignina fá finna á fasteignavef Vísis.

Fasteignaljósmyndun
Stofan er björt og rúmgóð með fallegum gluggum.Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×