Innlent

Tvö flutt á slysa­deild eftir bílveltu

Lovísa Arnardóttir skrifar
Töluverður viðbúnaður var á vettvangi.
Töluverður viðbúnaður var á vettvangi. Aðsend

Bílvelta varð við Reykjanesbraut í morgun við húsnæði Fyrstu Baptista kirkjunnar við Fitjar í Njarðvík. Við að Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var tilkynnt um slysið klukkan 05:38. 

Tvö voru flutt á slysadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Ekki er vitað um líðan þeirra.

Töluverður viðbúnaður virðist hafa verið á vettvangi en þar voru bæði lögregla og slökkvilið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er vinnu lokið á vettvangi.

Slökkvilið var einnig kallað til vegna bílveltunnar. Aðsend


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×